Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Side 32
miðvikudagur 25. júní 200832 FERÐIR DV Golfvöllurinn í Vík Perla sem er vert að skoða nánar Fallegur og vel hirtur 9 holu strandvöllur Óviðjafnanlegt umhverfi Góð þjónusta í göngufæri frá vellinum Vorið kemur snemma til Víkur Aðeins 2 klst. akstur frá Reykjavík http://golf.is/pages/klubbasidur/golfklubburinnvik http://www.vik.is/golf.htm Landsmót hestamanna verður með glæsilegasta móti á Hellu í næstu viku. Vegleg skemmtiatriði í boði fyrir alla fjölskylduna og glæsilegustu hestar landsins. Landsmót hestamanna fer fram á Gaddstaðaflötum við Hellu vik- una 30. júní til 6. júlí. Landsmót hafa verið gífurlega vel sótt und- anfarin ár og má búast við mörg þúsund gestum og mörgum glæsi- legustu hrossum landsins. Saga Landsmótanna nær aftur til árs- ins 1950 þegar fyrsta Landsmótið fór fram á Þingvöllum. Þá var að- eins keppt í einum flokki, sem var flokkur alhliða gæðinga, auk kapp- reiða og kynbótasýninga. Næstu áratugi þar á eftir voru Landsmót haldin á fjögurra ára fresti, en árið 2000 tók gildi nýtt skipulag og hafa Landsmótin verið haldin annað hvert ár síðan. Stuð og stemning Þarfasti þjónninn verður ekki sá eini sem mun sjá um að hafa ofan af fyrir fólki. Fjölmargir íslenskir tónlistarmenn munu stíga á svið á Landsmótinu. Má þar nefna æringj- ana í Hjálmum, Merzedes Club og Helga Björnsson, sem mun frum- flytja nýja kántrí-tónlist á mótinu. Þá mun grínistinn Sveppi úr Strákunum á Stöð 2 skemmta fólkinu. Þegar DV ræddi við Jónu Fann- eyju Friðriksdóttur, framkvæmda- stjóra Landsmótsins, var hún stödd á mótsstað að undirbúa mótið, enda rétt tæp vika þar til svæðið verður undirlagt af bæði mönnum og hest- um. Yngsta kynslóðin fær sitt Landsmót hestamanna er fjöl- skylduhátíð, enda verður glæsilegt leiksvæði fyrir börnin sett upp. Þar má meðal annars sjá víkingabardaga, auk þess sem boðið verður upp rat- leiki, hestaferðir fyrir börnin, rólur, sandkassa og margt fleira. Þá munu strákarnir í Svörtum fötum stýra söng- keppni Landsmótsins, þar sem sigur- vegarinn fær að troða upp á stóra svið- inu á aðalkvöldi Landsmótsins. GLÆSILEG VEISLA fyrir hestamenn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.