Listin að lifa - 15.10.2001, Page 12

Listin að lifa - 15.10.2001, Page 12
Kórinn Hljómur á Akranesi hefur starf- að í ellefu ár. Síðastliðin fjögur ár hefur Lárus Sighvatsson, skólastjóri Tónlistarskóla Akraness, stjórnað kórnum, en Ásdís Ríkarðsdóttir hefur verið undirleikari frá upphafi. Hljóm- ur hefur haldið sjálfstæða vortónleika og sungið með öðrum kórum, t.d. á aðventuhátíð. Hann hefur sungið í Akraneskirkju á aðventunni og á upp- stigningardag. Skipst hefur verið á heimsóknum við Gaflara í Hafnarfirði og tónleikar haldnir með þeim. Síðasta vetur var sungið með þeim í Víðistaðakirkju og setin veisla í boði þeirra um kvöldið. Hljómur hefur einnig tekið þátt í kóra- mótum eldri borgara. Undanfarin ár hafa fimm kórar tekið þátt í mótunum, Hörpukórinn Selfossi, Vorboðinn í Mosfellsbæ, Eldey á Suðurnesjum, Gaflarar í Hafnarfirði og Hljómur. Síðasta kóramót var í Fjölbrauta- skóla Akraness 26. maí í vor. Hver kór söng fjögur lög. Síðan allir saman. Söngskemmtunin tókst með ágætum, var vel sótt og öllum vel tekið. Um kvöldið var svo veisla, hver kór sá um skemmtiatriði, síðan var dansað fram á nótt. Um 250 manns sátu veisluna. Olýsanlegt er hve mikla gleði og lífsfyllingu kórstarfið gefur. Hver kór æfir allan veturinn. Við hér á Akranesi æfum tvisvar í viku, annan tímann er raddæfing, hinn samæfing. Undan- tekningarlítið mæta allir. Síðan koma kórarnir saman á sameiginlegum tón- 12

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.