Listin að lifa - 15.10.2001, Síða 28
I brennidepl
Mikilvægi félagsstarfs aldraðra og
samstarfið við sveitarfélögin er nú í
brennidepli. Skipulagt félagsstarf
eldri borgara félaga í landinu hefur
víða verið virkt í yfir tuttugu ár, en
það er mjög breytilegt, hvernig sam-
starfi hinna frjálsu félaga og sveitar-
félaga er háttað. Starfið er blómlegast
og jafnvel fjölþættast þar sem sveit-
arfélögin hafa falið félögum eldri
borgara að sjá um allt félagsstarf og
stutt þau dyggilega fjárhagslega og
aðstöðulega. Á þeim félagssvæðum
eru sveitarfélögin sjálf aðeins með
lögboðna félagsþjónustu, eins og
húsnæðis- og heimilisaðstoð og
stuðning á sviði framfærslu.
Undirritaður hefur 20 ára reynslu af
því hvernig gott samstarf sveitarfélags
og hins frjálsa félagsstarfs getur
blómstrað, báðum aðilum til hagsbóta.
Það er með starfsemi eldri borgara
sem annarra þjóðfélagshópa, að eng-
inn er færari en við sjálf að ákveða
með hvaða hætti og á hvaða sviðum
félagsstarf okkar á að vera. Að standa
fyrir slíku starfi og skipuleggja það
skapar ómældum fjölda félagsmanna
okkar áhugaverð verkefni, þótt við
þurfum stundum að leita út fyrir okkar
raðir eftir leiðbeinendum og aðstoðar-
fólki, þá ákveðum við það sjálf.
Vonandi heyrir það fortíðinni
til, að sveitarfélög séu með
launað starfsfólk til að sinna
þessum verkefnum, jafnvel í
samkeppni við áhugamanna-
starfið.
ar þörf á stofnanavist fyrir eldra fólk.
Við í eldri borgara félögunum þurf-
um að gera átak í að ná til sem flestra
60 ára og eldri og bjóða þeim samleið í
okkar góða félagsskap. Leita þarf uppi
þá sem einsemd hrjáir, því að dæmin
sanna að þeir sem hafa leitað út í fé-
lagsstarfið finna þar áhugaverð verkefni
og félagsskap - og eru oftar en ekki
komnir með verðugt hlutverk í lífinu og
gleðja með því sjálfa sig og aðra.
Ég vil hvetja sveitarfélögin til að
skapa eldri borgara félögunuin þá að-
stöðu sem þau þurfa til að vinna að
þessum málum, án endurgjalds, eins
og gert er í minni heimabyggð, Sel-
fossi. Hver króna sem félögin fá skilar
sér margfalt til baka í fjölþættu, virku
félagsstarfi.
Sveitarfélögin létta okkur ævi-
kvöldið með margvíslegum hætti. Má
þar nefna heimilisþjónustu og heima-
mörg sveitarfélög mættu slá betur af
fasteignagjöldum.
Ég er fullviss um, að þar sem þetta
samstarf sveitarfélaga og félaga eldri
borgara er lengst komið, varðandi fé-
lagsaðstöðu, beinar fjárveitingar og
annan stuðning, telja sveitarstjórnar-
menn og starfsfólk félagsþjónustunnar
sig vera að vinna farsælt og árangurs-
ríkt starf fyrir samfélagið.
Við eigum að ræða saman reglulega
og leita stöðugt eftir nýjum sameigin-
legum verkefnum. Samræður og sam-
vinna við sveitarstjórnir myndu auka
trú okkar eldra fólksins á lífið og til-
veruna eftir að hefðbundinni launa-
Brosmildar og lífsglaðar konur í félagsstarfinu á Selfossi.
Sveitarstjómarmenn hafa víðast átt-
að sig á því, sem og samfélagsþjónust-
an á viðkomandi stöðum, hvers virði
þetta fjölþætta félagsstarf er. Það spar-
ar sveitarfélögunum mikla fjármuni
sem felst m.a. í því að fólk er lengur
virkt í samfélaginu, dregur úr og frest-
hjúkrun frá heilsugæslunni, heimsend-
ingu á mat, auk þess stuðnings sem
áður er getið og felst í félagsaðstöðu
og beinum fjárstuðningi. Allt stuðlar
þetta að því að við getum lengur búið
í heimahúsum. Um leið og við þökk-
um það sem vel er gert, má benda á að
vinnu lýkur - um leið og við treystum
innviði samfélagsins og samstarf allra
aldurshópa.
{fiaivaldssou,
blaðstjóniarmaðiir, Selfossi