Listin að lifa - 01.09.1996, Qupperneq 24

Listin að lifa - 01.09.1996, Qupperneq 24
Að kunna að tapa og sigra - Briddsið kemur í staðinn fyrir fótboltann,“ segir Bergur Þor- valdsson. „I KR lærði ég hinn sanna íþróttaanda. - Að kunna að tapa og sigra - er eitt hið mikilvægasta í lífinu. Mér leiðist að sjá tapsára briddsara. Fólk á að vera jafnglatt yfir góðu spilakvöldi, hvort sem það tapar eða vinnur.“ Bergur stjórnar briddsinu hjá FEB, búinn að halda um „spilataumana" í þrjú ár. „Þetta er harðsnúið lið,“ segir Bergur, „mjög góður félagsandi og gaman að vinna með því. Fólk á það til að mæta fárveikt, slíkur er keppnisandinn.“ Fiér eru karl- menn í meirihluta. „Briddsið er eins og skákin. Þú lærir aðeins, ef þú spilar við þér sterkari menn. Fólk verður að koma og reyna sig — ekki loka sig af í rúbertubriddsi. Þetta er góð skemmtun, dreifir tímanum og styttir stundirnar.“ - Hvernig fer þetta fram? ^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmes^ ■ . „Ég er með stigamót á fimmtu- dögum, fimm daga keppni á mánudögum. Eftir hverja keppni eru veitt góð verðlaun. Nú spila flestir eftir Standard kerfi. Vínar- kerfið er minna notað. Skemmti- legast er ef þátttakendur fara yfir 16 pör, þá er hægt að spila „MitcheH“ í einum, jöfnum riðli.“ Bergur segir að mætingin sé misjöfn - frá 12 upp í 20, jafnvel 28 pör. „Golf og bridds tengjast mikið. Briddsarar eru gjarnan golfarar, menn sem stunda bæði sumar- og vetraríþróttir.“ Nú fer fólk að koma úr sumarhúsunum og golfið að hætta. Þá fara golfar- ar sumarsins að stokka spilin hjá Bergi. — Hvenœr byrjaðirðu að spila? mmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmst. „Ég byrjaði hjá Barðstrendinga- félaginu árið 1949 og spilaði með þeim til 1958. Síðan byrjaði ég aftur fyrir fjórum árum hérna í Risinu.“ Briddsmeistarinn, Ingunn K. Bern- burg, gleymir sér yfir briddsinu. — Hvernig fléttast lífsstarfið inn í spilamennskuna? Bergur var verslunarmaður hjá Sláturfélagi Suðurlands. „Ég var Einbeitnina skortir ekki hjá Bergi briddsstjóra, þegar gefið er út. með þunga fjölskyldu og átti alltaf að vera tilbúinn í aukavinnu sem var lítið eða ekki metin í launum." Bergur fór eina vertíð á sjóinn í sumarfríinu, sem varð til þess að hann hætti öllum verslunar- störfum og stundaði sjóinn í 30 ár. „Þá fyrst sá ég peninga. Þetta er hálfgerð þrælavinna hjá verslun- argeiranum. Fólk á alltaf að vera tilbúið í yfir- og helgarvinnu, sem er afar illa launuð.“ Spilin eru oft á borðum hjá sjómönnum milli vakta. — Ertu spilafikill? mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmBsm^- m - „Það er hollt að vera með spilafíkn, ef ekki er spilað um peninga. Peningaspil gefa engum sælu. Að spila með peninga getur orðið hættuleg fíkn eins og áfengisnautn. Sannur íþróttaandi í spilamennskunni er hverjum manni hollur. Ég ætla að spila eins lengi og ég get,“ segir fótboltamaðurinn og briddsarinn Bergur...... O. Sv. B.

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.