Listin að lifa - 15.10.2001, Side 38

Listin að lifa - 15.10.2001, Side 38
Jæja, þá er nú loksins búið að ákveða að fara í ferðalag. |á, ferðalag eldri borgara. En hvert? |á, hvert haldið þið? „Okkur er boðið til Vestmanna- eyja." En hvernig skal fara? „Panta flugvél og fljúga beint!" var ein svo herská að segja. Og allir sögðu í kór: „Fljúga! |á, það skulum við gera." Fjöldi: 44. Enginn ágreiningur. Húrra! En sá sem öllu réð var þögull, en hugs- aði: Það verður ekkert af þessu, það veit ég. Það var nú verra því að þá hætta svo margir við að fara. Mikið gekk á, síminn rauðglóandi. „Heyrðu, það er rok í Eyjum og flugi seinkað.“ Þannig gekk þetta þrisvar til fjórum sinnum. Símafólkið orðið hálfpirrað, þegar flugi var aflýst. Þráðurinn var tekinn upp á ný, margir voru ákveðnir í að fara þessa ferð, en hópurinn þynntist þar til eftir voru 23-24. Enn einn heltist úr lestinni, það voru mikil vonbrigði. Upp rann fagur júnídagur, logn og sólskin. Við ákváðum að fara með Baldri til Stykkishólms, þaðan með rútu til Reykjavíkur og þar ætluðum við að gista. Þar dreifðist hópurinn, en áður var ákveðinn mætingartími dag- inn eftir. Allir mættu á réttum tíma og af stað var haldið, í sama farartæki, til Þorlákshafnar, þar sem við fórum um borð í Herjólf. Einmuna logn. Skipið leið áfram. Allir voru í besta skapi. Fóru í könnunarferðir um skipið, fengu sér kaffi. Sumir spiluðu á spil. Aðrir ræddu um menn og málefni. Já, Kiddý og Bjarni fóru til Eyja í rokinu, þegar ekki gaf fyrir okkur og sögðust hafa notið ferðarinnar. Við vorum svo- lítið leið að missa af þeim. Við erum loksins komin til Eyja. Vel er tekið á móti okkur og við boðin velkomin. Rútan er á hafnarbakkanum og bílstjórinn, glaðvær og mælskur mjög, bæði á íslensku og færeysku. Og nú var gaman. Mikið hlegið að óborganlegu bröndurunum sem ultu út úr honum. Hann sagði mikið frá Heimaey og benti okkur m. a. á húsið hans Áma Johnsen. Það er nú ansi glæsilegt, að ég tali nú ekki um tóft- irnar. Ekki meira um það. Nú kom að því að skipta hópnum. Það sýndi vel hve glöggur bflstjórinn var, að hann skyldi velja fjórar konur og einn karl saman í gistingu. Aum- ingja karlinn! Hann setti upp fallegt bros og flýtti sér út úr bílnum, en var kallaður til baka, því að stundin var ekki runnin upp. Þetta sagði sitt. Kon- urnar sátu dularfullar á svipinn og ekki gott að spá í, hvað þær hugsuðu. Á svefnstað voru sumar settar í kjallarann, aðrar á næstu hæð fyrir ofan. Sumar fengu tvíbreið rúm, en hvers vegna veit ég ekki. Karlinn var settur efst uppi og var kallaður skor- steinskarlinn. Aldrei fréttist um hvort hann lék jólasvein. Þið vitið að jóla- sveinninn er ekki í vandræðum að komast niður eða það var mér sagt þegar ég var lítil. Karlinn leit alltaf jafn vel út, broshýr og óþreyttur. Aumingja tvíhleypurnar fengu að rogast upp sex stiga með töskurnar sem allar óskuðu sér að væru léttari. Alltaf eru það þessi blessuð föt. Næsta dag vaknaði einn duglegur eiginmað- ur, hnippti í konu sína og út fóru þau í góðan göngutúr. Hinir létu sér nægja að mæta bara í morgunmat. Svo var tekinn upp þráðurinn sem frá var horfið deginum áður. Við stig- um upp í rútuna og af stað var haldið. Bílstjórinn var jafn skemmtilegur og áður, með landslagslýsingar og brand- ara. Við sáum mjög fallegan lund sem eldri hjón höfðu ræktað upp úr hraun- inu með smekkvísi, elju og dugnaði. Hugsið ykkur! Við stoppuðum á Stórhöfða og þar var logn og sólskin. Óvenjulegt. Svo hófst siglingin í kringum eyj- una, með stoppi í hellinum, þar sem músíkin hljómaði svo yndislega, draumi líkust. Þegar við lentum við bryggjuna að ferðalagi loknu var kall- að upp að Vestfirðingarnir ættu að fylgja Rósu. Já, Rósa gekk eins og hind með hópinn á eftir sér. Og sjá! Var ekki þarna bfll hlaðinn kaffi, kleinum og pönnukökum, og okkur sagt að gera svo vel. Þetta var nú punkturinn yfir I-ið. Ástarþakkir. Fyrir þessu stóðu Rósa Sigurjóns- dóttir, Kristín Haraldsdóttir, ásamt eiginmanni sínum, og Hildur Magnús- dóttir. Við fórum á söfnin og skemmt- um okkur við að skoða allt sem þar var, ekki síst fiskasafnið. Ekki má gleyma Jóa á Hólnum og húsinu hans. Karlinn lék við hvern sinn fingur og talaði mikið. Gaman var að hlusta á hann og skoða það sem húsið hans geymdi, fallega handavinnu og blóm. Ein gat ekki á sér setið og kleip eitt blað af skógarkaktusnum sem var mjög fallegur. Nú er Jói dáinn og er beðinn að fyrirgefa þeirri syndugu. Gaman var líka að heimsækja eldri borgara og sjá aðstöðuna þeirra. Alveg einstakt hvað þetta fullorðna fólk er ungt í anda. Um kvöldið var slegið upp balli og dansað með miklum tilþrifum. Ekki nóg með það, heldur tóku nokkrir sig til og fóru á „pöbbinn1'. Daginn eft- ir höfðu þessi grey ekkert til að hressa sig á nema nokkra brjóstsykurmola. í upphafi skal endinn skoða. Fall er far- arheill, stendur einhvers staðar. Þannig var það með þessa ferð sem ég held að sé öllum í fersku minni, enda mjög ánægjuleg. Ferðafélagar í Birtu á Patreksfirði senda kveðju til Vestmannaeyinga, með kœrri þökk fyrir ánœgjulega daga.

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.