Listin að lifa - 15.10.2001, Page 42

Listin að lifa - 15.10.2001, Page 42
Sameiginlegur kjarafundur Félög eldri borgara í Hafnarfirði, Kópavogi, Carða- bæ og Bessastaðahreppi héldu sameiginlegan fund í safnaðarheimilinu Kirkjulundi í Carðabæ, laugar- daginn 3. nóvember s.l., um kjaramál eldri borg- ara. Fundurinn stóð í rúma þrjá tíma og var fjöl- mennur. Reynir lónasson lék á píanó meðan fund- argestir komu sér fyrir. Óskað liafði verið eftir því að allir þingmenn kjördæmisins kæmu á fund- inn, svo og fulltrúar Frjálslynda flokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, og gerðu þar grein fyrir sínum stefnumálum og svöruðu fyrirspurnum. Á fundinn mættu ráð- herrarnir Árni M. Mathiesen og Siv Friðleifsdóttir, og þingmennirnir Guð- mundur Árni Stefánsson, Gunnar I. Birgisson og Þórunn Sveinbjarnardótt- ir. Svanhildur Kaaber, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar, var líka fund- argestur. Þau fluttu öll kveðjur frá þingmönnum sem ekki gátu komið vegna starfa annars staðar. Hjalti Einarsson, formaður félags eldri borgara í Garðabæ, setti fundinn og bauð ráðherra, þingmenn og aðra gesti velkomna. Hann skipaði Helga K. Hjálmsson, varaformann LEB, fundar- stjóra. Benedikt Davíðsson, formaður LEB, flutti ávarp, en framsögumenn voru: Þórir Daníelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verkamannasam- bandsins, Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi ís- lands, og Karl Gústaf Ásgrímsson, for- maður Félags eldri borgara í Kópavogi. Þórir Daníelsson gerði grein fyrir greiðslum til ellilífeyrisþega úr al- menna tryggingakerfinu og bar saman við aðrar lífeyrisgreiðslur og almenna launaþróun. Rannveig Sigurðardóttir skýrði frá athyglisverðum niðurstöðum sem fram komu á ráðstefnu ASÍ, Hvert viljum við stefna, sem haldin var í mars s.l. Þar kom margt áhugavert fram, t.d. skýringar Joakims Palme, prófessors við Stokkhólmsháskóla, og samstarfsmanna hans, á fímm mis- munandi velferðarkerfum sem sýndu fram á að jafnar greiðslur til allra frá almannatryggingum, án skerð- ingar, leiða til bestu og jöfnustu lífs- kjara eftirlaunaþega. Rannveig ræddi um nauðsyn þess að einfalda ís- lenska kerfið, sem væri of þungt í vöf- um. Karl Gúst- af Ásgríms- son talaði um launaþróun síðustu 20 mánaða og fór yfir hvað gerst hefði í málum ellilíf- eyrisþega frá fundinum í fyrra. Hann nefndi mörg dæmi um að eftirlaunafólk hefði verið afskipt í launahækkunum undanfarið og beindi ákveðnum spumingum til þeirra stjómmálamanna sem mættir voru. Þingmenn, ráðherrar og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar tóku allir til máls og lýstu kostum stefnu flokka sinna í málum aldraðra, en svör þeirra við spurningum Karls Gústafs voru heldur fátækleg. Athygli vakti þó þeg- ar Árni M. Mathiesen ráðherra sagði að niðurstaða rannsóknanna,^ sem fjallað var um á ráðstefnu ASÍ, gæfi sér nýja sýn á þessi mál, sér þætti ánægjulegt að niðurstöðurnar væru í anda þess sem kæmi fram í ályktun landsfundar Sjálfstæðismanna um málefni aldraðra. Þannig kom hann sér hjá því að svara spurningu Karls um hvort þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins myndu á þessu þingi bera fram frumvarp í samræmi við samþykkt landsfundarins um málefni aldraðra. Fleiri spurningum var beint til þing- manna, sem þeir svöruðu mjög mis- jafnlega. Fram kom hjá fyrirspyrjend- um úr sal, að áhugi virðist vera á fram- boði eldri borgara í næstu kosningum. Þegar Karl Gústaf Ásgrímsson hafði tekið við fundarstjórn, kvaddi Helgi K. Hjálmsson sér hljóðs, ávarp- aði þingmenn og flutti nokkur hvatn- Helgi K. Hjálmsson og Benedikt Davíðsson, formenn LEB, við ræðupúltið andspænis fundargestum. ingarorð til þeirra. Hann benti þeim á, að þeir sem lagasmiðir skapi það um- hverfi að bæði ungir sem aldnir geti lifað bæði við fjárhagslegt og umönn- unarlegt öryggi, og geti átt ljúft og gott ævikvöld, lausir við fjárhags- og afkomuáhyggjur. Það helsta sem þyrfti að lagfæra strax, svo sem að hækka skattleysismörk, fjölga skatt- þrepum, hækka og lagfæra greiðslur úr almannatryggingum, lífeyrisþegar greiði aðeins fjármagnstekjuskatt af þeim hluta lífeyrisgreiðslna sem myndaðar eru af fjármagnstekjum, en umfram allt að „Með lögum skal land byggja". Helgi átti þar greinilega við það sem hann taldi lögbrot stjórnvalda í garð eldri borgara. Karl Gústaf Ásgrímsson þakkaði ráðherrum, þingmönnum og öðrum fundargestum fyrir frábæran fund og sagði að áætlað væri að slíkir fundir yrðu ár hvert fyrsta laugardag í nóv- ember. Næsti fundur yrði því 3. nóv. 2002. Hann sagði síðan fundi slitið. 9(álm(u'Su* ctftuíimmdsdáUii/, ritari FEB í Garðabœ 42

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.