Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Page 42
miðvikudagur 25. júní 200842 FERÐIR DV xxxxxxxxxxx xxxxxxxxxx Flugsafn Íslands, Akureyrarflugvelli • flugsafn@flugsafn.is • 600 Akureyri • Sími: 461 4400 www.flugsafn.is Flugsafn Íslands verður opið í júní, júlí og ágúst, alla daga vikunnar frá kl. 13 til 17 og eftir samkomulagi. Hópar velkomnir. Flugsafnið flutti í nýtt og stærra húsnæði á árinu 2007 og við þessa stækkun gafst tækifæri til að fjölga flugvélum og sýningarmunum. Flugsafn Íslands er lifandi safn í stöðugri endurnýjun þar sem margir sýningargripir eru enn í notkun þrátt fyrir háan aldur. TúRIsTI í REykjavík Það er hægt að gera meira í Reykjavík en að hanga á útikaffihúsum á sumrin. DV tók saman nokkrar skemmtilegar og ódýrar hugmyndir um hluti sem hægt er að gera í Reykjavík og ná- grenni þess án þess að það kosti mikla peninga. Karaókí-kvöld Það er fátt skemmtilegra en að enda pöbbaröltið á góðu karaókí-kvöldi. í stað þess að fara á kaffihús á kvöldin er um að gera að skella sér í karaókí. Ölver er klassískur staður en það er aðeins meiri stemning að fara á Live Pub í gamla La Café-húsinu eða kaffisetrið við Hlemm. kaffisetrið mun færa sig í húsnæði kaffi vínar við hliðina á Landsbankanum á Laugavegi. Þar verður diskótek og karaókí. Þú veist að þú syngur vel ef starfsmennirnir taka þig upp á vídeó. Það kostar ekkert að taka þátt í karaókíinu. Það þarf bara að borga fyrir bjórinn. Verð: 600 kr. Diskókeila keila er aldeilis vanmetin skemmtun. Það er alltaf hægt að fara í keilu hvort sem það er á kvöldin eða um miðjan dag. Til að gera hlutina aðeins meira spennandi er hægt að kíkja í diskókeilu. Ljósin blikka og tónlistin dynur og ekki er verra að fá sér einn kaldan með. diskókeila er í boði á miðvikudagskvöldum sem og föstudögum, laugardögum og sunnudög- um. Fleiri upplýsingar er að finna inni á keiluhollin.is Verð: Einn leikur 830. Ef fleiri en þrír leikir eru spilaðir kostar leikurinn 630 krónur. Tangókvöld Það þarf ekki að fljúga til suður á bóginn til að upplifa ástríðu og hita. Salsakvöldin á Sólon hafa heldur betur slegið í gegn. En fyrsta og þriðja hvern mánudag í mánuði geta áhugasamir farið á Café Sólon þar sem boðið er upp á ókeypis prufutíma í salsadansi. Fjörið hefst klukkan 20. Það er nauðsynlegt fyrir fólk að sleppa sér í trylltum dansi og gleyma hversdagsleikanum. Draugar í Reykjavík Það er fátt skemmtilegra en að læra eitthvað nýtt um borgina sína. draugagangur í reykjavík hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. gengið er um aðalstræti, víkurkirkjugarð, dómkirkjuna og fleiri góða staði í miðbænum. gangan er einn og hálfur klukkutími og verður enginn svikinn af þessari ferð. Fjórir miðlar labba um með fólkinu og passa upp á að allir séu hræddir. Verð: 2.000 krónur. Kampavín í Hljómskálagarðinum Það þarf ekki að kosta mikið að gera sér dagamun. Það er góð hugmynd að rölta í ÁTvr, kaupa eina kampavínsflösku eða gott hvítvín. kíkja síðan í 10-11 og kaupa öskju af jarðarberjum og klaka. Það er líka hægt að kaupa plastglös í 10-11. Síðan er um að gera að koma sér vel fyrir í Hljómskálagarðinum og skála ærlega. Verð: Frá 4.000 með öllu. Dagsferð í Viðey Á fallegum degi er fátt betra en dagsferð í viðey. Það er ekki vitlaus hugmynd að fara í rómantíska dagsferð í viðey. Taka með sér teppi og slappa af í fallega umhverfinu. Það er einnig hægt að fá hjól gjaldfrítt í viðey og sæti fyrir krakka. Það þarf ekki að fljúga til Parísar til að hafa það gott. Sólbað og blak við íslendingar höfum heldur betur verið heppnir með veðrið. Það verður alltaf auðveldara og auðveldara að sóla sig. Ylströndin í nauthólsvík er fullkominn staður til að eyða góðum sumardegi. Þar er bæði hægt að liggja og slappa af síðan er alltaf hægt að taka einn blakleik eða taka línuskautana með sér og skauta meðfram sjónum. Svo er þetta miklu ódýrara en ljósabekkurinn. Verð: Ókeypis Borðað á Gamla Baldri Það er fátt skemmtilegra en að borða á frumlegum stað. Báturinn gamli Baldur sem í dag heitir Humarbátur- inn er stórskemmtileg viðbót við reykjavíkurhöfnina. Hægt er að velja úr heilum matseðli – allt frá salötum til nautasteikur. Einnig er hægt að fara í ferð með bátnum andreu í hvalaskoðun eða sjóstangaveiði. Þá er hægt að taka það sem maður veiðir og það er eldað ferskt upp úr sjónum. Verð: mismunandi Hellar við bæjarmörkin maríuhellar í Heiðmörk eru undraverður staður. Það þarf ekki að leita langt til að uppgötva stórkostlega náttúruperlu. Það er svo sannarlega hægt að gera sér glaðan dag í maríuhellum. Börnin ættu líka að fá að upplifa þetta. Verð: Ókeypis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.