Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 38
miðvikudagur 25. júní 200838 FERÐIR DV xxxxxxxxxxx xxxxxxxxxx Hvalveiðarnar hafa áhrif Það hefur væntanlega ekki far- ið framhjá mörgum að Íslendingar ákváðu undir forystu Einars K. Guð- finssonar sjávarútvegsráðherra að hefja hvalveiðar á ný í atvinnuskyni. Eru þau fyrirtæki sem gera út á að sýna hvali skiljanlega ósátt við þessa ákvörðun. Heimir segir að Norður- Sigling finni til með kollegum sínum sunnan heiða enda sé veitt á þeirra hvalaskoðunarsvæðum. „Við höfum orðið varir við þá breytingu að hrefnan sést mun minna. Hvort sem það er veiðum að kenna eða ekki skal ósagt látið. Það er ekki veiðum að kenna hérna á Skjálfandaflóa en við teljum að veið- arnar hafi farið illa með hvalaskoðun á Faxaflóa þar sem þeir veiða innan um hvalaskoðunarbátana. Það hefur tvímælalaust farið illa með þau fyrir- tæki. Enda kvarta þeir sáran kollegar okkar þar. Á sínum tíma misstum við nokkra breska hópa, sem komu eingöngu til landsins að fara í hvalaskoðun, vegna veiðanna. Hóparnir komu á mjög dýrmætum tíma á vorin þannig að við höfum misst eitthvað af við- skiptum. Hins vegar hefur öll þessi sprenging í ferðaþjónustu vegið upp á móti. Við höfum fengið aðra hópa í staðinn. Varan sem við seljum er tiltölu- lega ódýr. Við erum því með frekar breiðan markhóp. Það heldur okkur líka gangandi að við fáum inn fleira fólk heldur en það sem kemur aðeins til að fara í hvalaskoðun. Við fáum fólk sem er að leita að sniðugri þriggja tíma afþreyingu og hoppar um borð.“ Hægt að fara í þriggja daga ferðir Framtíðin er björt hjá Norður- Siglingu að mati Heimis. Rekstur- inn er í blóma þrátt fyrir versnandi efnahagsástand. „Við erum í fjöl- breyttum rekstri. Við erum ekki bara í hvalaskoðun, við erum líka að reka seglskipið Hauk sem er líka í lengri ævintýraferðum. Allt frá fjögurra klukkustunda ferðum til þriggja daga ferða. Sú upplifun hefur verið í þróun í tvö eða þrjú ár. Þá er farið norður fyrir heim- skautsbaug, til Grímseyjar, gist þar og siglt til Siglufjarðar og gist þar. Þar er síldarhöfnin skoðuð og þetta kallast í raun strandmenningarferð. Svo erum við með Gamla Bauk, veitingahús við höfnina á Húsavík. Þannig að þetta er fjölbreytt starfsemi og við lítum fram- tíðina björtum augum.“ benni@dv.is „Hrefnan var að- alsýningardýrið. Hún sást fyrstu árin í 95% ferðanna en í fyrra fór Hún í fyrsta sinn nið- ur fyrir 50%. í dag sjáum við mest af stórHvelum, Hnúfu- bökum og steypi- reyðum.“ 11 tegundir í flóanum í Skjálfanda finnast 11 tegundir af hval. í miðasölunni Þriggja tíma hvalaskoðunarferð kostar 4.200 krónur fyrir fullorðna. knörrinn og bjössi sör knörrinn var fyrsti bátur norður-Siglingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.