Listin að lifa - 15.10.2001, Side 22

Listin að lifa - 15.10.2001, Side 22
Náttúruperlui^ náttúruver nd (9 Náttúruvernd er mikið tískuorð í dag. Það er í tísku að vera náttúruverndar- sinnaður. Vissulega er það lofsvert og ætti að vera æðsta boðorð hvers manns að hafa áhuga fyrir umhverfi sínu, náttúru landsins, lifandi og dauðri. Eða er kannski engin dauð náttúra til? Er ekki jafnvel líf í sum- um steinum og klettum, ef við þróum með okkur hæfileika til að skilja og skynja? Mér finnst oft skorta nokkuð á að fólk rækti með sér nægilega víð- sýni þegar nátt- úruvemd er til umræðu. Sá er eldurinn heitastur er á sjálfum brennur, segir gamalt máltæki. Ef málið snýst um að varðveita eitt- hvað sem næst manni er, og það kemur óþægilega við pyngjuna eða takmarkar at- hafnafrelsi okkar, setjum við stórt spurningarmerki við orðið náttúru- vernd. Við sjáum og heyrum daglega merki um þetta. Fólk vill ógjarnan takmarka útblástur eiturlofts í sínu nánasta umhverfi, en finnst mjög æskilegt að aðrir geri það, enda vilja allir hafa hreint loft og pottþétt óson- lag. Sumir vilja fórna grónu landi og fögru umhverfi, kjörlendi villtra dýra og fugla, fyrir meiri orku til athafna, eða er það ekki þannig? Sjálfur er ég auðvitað eitthvað smitaður af þessum viðhorfum. En öll erum við íslending- ar og eigum sameiginlega stórt og fal- legt land sem okkur ber að varðveita af fremsta megni, en veita þó granna okkar hinum megin við lækinn tæki- færi til að afla sér og sínum lífsbjarg- ar. A rölti mínu í blíðviðrinu á Austur- landi í september, með myndavél um öxl, áskotnuðust mér nokkrar myndir sem ég læt fylgja þessum pistli. Þær eru úr nágrenni Djúpavogs og benda heldur til þess að líf geti leynst í stein- unum, a.m.k. ef maður hefur ímynd- unaraflið í lagi. Það er fljótlegt að brjóta niður einn lítinn klett sem myndaðist fyrir nokkrum milljónum ára. Við skulum því gæta að okkur áður en við látum sleggjuna falla eða beitum loftpressunni á athyglisvert náttúrufyrirbæri. Hér skammt frá þorpinu á Djúpa- vogi er lágvaxinn klettaröðull sem nefndur er Sjónarsviptir. Nafn sitt hlaut hann af því að gamall og góð- ur vinur minn bað honum vægðar, er brjóta skyldi grjót í uppfyllingu. Hafði hann þau orð um að sjónar- sviptir væri að klettinum ef hann hyrfi. Þetta var nú satt að segja fyrir daga hinnar eigin- legu náttúru- vemdar með til- heyrandi fjöl- miðlafári - og þó. Fyrir löngu datt sumum í hug að sniðugt gæti verið að varðveita sitt- hvað í hinni ósnortnu náttúru. Maður nokkur var á ferð hér austanlands og kom við á Teigarhorni í Berufirði árið 1794. Á Teigarhorni hafa löngum fundist dýrmætir steinar. Þetta var Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur. Honum blöskraði umgengni útlendinga á svæðinu og skrifaði á sínum tíma eftirfarandi: „Ég á engan veginn við menn eins og Olavius, Mohr og þeirra líka, sem Merkilegur klettur í nágrenni þorpsins. í sérstakri birtu, einkum morgunsól, sést þarna andlit. Nátttröll sem dagaði þarna uppi. Við þennan klett hafa skyggnir menn séð dularfullar mannaferðir.

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.