Listin að lifa - 15.10.2001, Qupperneq 30
FRÁ SELFOSSI:
Hjalti Þórðarson píanisti og eldsmiður
Jólablær var yfir fallegu
heimili Hjalta og Ingi-
bjargar að Engjavegi 43
á Selfossi. Listmunir
Hjalta úr smíðajárni,
kertastjakar og kerta-
krónur, báru logandi Ijós
- vöktu hughrif komandi
hátíðar. Hjalti er líka
kirkjulistamaður.
Sáluhlið Strandarkirkju ber
handverk hans, og fleiri
sáluhlið og kirkjukrónur.
Hendur hans töfra fram
fjöruga tóna, þegar hann
sest við píanóið. „Hjalti er
meistari að laða fram
fjöldasöng," segja vinir
hans og ferðafélagar. Hjalti
er eftirsóttur gleðigjafi hjá
eldri borgurum á Selfossi,
ómissandi píanisti á Sælu-
vikum á Örkinni.
Hjalti frá Reykjum er hann
kallaður, þótt hann hafi búið
á Selfossi í rúma hálfa öld
og byggt þar þrjú einbýlis-
hús. „Eg á heima þar ennþá,
heim að Reykjum fer ég
mjög oft,“ segir þessi 81 árs
unglegi maður, sá ellefti af
þrettán systkinum. Reykja-
ættin er fjölmenn, 700
manns komu á niðjamót fyr-
ir nokkrum árum. „Bræður
mínir þrír tóku við búinu af
pabba, en nú eru börnin
þeirra tekin við. Þorp er að
myndast á Reykjum, bæirnir
orðnir sex. Barnafjöldi var
Fimir fingur leika við nótnaborð í stofunni heima. Hjalti kann
að töfra fram fjörug lög fyrir gesti sína.
alltaf mikill á Skeiðum,
hjón áttu jafnvel 18-19
börn, voru að framleiða
vinnuafl, þeir sem ekki áttu
börn voru í vandræðum.
Ég ætlaði alltaf að verða
trésmiður, en afar erfitt að
komast í læri, svo að ég tók
próf í eldsmíði. Það var erf-
ið iðn að teygja og toga
hluti í eldinum, en það hef-
ur breyst eins og annað.
Eldsmíði er nú dauð iðn-
grein. Ég vann vetrarlangt
hjá Búrmeister og Wain í
Danmörku og lærði mikið.
Þá unnu þar um 10 þúsund
manns við að smíða alls-
konar hluti í skip. Þennan
vetur voru tíu skip í smíð-
um fyrir Kínverja. Ohemju
stórt fyrirtæki þá. Nú er allt
farið á hausinn.“
Já, Hjalti hefur lifað tímana
tvenna og fæddist ekki með
gullskeið í munni, einn af
þrettán systkinum og þurfti
að bjarga sér út í lífíð. Hvað
skyldi hafa kveikt löngun
hans til iðnnáms? „Afi
minn, Þorsteinn Þorsteins-
son á Reykjum, var góður
járnsmiður. Gæruhnífarnir