Listin að lifa - 15.10.2001, Page 20

Listin að lifa - 15.10.2001, Page 20
Rætt við Jón Helgason forseta kirkjuþings Hringjari var hann í Prestbakkakirkju á Síðu og kirkjumálaráðherra 1983- '87. Söng í kirkjukór. Sat í sóknar- nefnd. Nú er hann forseti kirkjuþings og arftaki biskups í forystusaetinu, en árið 1998 var ákveðið að leikmaður skyldi taka við forystu kirkjuþings. Á Ári aldraðra 1999 var hann valinn for- maður framkvæmdanefndar. Nú er hann formaður í framtíðarnefnd sem á að gera sér grein fyrir stöðu aldr- aðra varðandi atvinnu, húsnæði, heil- brigðis- og félagsþjónustu. |ón Helgason er víða valinn til forystu. „Maður getur ekki hvatt annað eldra fólk til starfa, ef maður skorast undan ábyrgð sjálfur,“ segir Jón á sinn hóg- væra hátt, „kannski hef ég þess vegna verið að vasast í svona mörgu.“ Við hittum Jón í fögrum húsakynnum safnaðarheimilis Grensáskirkju þar sem margir andans menn eru saman- komnir á kirkjuþingi. Hár, grannur og svo unglegur að aldurinn virðist ekki snerta hann. Slíkir menn hljóta að hafa hreina hugsun. „Kirkjan hefur ómetanlegt gildi fyrir aldraða, ekki síður en aðra,“ seg- ir Jón. „Könnun var nýlega gerð með- al aldraðra í Danmörku um líðan allra sem sóttu kirkjuna og hlýddu á boð- skap hennar - og hinna. Niðurstaðan var ótvíræð. Andleg líðan var betri hjá kirkjugestum, kirkjan veitti öryggi og skjól. Þetta á við alla þegna, yngri og eldri.“ Við spyrjum um vinnu á kirkju- þingi. „Árið 1998 fékk kirkjuþing heimild til að setja starfsreglur í stað laga og reglugerða frá Alþingi og kirkjumálaráðuneyti. Kirkjuþing er mjög upptekið af þessu mikla verk- efni. Nú hefur líka komið fram að kirkjuþing þarf að marka stefnu og styðja brýnustu verkefni kirkjunnar, eins og kærleiksþjónustu fyrir aldraða. Víða í kirkjum er unnið gott starf í þágu aldraðra, en það þarf að efla og 20

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.