Listin að lifa - 15.10.2001, Page 10
Mynd af torfbæ úr fórum Minjasafnsins á Akureyri.
allt út í slaga. Aldrei var hægt að opna
glugga, nema þegar skjánum var kippt
úr til þess að hrinda út snjó. Oft var
reynt að hafa strompinn opinn nyrðra
og gerði hann oft talsvert gagn, en
nokkuð títt var að stinga upp í hann til
þess að missa ekki út hitann.
Þvottar og böð: Fjöldinn allur af bað-
stofunum var þannig að engin fjöl var
í þeim nema rúmstokkarnir og stund-
um ein fjöl ofan við rúmfötin. Þvottur
á þeim gat því ekki komið til greina,
enda lítið að því gert. í pallbaðstofum
var pallurinn aldrei þveginn nema á
sérstökum þrifaheimilum. Stundum
þegar best gerði bleytt í gólfskáninni
einu sinni á ári og hún mokuð burt
með reku.
Eftir 1850 fór það að tíðkast að þvo
þilgólf. Þar sem stofur voru alþiljaðar
í hólf og gólf var gólfið oft þvegið, en
það var aðeins á betri bæjum. Ekki var
heldur til siðs að þvo fatnað oftar en
hjá varð komist. Skyrtur voru þvegnar
á hálfsmánaðar- til mánaðarfresti, en
nærbuxur miklu sjaldnar. Rúmföt t.d.
rekkjuvoðir voru þvegin í hæsta lagi
einu sinni eða tvisvar á ári. Allt var
þvegið úr stækri keytu. Segja má að ó-
hreinindi hafi gengið vel úr, en rúmföt
og nærföt lyktuðu lengi á eftir. Til
voru menn sem voru í sömu nærfötun-
um árið um kring.
Sápa þekktist ekki meðal almenn-
ings fyrr en eftir 1750. Sjaldan kom
vatn á líkama manna að sjálfráðu.
Flestir þvoðu sér þó að nafninu til í
framan þegar þeir fóru til kirkju, en
ekki um hendur nema stundum. Menn
þvoðu sér á ullarlepp eða strigatusku
og þurrkuðu sér á sama. Hárið var og
sjaldan greitt, enda meira en lítið
kvalræði eins og menn báru það sítt.
Sápa til andlits- og handaþvottar
þekktist ekki fyrr en á síðari hluta 18.
aldar með höfðingjum og varð ekki al-
menn fyrr en á síðara hluta 19. aldar.
Óþrifnaður innan baðstofu var mis-
mikill. Sumir reyndu að halda eins
þrifalegu inni og hægt var, en sums-
staðar þar sem óþrifnaður var meiri
voru næturgögn ekki borin fram eða
tæmd fyrr en á kvöldin. Allskonar
óþverri safnaðist fyrir í þessum vondu
baðstofum. Þær voru fullar af maurum
og mauravefum, hégóma og allskonar
pöddum. Mikil óhreinindi söfnuðust í
hrísið og heyruddann sem var undir í
rúmunum, óhreyft ár eftir ár. Hundar
lágu inni í baðstofum og uppi í rúm-
um og voru oft við höndina til að þrífa
aska og flát. Flær og lýs voru algengir
gestir á flestum bæjum.
Fæðuval, mataræði: Mest var bjarg-
ast við matbjörg úr innlendum efnum.
Sparnaður allur var á hafður og vinnu-
fólk og böm, ég tala nú ekki um sveit-
arlimi, var haft á svo skornum
skammti sem framast var unnt. Þar
sem nokkur efni voru héldu hjónin sig
samt oftast bærilega þó að hitt fólkið
væri svangt. Og þá má geta nærri
þeirri æfi sem fátæklingarnir áttu,
þegar ekkert fékkst í kaupstaðnum og
fénaður horféll ár eftir ár og þeir nærri
skepnulausir.
Málamatur á 18. öld var venjulega
hræringur úr grasagraut og súru skyri
með mjólk út á. I sjávarsveitum var
oft fiskæti í allar máltíðir. Þegar kom
fram á 19. öldina varð alsiða að hafa
mjólkurgraut á morgnana, fyrst með
grjónamélsákasti en síðan með hálf-
grjónum. Til miðdegismatar var haft
fiskur og smér, spaðsúpa, mjólkur-
grautur og grjónamjólk, baunir og ket.
Við sjóinn oftast blautur fiskur eða
siginn.
Brauð var ekki haft með, nema
þegar heldur meira var haft við eða á
efnaheimilum. (Hér má vitna í vísuna:
„Það á að gefa börnum brauð að bíta í
á jólunum,“ HH). Yfir höfuð var fisk-
urinn, harðfiskurinn, aðalfæðan og fá-
dæmis ósköp sem af honum eyddust á
stórum heimilum, en smér mikið etið
með. Súrt slátur var og mikið til matar
haft með þunnum mjólkurgrautum þar
sem fjárríkt var. Ket var mikið haft til
matar þar sem fé var margt og ekki
voru fellisár, bæði hangið og vind-
þurrkað og saltað, þegar hægt var. En
þegar lítið var um skipakomur, eins og
vildi verða þegar harðindi voru mikil,
fékkst ekkert saltið.
Almennt var sultur og seyra með
almúganum og ekki að undra því að
fellisárin dundu á hvað eftir annað og
svo önnur harðindi, eldgos, fiskileysi
og margt fleira. Þegar í harðbakkann
sló með fæði var farið að nota flest,
eins og fjallagrös, hreindýramosa,
geitaskóf, skarfakál, njóla, smeðjukál,
súrur, fíflarætur, holtarætur, smára-
leggi og rætur, hvannarætur og leggi,
kornsúrukorn, mel, fjöruþara, bæði
söl, maríukjarna, beltisþara og fjöru-
grös, sveppi og ber.
Kálgarðar voru lítið eða ekkert
ræktaðir á fyrri helmingi 18. aldar.
Kartöflurækt hófst 1758. Þá voru
aðalafnotin af búunum. Kjöt hirtu
menn eftir föngum. Reynt var að
verja mjólkinni til matarnota á sem
flestan hátt. Það var eins og fiskurinn
og mjólkin væru aðalfæðutegundirnar.
Kaffi kom til landsins rétt eftir 1760,
en brúkun ekki almenn fyrr en eftir
1850. Tóbak var almennt síðan á 17.
öld og mikið notað, bæði tuggið, reykt
og tekið í nefið.
10