Listin að lifa - 15.10.2001, Page 50
Tengdadóttir mín hringdi frá Reykja-
vík ii. september og tilkynnti að Auð-
ur dóttir sín væri að fara inn á fæð-
ingardeild. Hún átti von á sínu fyrsta
barni, ég ætlaði að vera viðstödd og
sem betur fór var flug ekki afstaðið
héðan frá Bíldudal.
Veður var eins og best verður á kosið,
logn og sólskin, eins og oft er hér á
Bíldudal. Flugvélin flaug sem leið lá
upp úr suðurfjörðum Amarfjarðar og
yfir Reykjafjörð - bæinn sem ég fyrir
50 árum fór til í mína fyrstu ljósmóð-
urferð. Sú ferð rifjaðist upp á leiðinni
suður. Ferðamátinn var að vísu annar
þá, en eftirvæntingin sú sama. Skyldi
allt ganga vel? Það vissi maður aldrei.
Ég náði í tæka tíð upp á fæðingar-
deild, þar sem ég lærði ljósmóður-
fræði fyrir hálfri öld. Lítil stúlka
fæddist kl. 14.00. Gleði og hamingja
skein af nýbökuðum foreldrum og
langamman fór ekki varhluta af því.
Mig langar að segja frá tengslunum á
milli okkar. Fyrir 40 árum tók ég á
móti lítilli stúlku hjá Pálínu Bjarna-
dóttur. Þessi stúlka varð síðar tengda-
dóttir mín, og 19 árum seinna tók ég á
móti Auði dóttur hennar, og núna
þessari litlu stúlku. Þarna eru komnir
fjórir ættliðir.
Fyrstu ljósmóðurárin mín hér á
Bíldudal voru barnsfæðingar margar
miðað við mannfjölda eða 22-24 á
ári, en svo fór þeim fækkandi. Þessi ár
var ég sjálf að eignast mín börn.
Stundum var hlaupið á milli húsa með
tækin, þegar fleiri en ein kona veikist
sama sólarhring, en það kom oftar en
einu sinni fyrir. Síðar fóru konur að
fara til Patreksfjarðar eða suður í
borgina. Til gamans má geta þess að
ég tók á móti tveimur systrum mínum.
Lífsháski á jólanótt
Fimmtíu ár eru góður spölur í lífi
hvers manns, en þegar litið er til baka
er eins og ýmsir atburðir liðinna ára
hafi gerst í gær, svo ljóslifandi eru
þeir. Ég, sem skrifa þessar línur, bið
ykkur að koma með
mér hálfa öld aftur í
tímann eða til ársins
1951. Það
er 4. októ-
ber, Esjan
er að
leggjast
að
bryggju í
Bíldudal.
Nýja
ljós-
móðirin
er með
skipinu.
Þessa
nótt fædd-
ist dreng-
ur. Mik-
ið var
móðir-
in fegin að
vera búin áður
en þessi nýja
stelpa kæmi —tiL
starfa, og engin
furða. Aðeins nítján ára, útskrifuð 1.
október, fyrir þremur dögum, reynslu-
lítil ljósmóðir, en við urðum góðar
vinkonur síðar.
Nú líður fram til jóla að ekki bar
neitt til tíðinda. En á jóladag, kl. fjög-
ur síðdegis, er barið að dyrum. Fyrir
utan stendur maður að nafni Asgeir
Jónasson, mikið fannbarinn, en úti
geisaði stórhríð. Hann kom með þau
skilaboð til mín frá konu í Reykja-
firði, um 20 km frá Bíldudal, að hún
vænti minnar hjálpar sem fyrst. Eng-
inn sími var þá í Reykjafirði svo að
það þurfti að fara fótgangandi út að
Fossi, um 6 km leið.
Mér brá nú svolítið, vitandi um
veðrið, en spurði hvernig ég kæmist
þangað? „Með bát,“ sagði hann. Ég
sagði ekkert en hugsaði því meira,
veðrið var lítið spennandi til bátsferð-
ar. Ásgeir sagðist ætla að fara og út-
vega bát og skipshöfn. „Ég tala líka
við lækninn,“ sagði hann. Eftir hálf-
tíma kemur hann aftur og búinn að fá
bát og skipshöfn. „Ég fer líka með,“
sagði hann.
Mér var nú miklu rórra. Við fórurn
til læknisins og biðum þar í smástund
þar til allir voru tilbúnir í slaginn.
50