Listin að lifa - 15.10.2001, Qupperneq 44

Listin að lifa - 15.10.2001, Qupperneq 44
Þegar ráðamenn ræða um elstu kynslóðina í dag er líkt og maður sé staddur við jarðarför, líklega vel heppnaða. Svo fagurt er talað að fólk heldur vart vatni og steinar gráta. Ekkert er of gott fyrir þessa eldri kynslóð. Hún nútímavæddi íslenskt þjóðlíf, reiddi fram fjármuni til fiskiflota og virkjana, verksmiðjubygginga, sjúkrastofnana, hjúkrunar- heimila, skóla og annarra stofnana og færði ísland í hóp velferðarríkja og auðugustu þjóða heims. Stritaði og sleit myrkranna á milli. Umvafði börnin hlýju og styrk, leiðbeindi og var góð fyrirmynd fyrir unglinga. En krafðist aldrei neins. Amen. Já, íslenska þjóðin er í hópi tíu auðug- ustu þjóða heims og hefur verið svo lengi. Stendur jafnvel betur í því efni en ýmsar aðrar Norðurlandaþjóðir. Þetta gleymist oft í niðurskurðarræð- um margra ráðamanna. En hvernig er ástandið? Hver er staðan? Lífskjara- vandi á íslandi er umtalsverður, sér- staklega meðal lágtekjufólks svo sem margra einstæðra foreldra, öryrkja og margra el I i lífey risþega. Niðurstöður ríkisskattstjóra: Við leitum í vaxandi mæli upplýsinga hjá opinberum stofnunum. Treystum ekki ráðuneytum. Sem dæmi má nefna að samkvæmt upplýsingum frá ríkisskatt- stjóra búa nær 40% ellilífeyrisþega við framfærslutekjur undir lágmarks- framfærslu. Nær 1200 ellilífeyrisþegar hafa undir 50.000 kr. í mánaðartekjur og 7160 ellilífeyrisþegar hafa undir 75.000 kr. Forsætisráðherra viður- kenndi á fundi með samráðsnefndinni í ár, að þetta væru réttar tölur. Kaupa stjórnmálamenn aldrei í matinn? Fram að þessu hefur verið deilt um staðreyndir. Ekki afleiðingu staðreynda. Yfir 84% hafa tekjutrygg- ingu sem staðfestir takmarkaðar líf- eyrissjóðstekjur þeirra. Þetta stangast á við 76. grein stjórnarskrárinnar, að áliti tveggja lagaprófessora, og máls- höfðun er í gangi eina ferðina enn. Skattleysismörk eru svo lág, að ríkið hirðir verulega skatta af öryrkjum sem einungis lifa af 80.000 krónum. Hvernig lifa menn á 70.000 kr. á mán- uði? 25% öryrkja búa í leiguíbúðum. Vandi lágtekjustétta er útbreiddari og meiri en hjá grannþjóðum. Aðalorsakir vandans eru lágur líf- eyrir, lág laun og víðtækar tekjuteng- ingar þar sem þröskuldurinn er settur svo lágt að stór hópur manna lifir ekki við lágmarkskjör. Aftur segi ég: Þetta stenst ekki lög! Ef bótaþegar freistast til að vinna sér inn meira fé, missa þeir bætur og standa jafnfátækir eftir í fátækragildru. Fátækragildan er mun opnari á íslandi en meðal grannþjóða og dregur úr fólki dug og kjark. Frá 1991 hefur orðið 20% gliðnun milli kaupmáttar ellilauna og almennrar launaþróunar í landinu. Við höfðum krafist leiðréttinga en fengið smásporsl- ur. Litlu skiptir hverjir eru við stjóm. Leiðréttingar hafa náðst með málaferl- um sbr. öryrkjadóminn, sem lögmenn launaðir af valdhermm snem út úr. Það var dómur hæstaréttar. Ég endurtek: Það var dómur hæstaréttar! Nú er enn eitt málið í uppsiglingu, um skattlagningu ávöxtunarþáttar lífeyrissjóðsgreiðslna. Hér verður væntanlega að grípa til harðra málaferla eina ferðina enn. Bankamálin: Við hjá FEB heyrum oft kvartanir eldra fólks yfir lágum vaxtagreiðslum. Við komumst að því að um 60% af sparifé bankanna er í eign 60 ára og eldri. Eigi að síður kom í ljós í bréfi, undirrituðu af félagsmála- ráðherra og flestum bankastjórum, að 70 ára og eldri væru ekki að öllu jöfnu æskilegir ábyrgðarmenn að lánum fyrir börn sín. Við áttum fundi með banka- stjórum og sýndum þeim bréfið. Eng- inn vildi eiginlega kannast við bréfið. Furðuleg upplifun. Hvað mega menn hafa há laun til þess að segja ósatt? Við kröfðumst hæstu vaxta á jafnvel minnstu innlán - áður þurfti 250-500.000 sem innlán. Og viti menn, bankarnir gáfu sig. Nú fá menn hæstu vexti, rúm 11%, það er 5.14% raunvexti án allrar bindingar, sumir bankar krefjast enn lágmarksinni- stæðu. Þetta sýnir, að við getum náð árangri ef við stöndum saman, sjá októberblað „Listin að lifa“. Fyrrnefnt bréf hefur nú verið tekið til endur- skoðunar af hálfu banka, neytenda- samtaka og félagsmálaráðherra. Nú eiga allir, jafnt ábyrgðarmenn og greiðendur lána, að gangast undir greiðslumat. Efri aldursmörk ábyrgð- armanna 70 ára og eldri falla út. Við fögnum þessum breytingum. Hvernig eru svo viðbrögðin við óskum okkar? Á landsþingi aðalstjóm- arflokksins, árið 1999, kom fram og var samþykkt að afnema skyldi tekju- tengingu lífeyrisgreiðslna almanna- tiygginga meðal ellilífeyrisþega. I stað grunnlífeyris, tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimil- isuppbótar eigi sérhver einstaklingur rétt á tilteknum ellilaunum á mánuði sem ekki verði skert með neinum hætti. Ég endurtek: Ekki skert með neinum hætti og að eftirlaun taki ár- lega breytingum í samræmi við verð- lagsbreytingar. En ekkert hefur gerst. Um skattlagningu á ávöxtunarþætti lífeyrissjóðsgreiðslna stóð í samþykkt- um flokksþingsins frá 1999 að þeir styddu ki'öfur um eðlilega skattlagningu á ávöxtun lífeyrisgreiðslna, en nú, árið 2001, er þetta nokkuð lauslega orðað. Stuðningur sem náðst hefur er með und- irbúningi að málarekstri. Af þessu má 44

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.