Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Page 9
DV Fréttir miðvikudagur 25. júní 2008 9 Áfengisverð myndi standa í stað eða jafnvel hækka ef sala léttvíns og bjórs yrði heimiluð í matvöruverslunum. Úrval víntegunda yrði ekki það sama og neytendur myndu gjalda fyrir breytingarnar, segir formaður Neyt- endasamtakanna. Pétur Blöndal vill að Alþingi fái að greiða loks atkvæði um frumvarp sem lagt hefur verið fram ár eftir ár. Ögmundur Jónasson telur að markaðsöflunum sé vart treystandi, þar sem þau myndu leggja mikla áherslu á að koma áfengi ofan í almenning. ÁFENGISVERÐ LÆKKAR EKKI Verð á áfengi myndi ekki lækka, ef það yrði tekið til sölu í matvöruversl- unum, því áfengisgjöldin yrðu áfram þau sömu. Vöruúrval í stórmörkuð- um og þá sérstaklega á landsbyggð- inni yrði ekki það sama og í verslun- um ÁTVR. Það myndi um leið kippa fótunum undan rekstrargrundvelli fyrir sölu sterks áfengis í sérversl- unum. Síðustu ár hefur frumvarp um breytingar á áfengislögum, sem myndi heimila sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum, verið lagt fram á Alþingi. Frumvarpið hefur hins veg- ar aldrei komið til atkvæðagreiðslu í þinginu, heldur dagað upp í mennta- málanefnd. Skrítið að hafa vit fyrir fullorðnu fólki Pétur Blöndal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á að með því að breyta lögum um sölu og dreif- ingu áfengis myndi helgiljóminn af því hverfa. Áfengi hafi hingað til verið meðhöndlað sem sérstök vara og af- staðan til þess hafi mótast að mörgu leyti af því að þetta væri einhvers kon- ar bannvara. Hann segist ekki búast við verðlækkunum á áfengi í kjölfarið. „Áfengisgjaldið er alltaf mjög hátt og það hefur ekki komið til umræðu að fella það niður. Það yrðu þess vegna engar verðlækkanir. Hins vegar yrðu viðhorf almennings eðlilegri eins og maður sér víða í Mið-Evrópu og á Englandi, þar sem ekki hvílir slíkur helgiljómi eins og á Norðurlöndun- um.“ Hann telur rétt að þingmenn fái að greiða atkvæði um frumvarpið og bendir á að ríkið yrði ekki af tekjum, því vörugjöldin yrðu áfram þau sömu. „Það sem mér finnst skrítið er að á 21. öldinni sé verið að hafa vit fyrir full- orðnu fólki. Það fer til útlanda þar sem reglurnar eru öðruvísi og virð- ist ekki bíða skaða af. Þar að auki má benda á að lyf eru afgreidd í lyfjaversl- unum og þau geta verið jafnvel hættu- legri en áfengi. Ég sé engin rök fyrir að embættismenn séu að afgreiða áfengi frekar en aðrir.“ Vöruúrval ekki hið sama „Þegar ég skoða málið gaumgæfi- lega út frá sjónarmiði neytenda ótt- ast ég að í fyrsta lagi myndi vöruúrval minnka til muna. ÁTVR hefur haldið úti mjög góðu úrvali af léttvíni og bjór og ég hef grun um að verslanir myndu ekki halda úti sama úrvali. Í öðru lagi er álagning ÁTVR mjög lág, þannig að ég er viss um að verð myndi hækka,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna. Hann segist einnig óttast að grundvöllur fyrir sölu á sterku áfengi yrði minni, ef frum- varp um sölu á léttu víni í mat- vörubúðum myndi ná fram að ganga. „Að mínu mati er að- gengi að áfengi ekki vanda- mál,“ segir hann. Þjóðin yrði fyllri Ögmundur Jónas- son, þingflokksformað- ur vinstri grænna, tekur undir með Jóhannesi um að vöruverð myndi hækka og að vöruúrval yrði minna. „Þjóðin yrði ennþá fyllri en hún er núna. Ég hef ekki vantrú á markaðsöflunum, þvert á móti hef ég ofurtrú á því að þau yrðu duglegri að koma brennivíni í þjóð- ina,“ segir hann. Ögmundur spyr hvað myndi gerast í litlum sveitarfélögum á landsbyggðinni, þar sem ÁTVR hefur haldið úti góðu vöruúrvali í verslun- um sínum. „Halda menn að það verði hundrað tegundir þar eins og nú er? Frekar skyldi ég ætla að menn myndu halda sig við eina tegund af vodka, eina rauða og eina hvíta. Frá sjón- arhóli neytandans og frá sjónarhóli skattborgarans sé ég ekki forsendur fyrir því að breyta þessu.“ Hann bendir einnig á að út frá lýð- heilsusjónarmiðum, yrði breytingin ekki góð. „Eftir því sem rauðvínið fær- ist nær steikinni, í matvörubúðinni, því hraðar gengur lagerinn út.“ Ög- mundur hnýtir einnig í frjálshyggju- fólk, sem hefur barist fyrir því að áfengi yrði selt í matvöruverslun- um. „Ætti þetta fólk ekki að finna sér eitthvað verðskuld- að að berjast fyrir?“ Flókið „Ég tel að þetta myndi auka veltuna í matvöru- verslunum sem yrði til þess að lækka vöruverð eða jafna út kostnað við að koma öðr- um vörum á markað,“ segir Jóhannes Jónsson, kaup- maður í Bónus. Hann býst við því að strangar reglur yrðu um afgreiðslu áfeng- is í matvöruverslunum og í verslunum Bónuss starfi ungt fólk og því sé ekki víst að allir gætu tekið að sér að selja áfengið. „Ég geri mér ekki grein fyrir hvort lækkunin yrði mikil. Lágmarskverð yrði vafalaust sett á bjór og vín og þetta yrði vara sem okkur myndi ekki leyfast að fara með í til- boðsstríð. “ „Það yrðu þess vegna engar verðlækkanir. Hins vegar yrðu viðhorf al- mennings eðlilegri eins og maður sér víða í Mið-Evrópu og á Englandi, þar sem ekki hvílir slíkur helgiljómi eins og á Norðurlöndunum.“ ValGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valur@dv.is léttvín Áfengisgjöld yrðu áfram þau sömu þó léttvín og bjór yrðu seld í matvöruverslunum. Jóhannes Gunnarsson „að mínu mati er aðgengi að áfengi ekki vandamál.“ Ögmundur Jónasson „Þjóðin yrði ennþá fyllri en hún er núna.“ Pétur Blöndal „Það sem mér finnst skrítið er að á 21. öldinni sé verið að hafa vit fyrir fullorðnu fólki.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.