Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Side 8
miðvikudagur 25. júní 20088 Fréttir DV NígeríusviNdl í smáskilaboðum Fjársvindlarar eru farnir að senda SMS-smáskilaboð í farsíma til að reyna að hafa fé af fólki. Guðjón Jóns- son fékk tilkynningu um að hann hefði unnið tæpa eina milljón punda, andvirði tæpra 160 milljóna króna. Full ástæða er til að vara fólk við skeytum af þessu tagi, segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. „Til hamingju, GSM-númer yðar hefur unnið 945.000 pund í far- símahappdrætti, féð er til reiðu.“ Á þessa leið hófust afar sérstök smáskilaboð sem Guðjón Jónsson, rúmlega tvítugur Reykvíkingur, fékk sent í GSM-símann sinn aðfaranótt mánudags. Í framhaldinu er síðan tilgreint veffang sem hinn „heppni“ getur haft samband við til að nálg- ast vinninginn. Aldrei séð símasvindl áður Guðjóni þykir nokkuð ljóst að um einhvers konar svindl sé að ræða. „Ég hef fengið marga svona tölvupósta. Það er alltaf eitthvert Nígeríusvindl. Ég býst við því að þetta sé það líka,“ segir Guðjón og nefnir undarlegt veffang umsjón- armannsins Dericks því til stuðn- ings. Eins og Guðjón bendir á er algengt að svikahrappar sendi tölvupóst til viðtakenda af handa- hófi og reyni að blekkja fólk til að reiða fram kreditkortanúmer sín. Það er hins vegar nýlunda að ís- lenskir farsímanotendur fái áreit- ið þessa leiðina. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeild- ar ríkislögreglustjóra, tekur und- ir það og segist ekki muna eftir að hafa séð Nígeríusvindl í síma áður. Lögreglunni hafa ekki borist kvartanir vegna skeyta á borð við það sem Guðjón fékk. Hafa tapað hundruðum þúsunda En útilokar Guðjón alveg að gæfan brosi einfaldlega við honum og hann hafi dottið í lukkupottinn? „Ég veit náttúrlega ekki fyrir víst hvort þetta sé svindl en ég geri fast- lega ráð fyrir því.“ Ef marka má Helga Magnús hef- ur Guðjón rétt fyrir sér. Hann segist þekkja mynstrið í skeytinu. „Þetta er bara hefðbundið svindl, það er eng- inn að gefa okkur neina peninga út á númerin okkar,“ segir Helgi. Helga þykir líklegt að ef haft væri samband við veffangið í skeytinu yrði send- andinn krafinn um einhvers konar greiðslu til að leysa út vinninginn. Þá væri voðinn vís. Aðspurður seg- ist Helgi halda að þó full ástæða sé til að vara fólk við skeytum af þessu tagi, þá viti flestir að um svindl sé að ræða, líkt og Guðjón. Hann þekki þess þó dæmi að saklaust fólk hafi glatað hundruðum þúsunda í hendur svikahrappa. Þau séu hins vegar teljandi á fingrum annarrar handar. „Það er náttúrlega verið að spila á græðgi fólks,“ segir Helgi. Ekki sá eini Ef svo ólíklega vill til að smáskila- boðin séu ósvikin var Guðjón ekki sá eini heppni, því einn starfsmaður Birtíngs útgáfufélags mætti forviða til vinnu á mánudag með álíka skila- boð í símann. Það er í takt við orð Hrannars Pét- urssonar, upplýsingafulltrúa Vod- afone, sem segist hafa orðið var við fjöldasendingaöldur af þessu tagi í símkerfinu á eins til tveggja mánaða fresti upp á síðkastið. Séu þá eink- um tvær textagerðir notaðar. Ann- ars vegar sú sem nefnd er að ofan og hins vegar keimlík útgáfa þar sem viðtakandanum er lofað 170.000 evrum, andvirði 22 milljóna króna, hafi hann samband. Hrannari þykir líklegt að menn- irnir sem standi að baki smáskila- boðunum sendi skeytin blint út um allan heim og voni að númerin séu virk. „Þessir spammarar eru dug- legir, það verður ekki tekið af þeim,“ segir Hrannar. Þrátt fyrir tilraunir blaðamanns fengust ekki nánari upplýsingar um málið frá umsjónarmanninum Der- ick, sem tilgreindur var í smáskila- boðunum, við vinnslu fréttarinnar. HAfstEinn GunnAr HAuksson blaðamaður skrifar hafsteinn@dv.is „Þessir spammarar eru duglegir, það verður ekki tekið af þeim.“ Guðjón Jónsson Ljóst er að svindlarar reyna allar mögulegar leiðir til að hafa fé af fólki. Vafasamt guðjóni þykir afar ólíklegt að hann hafi raunverulega dottið í lukkupottinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.