Listin að lifa - 15.10.2001, Qupperneq 27

Listin að lifa - 15.10.2001, Qupperneq 27
safnað í möppu, sem liggur frammi á skrifstofu sambandsins. Vonandi getur þessi uppflettiskrá orðið skólafólki og öðrum fróðleiksfúsum til hægðarauka. Gullastokkurinn Félagið á sér gullastokk, eins og krakkarnir í gamla daga. Magnús Sig- urðsson varðveitir Gullastokkinn og segir hér frá honum: Skömmu eftir að Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum var stofnað, var tekinn upp sá siður að kjósa á félags- fundum skemmtinefnd, oftast þriggja manna, til að koma með efni af ein- hverju tagi til skemmtunar eða fróð- leiks á næsta fundi. Þessi siður hefur haldist síðan og margvíslegt efni verið flutt, stundum lesið upp úr bókum eða öðru prentuðu máli, stundum sýndar myndir eða boðið upp á söngskemmt- un, en oft og einatt verið flutt frum- samið efni, af fjölbreyttum toga. Þar hafa komið til ferðasögur, þjóðhátta- lýsingar, endurminningar, kveðskapur, fyrirbærasögur og fleira. Veturinn 1999-2000 var þeirri hug- mynd hreyft að gaman væri að halda til haga á einum stað þessu frum- samda efni, sem ekki hefur birzt á prenti, og geyma í vörzlu félagsins. Hugmyndin var gripin á lofti og settar reglur um framkvæmdina. Efninu, sem flutt hefur verið á fund- um, ásamt öðru, sem félagsmönnum var útbært af frumsömdu, er safnað í möppur í einu eintaki, vélritað á A4 blöð og sett í plastslíður til að verja það volki. Ennfremur er það geymt á tölvudisklingi. Um þetta sér nefnd, sem til þess hefur verið kosin. Síðan er þetta efni tiltækt til að lesa upp á fund- um, ef með þarf, fyrst og fremst það af því sem ekki hefur áður verið flutt þar. Efnið er ekki til útlána eða notkunar að öðru leyti, nema með leyfi höfunda. Síðan er svo um talað, að þegar safnið hefur verið þurrundið með notkun á félagsfundum, verði það sett á skjala- safn héraðsins til geymslu. Safninu var gefið nafnið Gullastokkurinn. Nú, þegar þessi starfsemi hefur staðið í hálfan annan vetur, liggur niðri á sumrin, hafa þrettán höfundar lagt safninu til 35 ritsmíðar og 2 sönglög á nótum. Þess má vænta, að margir fé- lagsmenn eigi enn eftir að leggja fram sinn skerf. Safnast þegar saman kemur. Eftirfarandi frásögn Friðjóns Arnason- ar í Melgerði er sýnishorn úr fjöl- breyttu innihaldi Gullastokksins: Ljósið dularfulla Oft hefur gegnwn tíðina heyrst af dul- aijullum Ijósum, sem sumir kalla draugaljós. Margir hafa séð slík Jjós, eða telja sig hafa séð þau. Oftast eru þetta Ijós, sem sjást í eitt skipti á viss- um stað og svo ekki meir. Ég œtla nú eftir beiðni að reyna að rifja upp minningu frá æskuárum mín- um um undarlegt Ijósfyrirbrigði, sem ég sá og ýmsir fleiri. Það Ijós var aldeilis ekki bundið við stað eða tíma og sást um árabil að vetrarlagi, misjafiilega oft, stundum kvöld eftir kvöld, en stundum ekki vikum saman. Eitt held ég að hafi einkennt hegðun þess: Það sást ekki nema í þurru og sœmilega góðu veðri, en ekki var hœgt að sjá, að tunglskin eða skýjafar hefði áhrif á það. Þá er þar fyrst frá að segja, að seint um haust fór faðir minn ásamt nágranna sínum niður í Bæjarsveit að sækja hross, sem hann átti þar. Þetta gœti hafa verið haustið 1947, því að það ár fluttum við úr Bæjarsveit að Kistufelli. Þegar fór að skyggja, vor- um við heima farin að búast við þeim til baka og litum því þráfaldlega niður dalinn til enda Krossmelanna, þangað sem fyrst sér til vegfarenda neðan dal- inn frá Kistufellshlaði. Er um það bil fulldimmt var orðið, sá ég Ijós í þeirri stefnu sem fyrst sér til ferða fram af Krossmelum. Ljós þetta var hvítt að sjá og stöðugt og virtist kyrrstœtt, eða á svo hœgri hreyfingu, að ekki varð greint úr fjarska. Eftir því sem leið á kvöldið færðist Ijósið smám saman nœr, en það varði nokkra klukkutíma. Eftir því sem þaðfærðist nær, dofnaði það og varð rauðleitara, og undir lok- in slokknaði það reglulega og kvikn- aði aftur, líkt og gengið væri með lugt og þann sem héldi á henni bæri í milli. Er Ijósið hætti alveg að sjást, var það komiðfram undir Kistufell og virtist vera á veginum, eða nœrri hon- um. Nokkru eftir að Ijósið hvarf komu þeir, sem hestinn sóttu, og þá spurði faðir minn, hvað við hefðum verið að gera með lugt niðri á vegi, því er þeir komu þar sem fyrst sér til Kistufells, sýndist þeim svo vera. Það sýnir að Ijósið sást úrþeirri átt líka. Þetta haust og vetur sást Ijósið nokkuð oft, stundum kvöld eftir kvöld, en stundum liðu margar vikur á milli. Alltaf byrjaði það að sjást á sama stað og færðist frameftir með tíman- um, en eina breytingin var, að í hvert skipti endaði þaðför sína örlítiðfram- ar en síðast. Nœstu vetur hélt þetta á- fram og sást Ijósið þá stundum frá Skálpastöðum og Krossi og sýndist þaðan séð á sama stað og séð frá Kistufelli. Hvort það sást frá fleiri bœjum hefég ekki vitneskju um, en eitt kvöld er Pétur á Skarði var að aka nióður minni heim af söngœfingu, sáu þau Ijósið er þau komu innan dalinn milli Skarðs og Kistufells. Síðustu árin sem Ijósið sást, var það sjaldnar sjá- anlegt en fyrstu árin, og í lokin var stefna þess á ská niður flóann milli Kistufells og Skarðs, með stefnu á Lund. Hvaða ár það sást síðast er mér ekki kunnugt, en einhver hafði á orði, að þetta vœri á leið í kirkjugarðinn á Lundi og hafi svo verið er vonandi að það hafi fundið þarfrið. Félag aldraðra í Borgaifjarðardölum send- ir ritstjórn og lesendum ritsins Listin að lifa bestu kveðjur. 27

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.