Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Qupperneq 26
miðvikudagur 25. júní 200826 FERÐIR DV Hjá sumum snýst lífið bara um ís... Aðalstræti 3 - Akureyri Þingvellir Staðurinn Þingvellir standa í um hálftíma akstursfjarlægð frá reykjavík. Þeir standa norðan við Þingvallavatn á bökkum Öxarár. Þar eru margar náttúruperlur, þar á meðal landfræðiundrið almannagjá þar sem norður-ameríkuflekinn og Evrópuflekinn mætast. Staðurinn er á heimsminjaskrá unesco. Sagan Þingvellir eru að mörgu leyti söguleg þungamiðja landsins. Þar kom alþingi fyrst saman árið 930, þjóðin var lýst kristin þar árið 1000 og íslendingar lýstu yfir sjálfstæði á Þingvöllum 17. júní 1944. Þjóðargrafreitur íslendinga er á Þingvöllum og eru þar grafnir þjóðskáldið jónas Hallgrímsson og athafnamaðurinn Einar Benediktsson. að Þingvöllum hafa að auki verið haldnar fjölmargar stærstu hátíðir þjóðarinnar. Þannig var til dæmis haldið upp á þúsund ára afmæli íslands- byggðar 1974 þar, þúsund ára afmæli alþingis, ellefu hundruð ára afmæli íslandsbyggðar og lýðveldishátíðina 1994. Þingvellir eru elsti þjóðgarð- ur landsins, stofnaður árið 1930. gunnarshólmi Staðurinn gunnarshólmi er sunnarlega á landinu og stendur milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla í héraðinu sem gengur upp af Landeyjum. Sagan í gunnarshólma átti sér stað einhver eftirminnileg- asta sena nokkurrar íslendingasögu. í njálu segir frá því þegar gunnar á Hlíðarenda hyggst flýja óvini sína af landi brott. Hann er á leið til skips ásamt kolskeggi bróður sínum þegar hann snýr sér við í hinsta skipti í gunnarshólma. Þar sér hann heimahagana blasa við sér, mælir „Fögur er hlíðin,“ og snýr svo aftur að Hlíðarenda þar sem hann mætir örlögum sínum. Skáldið jónas Hallgrímsson samdi svo þjóðernis- kvæðið gunnarshólmi um þann atburð þar sem hann eggjar landa sína áfram í sjálfstæðisbaráttunni og vísar í hugrekki gunnars um leið. Fáir sem lesið hafa kvæðið gætu gleymt niðurlagi þess sem minnir á hinn grasi gróna hólma í annars söndugu víðlendi; „...en lágum hlífir hulinn verndarkraftur hólmanum, þar sem gunnar sneri aftur.“ almannagjá Þeir jarðflekar sem ísland stendur á mætast í almannagjá. Þingvellir náttúruperla, ekki síst Þingvallavatn sem sést á myndinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.