Listin að lifa - 15.10.2001, Blaðsíða 48
uðurinn varð bara meiri. Þegar þeir
komu að kirkjunni, sneru þeir við,
horfðu niður aðalgötuna og til sjávar,
stefndu svo til skips.
Allt í einu heyrðu þeir rödd sem
sagði: „Góða kvöldið, piltar mínir!
Eruð þið að leita að einhverjum?“
Þarna stóð prúðbúin kona með svuntu,
komin yfir miðjan aldur. „Nei, nei, við
vorum bara að fá okkur frískt loft eftir
matinn,“ sögðu ungu mennirnir.
„Komið aðeins inn og fáið ykkur
kókósopa hjá mér.“
„Það er alveg óþarfi, við eru búnir
að borða.“ „Nú, ekki getur bolli af
kókói gert ykkur illt.“
Ungu mennirnir litu hvor á annan
og gengu síðan upp tröppurnar. Þeir
tóku í hönd konunnar, sögðu til nafns
og niundu að segja: „Gleðileg jól.“
Hún bauð þeim að ganga í bæinn. Þeir
voru nú hálfkjánalegir í sjóstígvélun-
um, sem þeir skildu eftir í anddyrinu,
en fylgdu svo konunni til stofu. Þar
var fleira fólk sem hún kynnti: „Sonur
minn, dóttir mín, tengdasonur, tengda-
dóttir og þetta eru englabörnin fimm
hennar ömmu sinnar.“ Börnin voru
sennilega á aldrinum þriggja ára til
tólf ára. Öll tóku þau hönd piltanna og
sögðu: „Gleðileg jól.“ „Verið vel-
komnir, fáið ykkur sæti,“ sagði konan.
Stofan var ekki stór en falleg. I her-
bergi við hliðina stóð ljósum tendrað
jólatré.
Ungu mennirnir settust og voru lít-
illega spurðir um hagi sína. Þeir svör-
uðu skilmerkilega og kurteislega, en
yfirheyrslan varði ekki lengi, „Gjörið
svo vel að fá ykkur kökubita og kókó.
Við ætluðum að fara að byrja.“ Þarna
var mikil veisla. Jólakaka með rúsín-
um og súkkati. Fimmlaga vínarterta
með sultu. Brún fjögra laga súkkulaði-
terta með hvítu kremi. Og minnst
fimmtán smákökutegundir. Andrúms-
loftið var afslappað og ungu mennirn-
ir losnuðu við feimnina og nutu góð-
gerðanna af hjartans lyst.
Þegar allir höfðu fengið nægju sína
af því sem fram var borið, sagði kon-
an: „Við vorum nú búin að ganga
kringum jólatréð, en ég finn að litlu
skinnin mín myndu gjarnan vilja fara
einn hring í viðbót, þið ættuð að vera
með.“ Allir tókust í hendur og börnin
vildu fá að leiða gestina. Síðan var
byrjað að syngja jólalög, fyrst „Heims
um ból“ og síðan kunn lög eins og
„Gekk ég yfir sjó og land.“
Núna fannst piltunum kominn tími
til að þakka fyrir sig og kveðja. Þeir
tóku í hönd allra og þökkuðu fyrir
samveruna. Konan fylgdi þeim til
dyra. Þeir fóru í sjóstígvélin sín og á
tröppunum rétti konan þeim sinn
hvorn pappírspokann og sagði: „Við
áttum ekki von á gestum svo að það
eru engar jólagjafir, en hérna eru
nokkrar smákökur og súkkulaðibiti,
svona til þess að maula á leiðinni.“
Pokunum var lokað með gylltu bandi
og í bandinu hékk lítil, gyllt pappa-
stjarna. Síðan kyssti hún þá á kinnina
og sagði: „Guð veri með ykkur og
skilið kveðju héðan að vestan til ykkar
nánustu.“
Ungu mennirnir tóku þétt í hönd
konunnar, kvöddu og þökkuðu inni-
lega fyrir sig. Á leiðinni til skips varð
þeim litið til baka. Konan stóð enn á
tröppunum og horfði á eftir þeim. Hún
veifaði í kveðjuskyni, hvarf svo inn í
húsið og dyrnar lokuðust. Þeir gengu
hægt niður götuna. Frá neðsta íbúðar-
húsinu heyrðist hljóma út um opinn
glugga:
Bjart er yfir Betlehem,
blikar jólastjarna,
stjarnan mín og stjarnan þín,
stjarnan allra barna...
Tunglið óð í óveðursskýjunum yfir
fjallinu og þeir sáu glitta í skæra
stjörnu hátt á himni. Hún blikaði eins
og hún væri bara að sýna sig fyrir þá.
Þeir litu hvor á annan og hvor hugsaði
sitt. í skipinu lögðust þeir til hvíldar.
Merkilegur og góður dagur var að
baki. í hjörtum þeirra ríkti hinn sanni
jólafriður og þannig liðu þeir inn í
svefninn.
Klukkan sex á jóladagsmorgni var
kallað „ræs!“ Landfestar voru leystar
og haldið út fjörðinn. Athygli vakti að
hinir togararnir sýndu ekkert fararsnið
svo reynt var að leita frétta. Jú,
ákvörðun hafði verið tekin um að
hætta veiðiferðinni og halda heim.
Veðurspáin gerði ráð fyrir áframhald-
andi stormi.
Veðurbitnir karlarnir litu hver á
annan og sögðu á fagmáli sjómanns-
ins: „Helvítis útgerðin!“ Ungu menn-
irnir fylltust tilhlökkun. Kannski næðu
þeir öðrum jóladegi heima með sínum
kærustu. En þrátt fyrir allt höfðu þeir
upplifað nokkuð sem myndi fylgja
þeim alla tíð - hinn sanna jólaanda. Ef
til vill tækist þeim að skapa hann
heima hjá sér. Það yrði framtíðin að
leiða í ljós.
Minningar margar sækja á,
hver um sig mynda sitt gildi.
En aðrar er sköpum skiptu, þær ná
síður fram þó feginn ég vildi.
Skrifað 12.10. 2000
sdtli éAqií&ts&oii
Píparar, píparar...
í kólnandi tíð eru píparar eftir-
" sóttasta stéttin. Ofnar hitna ekki,
vaskar og kranar stríða fólki og
fleira. Neyðarkallið er frá Silfurlín-
^ unni vegna skorts á pípurum til að
halda hlýju á fólki í vetrarkuldanum.
Píparar hafið endilega samband!
Silfurlínan svarar í síma: 588-21 I I
mánudaga og miðvikudaga kl. 10-12
fyrir hádegi.
Vinur og
ferðafélagi
I vinadálkinn eru
þegar komin nokkur
nöfn áhugaverðra kvenna
sem sitja einmana heima, en
langar til að eignast vin og félaga. Dans, ferðalög,
tónlist og leikhúsferðir eru ofarlega á óskalistan-
um. Einmana karlar! Verið nú herralegir við
dömurnar og sendið inn nöfn ykkar.
48