Listin að lifa - 15.10.2001, Page 31
Það var myndarlegt kaffiborðið hjá Ingibjörgu Jónsdóttur húsmóður. Allt heima-
bakað og Ijúffengt. Hjalti og Ingibjörg voru útitekin og sælleg, enda nýkomin úr
fimm landa Evrópuferð.
hans voru þekktir. Hann smíðaði líka
skónálar, vasahnífa og margt fleira.“
En tónlistin? „Hún bjó í mér strax
sem krakka. Heima var oft sungið og
spilað, fólkið mitt er mikið söngfólk.
Orgel kom á heimilið þegar ég var átta
ára. Ég var fljótur að ná að spila á það.
Sautján ára var ég einn vetur í námi
hjá Kristni Ingvarssyni dómkirkju-
organista, en þá var ég búinn að
spila svo lengi eftir eyranu
að illa gekk að kenna mér
nótumar. Ég var farinn að
læra melódíuna og prjóna
við hana - og geri það
enn. Að spila af fingrum
fram hentar mjög vel fyrir
fjöldasöng. Allur kraftur
dettur í söngnum, ef menn
þurfa að fletta og leita í
nótnablöðum.
Ég kem oft heilmiklu fjöri í
söng og nýt þess mjög sjálfur. Ég á
margar stundir við píanóið, einkum á
kvöldin, þetta hefst ekki nema með
mikilli æfíngu. Núna er ég að spila á
Örkinni á sparidögum aldraðra."
sýsluna með sýningarvél og skellti
upp kvikmyndasýningu í samkomu-
húsum. Hann var lengi með þetta
ferðabíó og spilaði á böllum.“
Hjalti var nýbúinn að fá nikkuna,
Nikkari á dansleikjum
Hjalti lærði á orgel. Síðan tók
harmonikkan við. „Eiríkur á
Bóli útvegaði mér hana.
Merkilegur maður, Eiríkur.
Alveg blindur, en ferðaðist um
Koparborðplatan
og borðfaetur úr
litla borðinu.
frá Túnis, en stjaki
Hjalta. Jólablær yfir
þegar hann settist á skólabekk á
Laugarvatni í tvo vetur. „Enginn til að
spila á skólaböllum nema ég. Það
þjálfaði mig heilmikið að spila fyrir
170 nemendur. Laugarvatn var einn af
sólskinsblettunum í mínu lífi.
Svo byrjaði ég að spila á böllum
átján ára og var alveg í þessu
1940-’50. Þá var ekki mikið um
harmonikkuleikara, svo að ég var að-
alspilarinn á dansleikjum í Arnes- og
Rangárvallasýslu, ásamt Jonna Kjart-
anssyni og Eiríki á Bóli. Þau voru
fræg þessi böll, slagsmál og fyllirí, en
það hefur breyst eins og annað.“
Hjalti talar ekki um erfiðið - að
standa heilu kvöldin með nikkuna í
fanginu oft fram á morgun, aðeins hve
erfitt hafi verið að komast á staðinn,
engir bílar nema mjólkurbíllinn.
Eitt sinn fékk hann far með ást-
föngnum manni sem vildi svo ekki
fara til baka, af því að stúlkan hans
hélt honum föngnum. í annað skipti
var Hjalti örþreyttur eftir að hafa spil-
að til klukkan sex að morgni. Hann
náði sér í svefnpoka og steinsofnaði
úti á túni. Vaknaði síðan við heitan
andardrátt, forvitin kýr var að sleikja
hann í framan. „Ég gleymi þessu
aldrei,“ segir Hjalti og skellihlær.
„Kýrin vakti mig svo að ég rétt náði í
mjólkurbílinn!“
Selfoss þá og nú
Hjalti byrjaði að læra járnsmíði hjá
Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi árið
1941.
„Ég var fyrsti járnsmíðalærlingur
austanfjalls. Kaupfélagið setti af stað
verkstæði í járnsmíði, rafiðju, renni-
smíði og bílaviðgerðum. Það var
feiknakraftur í þessu. Egill Thoraren-
sen í Sigtúnum, kaupfélagsstjóri, var
engum líkur, enda landsfrægur. Það
var líka hans verk að drífa Þorláks-
höfn upp. Þá voru bara örfá hús á Sel-
fossi og ekkert annað að gera en byrja
að byggja. „Taktu bara út það sem þú
þarft,“ sagði Egill. Kaupfélagið stóð á
bak við allt. Svo borgaði maður bara
vissa upphæð mánaðarlega. Verð-
tryggingin kom seinna.“
Hjalti varð verkstjóri í smiðjunni,
útskrifaði marga lærlinga og vann hjá
Kaupfélaginu í 25 ár. „Svo var ég beð-
inn um að smíða mjólkurtanka fyrir
heimilin hjá Mjólkurbúi Flóamanna.
Mikil bylting í hreinlæti, þegar brús-