Listin að lifa - 01.09.1996, Síða 17

Listin að lifa - 01.09.1996, Síða 17
Þarna æpir Sigrún upp yfir sig af skelfingu, þegar „ósýnilegur draug- ur" fer skyndilega að snúa stólnum sem hún situr á. baklás og segja sem svo: „Jesús minn, ég get ekki leikið!“ Kon- urnar vilja gjarnan lesa ljóð á ljóðakvöldum, en karlmennirnir eru þyngri.“ — Hvað viltu segja við petta fólk, Sigrún? „Þið vitið ekki af hverju þið missið. Fólk á okkar aldri á að prófa allt sem þjálfar og skemmtir. Hver veit hvenær heilsan bilar? Ef við látum mata okkur á öllu - hættum að hafa frumkvæði - þá verðum við fyrst gömul.“ Sigrún segir, að margir jafn- aldrar hennar láti mata sig um of á sjónvarpi og skemmtunum. „Borgin býður upp á ókeypis skemmtanir fyrir eldri borgara - fær jafnvel skemmtikrafta inn í þjónustumiðstöðvarnar, þannig að fólk þarf ekki lengur að fara út fyrir húsdyrnar. Andleg hugarleikfimi er ekki síður mikilvæg en líkamleg þjálfun. — Það að læra hlutverk er geysileg þjálfun fyrir heilasellurnar,“ segir Sigrún. Erfitt leikritaval - erfiður markaður! mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiiSB:^::..... a Sigrún hefur verið önnum kafm við að lesa leikrit í sumar, er búin að lesa 75 leikrit. „Geysilega erfitt fyrir þennan aldurshóp að finna leikrit við hæfi. Ýmist eru hlut- v.erkin fyrir unglinga eða ungar barnafjölskyldur." Sigrún hlær þegar hún segir frá, hvað leik- hópurinn hafi þurft að leika niður fyrir sig í aldri. „Imyndaðu þér þegar Brynhildur 72 ára þurfti að leika 36 ára sálfræðing í stuttu pilsi!“ Allt er þetta frábærlega skemmtilegt. Ollu erfiðara er að markaðssetja leikhópinn. „Á hverju ári hef ég farið um allan bæ með kynningarplaköt og hengt upp í allar þjónustu- miðstöðvar eldri borgara.“ Sigrún er mjög sár yfir því hve þessi kynning hefur skilað sér lítið. „Mikið yrði leikhópurinn glaður, ef fólk úr þjónustumiðstöðvunum tæki sig saman og kæmi á leik- sýningar hjá okkur.“ Það er ekki búið að velja leikrit fyrir veturinn, en Sigrún segist vonast til þess að eitthvað finnist. Skilaboð Sigrúnar eru skýr: „Gjörið svo vel, leikið með okkur. Það vantar leikara!“ O. Sv. B. |Það er margt á döfinni - enda heimurinn stór og ferðahugurinn mikill! Kæru vinir Þaó er mér sérstök ánægja að vera komin aftur til starfa með Úrvals-fólki. Nýr og glæsilegur vetrarbæklingur Úrvals-Útsýnar er fullur af spennandi ferðamöguleikum. Þar kynnum við m.a. feróir Úrvals-fólks til Kanarieyja þar sem Skapti Ólafsson veróur sérlegur gestgjafi þess. Það veróur því allt í fjöri alls staðar á Kanarí í vetur. Við bytjum veturinn meó Haustfagnaðinum föstudaginn 4. október og siðan rekur hver feróin aðra - Edinborgarferð ÚrvaLs-fólks 27. október, sigling um Karibahafið, skíðaferð til Austurríkis... svo einhverjar séu nefndar. Meira um spennandi ferðir og fréttamoLar af féLögunum í FréttabLaói ÚrvaLs-fóLks. Bestu kveójur, Rebekka Kristjánsdóttir, umsjónarmaóur ÚrvaLs-fóLks. 4 4 Lágmúla 4: stmi 569 9300, Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og hjá umboðsmönnum um land allt.

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.