Listin að lifa - 15.10.2001, Síða 37
úr frysti 3-4 klst. áður en hann er bor-
inn fram og skreyttur með ferskum
ávöxtum og/eða berjum.
Tótuhlaup
1 dós sýrður rjómi
2 msk. majones
1/2 laukur
1/2 gúrka (skorin í smáa bita)
1 paprika (skorin í smáa bita)
Rækjur eða annað sem andinn innblæs
1 pk. sítrónuhlaup
1 bolli sjóðandi vatn
Hlaupið er leyst upp í vatninu, kælt
dálítið. Majonesi, sýrðum rjóma og
öllu hinu blandað saman við. Hellt í
mót og látið kólna í um 2 klst. Gott t.d.
með ostum og kexi.
Með bestu kveðjum og jólaóskum
cHÍitjtuli& SleinjuksdóUiv,
liitsstjórnarkennari
tf /
wy
Heytnar- og tafmeinastöðvar íslands
Heyrnar- og talmeinastöð íslands HTÍ gegnir fjölbreyttu hlutverki, en fyrst og fremst þjónar hún heyrnar-
skertum og fólki sem býr við talmein. Stöðin er til húsa á Háaleitisbraut I eða Valhallarhúsinu, á 3. og 4.
hæð. Á árinu 2000 leituðu þangað yfir 5000 einstaklingar, sumir oftar en einu sinni, en 60% þeirra eru 67
ára og eldri. Boðið er upp á heyrnarmælingar, læknisskoðun, val heyrnartækja og úthlutun eða sölu
heyrnartækja. Þarna er einnig margkonar kennsla, fræðsla og námskeið fyrir skjólstæðinga HTÍ. Starfsfólk
heimsækir líka hávaðasama vinnustaði og heyrnarmælir starfsfólk, og fylgist með heyrn barna og unglinga
í skólum. Starfsemin er bæði fróðleg og umfangsmikil, en jafnframt krefjandi. Því hef ég kynnst vel fyrstu
fimm mánuði mína í nýju starfi sem framkvæmdastjóri stöðvarinnar.
Talsverð vinna hefur verið lögð í að
bæta alla aðstöðu til að geta tekið
vel á móti skjólstæðingum og
framundan eru lagfæringar á mót-
töku og biðstofu. Lögð er áherslu á
faglega framkomu starfsfólks og að
allir fái góða þjónustu. Við keppum
sífellt að því að bæta okkur, og
fögnum að sjálfsögðu góðum at-
hugasemdum.
í sumar og haust hafa staðið yfir
miklar umræður við heilbrigðisráð-
herra og starfsfólk ráðuneytisins um
fjármál og faglega þjónustu HTÍ, en
góð samvinna er á milli okkar. Hlut-
verk stöðvarinnar er stöðugt til um-
ræðu, ekki síst vegna fyrirhugaðrar
lagabreytingar. Nú hefur nýtt frum-
varp verið lagt fram á Alþingi sem
fjallað verður um á næstu dögum.
Þar má sjá ýmsar breytingar frá
fyrri lögum um HTI, en tilgangur-
inn er að skýra hvaða hlutverki
stöðin á að gegna og auðvelda
starfsfólki að sinna því. Ljóst er að
heilbrigðisráðherra hefur mikinn á-
huga á að bæta aðstöðu HTÍ og
skjólstæðinga hennar.
HTI hefur verið gagnrýnd með
réttu fyrir langa biðlista eftir heym-
artækjum. Nú em yfir þúsund manns
á biðlistum og margir hafa mátt bíða
í allt að eitt ár. Þetta er óviðunandi
ástand fyrir heyrnarskerta, en áætl-
un hefur verið lögð fram um hvern-
ig stytta megi biðlistana á næstu
mánuðum. Frá og með I. september
2001 var opnunartími heyrnar-
tækna/fræðinga í ráðgjöf og sölu
heyrnartækja lengdur á þriðjudög-
um og fimmtudögum, auk þess sem
boðið er upp á tíma á laugardögum.
Fleira er í undirbúningi til að
koma betur til móts við skjólstæð-
inga HTÍ. en allar breytingar verða
kynntar jafnóðum. Ljóst er að aukið
fjármagn þarf að koma til svo að
hægt sé að stytta biðlistana. Á
næstu mánuðum er mjög mikilvægt
að leggja drög að stefnumótun og
framtíðarhlutverki HTÍ. Hvemig
best er að skipta upp starfseminni,
hverjar megináherslur eiga að vera
og hvar brýnast er að efla og styrkja
starfið. Af mörgu er að taka, verk-
efnin eru óþrjótandi. En með sam-
stilltu átaki starfsfólks HTÍ og heil-
brigðisráðuneytis, annarra sérfræð-
inga og hagsmunaaðila, tel ég að
stöðin eigi mikla möguleika á að
geta mætt væntingum og þörfum
þeirra sem til hennar leita. Jafn-
framt á hún að geta tekið við nýjum
verkefnuin til heilla fyrir skjólstæð-
inga sína í framtíðinni.
SirjwÁm SrueAjö’tnsdátU'v,
framkvœmdastjóri HTÍ