Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Síða 26
miðvikudagur 25. júní 200826 FERÐIR DV Hjá sumum snýst lífið bara um ís... Aðalstræti 3 - Akureyri Þingvellir Staðurinn Þingvellir standa í um hálftíma akstursfjarlægð frá reykjavík. Þeir standa norðan við Þingvallavatn á bökkum Öxarár. Þar eru margar náttúruperlur, þar á meðal landfræðiundrið almannagjá þar sem norður-ameríkuflekinn og Evrópuflekinn mætast. Staðurinn er á heimsminjaskrá unesco. Sagan Þingvellir eru að mörgu leyti söguleg þungamiðja landsins. Þar kom alþingi fyrst saman árið 930, þjóðin var lýst kristin þar árið 1000 og íslendingar lýstu yfir sjálfstæði á Þingvöllum 17. júní 1944. Þjóðargrafreitur íslendinga er á Þingvöllum og eru þar grafnir þjóðskáldið jónas Hallgrímsson og athafnamaðurinn Einar Benediktsson. að Þingvöllum hafa að auki verið haldnar fjölmargar stærstu hátíðir þjóðarinnar. Þannig var til dæmis haldið upp á þúsund ára afmæli íslands- byggðar 1974 þar, þúsund ára afmæli alþingis, ellefu hundruð ára afmæli íslandsbyggðar og lýðveldishátíðina 1994. Þingvellir eru elsti þjóðgarð- ur landsins, stofnaður árið 1930. gunnarshólmi Staðurinn gunnarshólmi er sunnarlega á landinu og stendur milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla í héraðinu sem gengur upp af Landeyjum. Sagan í gunnarshólma átti sér stað einhver eftirminnileg- asta sena nokkurrar íslendingasögu. í njálu segir frá því þegar gunnar á Hlíðarenda hyggst flýja óvini sína af landi brott. Hann er á leið til skips ásamt kolskeggi bróður sínum þegar hann snýr sér við í hinsta skipti í gunnarshólma. Þar sér hann heimahagana blasa við sér, mælir „Fögur er hlíðin,“ og snýr svo aftur að Hlíðarenda þar sem hann mætir örlögum sínum. Skáldið jónas Hallgrímsson samdi svo þjóðernis- kvæðið gunnarshólmi um þann atburð þar sem hann eggjar landa sína áfram í sjálfstæðisbaráttunni og vísar í hugrekki gunnars um leið. Fáir sem lesið hafa kvæðið gætu gleymt niðurlagi þess sem minnir á hinn grasi gróna hólma í annars söndugu víðlendi; „...en lágum hlífir hulinn verndarkraftur hólmanum, þar sem gunnar sneri aftur.“ almannagjá Þeir jarðflekar sem ísland stendur á mætast í almannagjá. Þingvellir náttúruperla, ekki síst Þingvallavatn sem sést á myndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.