Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Page 22
miðvikudagur 25. júní 200822 FERÐIR DV xxxxxxxxxxx xxxxxxxxxx FERÐamolaR lUMIÐ AllTAF Á SPIlUM Það ætti ekki að koma neinum á óvart ef það rignir á ferðalagi um ísland. Þá er úr vöndu að ráða því flest er skemmtilegra að gera í sól. Þess vegna getur verið gott að hafa spil í bílnum og geta stoppað í næstu sjoppu og spilað saman. Þó foreldrunum leiðist rigningin finnst flestum börnum alveg jafnskemmtilegt í sundi þótt það rigni. Ef það rignir lengi er alltaf hægt að elta góða veðrið, eða í það minnst reyna. gÍTARINN ÓMISSANDI Það er ómissandi að hafa gítarinn með í ferðalagið, það er að segja ef einhver kann að spila á hann. í bókabúðunum fást litlar gítarbækur með mismunandi áherslum. Þar er hægt að fá lagasafn villa vill, krakkalögin, útilegulög, Stuðmannalög og margt fleira. Á björtum sumarkvöldum er dásamlegt að sitja í góðra vina hópi og kyrja saman íslensku útilegulögin eftir að hafa belgt sig út af grillmat. Þá er bara að muna að sýna öðrum tjaldgestum tillitssemi. leyNDARMÁl Í NÁTTúRUNNI víða um landið leynast náttúrulegir heitir pottar. Sem dæmi er heitur lækur í reykjadal inn af Hveragerði, heit laug á grettisslóðum í Skagafirði og heitur pottur í leynum djúpt inni í Eyjafirði. Það getur reynst þrautin þyngri að komast allur ofan í slíka dásemd því hitastigið er stundum nokkrum gráðum heitara en okkur þykir æskilegt. Því er best að fara að öllu með gát og muna að ganga frá á eftir sig, það er afar óspennandi að dýfa tánum ofan í hveravatn í bland við sígarettuösku. TÓNlISTIN Í bÍlNUM Ef halda skal í langferð er ein s gott að huga að tónlistinni sem spila skal í lö ngum bílferðum. Oft getur reynst erfitt að ná sam bandi við útvarps- stöðvarnar ef maður er kom inn lengst upp á hálendið og það er eins gott að bílstjórinn missi ekki athyglina við aksturinn til að leita að réttu útvarpsstöðinni. Ef fjölskyldu meðlimir eru á öllum aldri getur verið sniðu gt að skrifa nokkra geisladiska með uppáhaldsl ögum fjölskyldumeð- lima til að allir fái að hlusta á tónlist við sitt hæfi og enginn verði súr. nýverið kom líka út hjá Senu box með fimm geisladiskum sem nefnast 100 Bestu Lög Lýðveldisins. Þar e r að finna rjómann af íslenskum dægur-, rokk- og popplögum sem komið hafa út í gegnum tíði na og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.