Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Page 48
miðvikudagur 25. júní 200848 FERÐIR DV xxxxxxxxxxx xxxxxxxxxx Rokkfestivalið Eistnaflug á Neskaupstað verður haldið dagana 10.–13. júlí. Hátíðin er haldin í fjórða sinn og á Stefán Magnússon tónleikahaldari von á mun fleirum en í fyrra. StæRSta hátíÐIn til þessa „Þetta verður langstærsta hátíð- in til þessa,“ segir Stefán Magnús- son, tónleikahaldari Eistnaflugs á Neskaupsstað. Eistnaflug er rokk- festival og verður hátíðin haldin í fjórða sinn dagana 10.–13. júlí. Í ár spila þrjátíu og fimm hljómsveitir sem koma víðast hvar af landinu. Í fyrsta skipti mun erlend hljómsveit spila á hátíðinni. Hátíðin verður sett á fimmtudeg- inum 10. júlí klukkan sex og endar hún með stórtónleikum á laugar- dagskvöldinu þar sem HAM mun spila fyrir tónleikagesti, en þeir hafa ekkert spilað í rúmt ár. Allir tónleik- arnir verða haldnir í Egilsbúð á Nes- kaupstað. „Nokkrar breytingar eru á há- tíðinni síðan í fyrra. Nú er átján ára aldurstakmark,“ segir Stefán. „Þeir sem yngri eru og hafa áhuga á að koma mega koma í fylgd með for- ráðamanni.“ Þeir sem ferðast langan veg til að fara á hátíðina þurfa ekki að hafa áhyggjur af tjaldstæðum. „Það er búið að gera miklar endurbætur á tjaldsvæðinu sem er í boði,“ seg- ir Stefán. Á svæðinu eru tvö tjald- svæði. „Annars vegar partítjald- svæði og rólegheita tjaldsvæði. Þannig að það er eitthvað fyrir alla.“ „Það kostar ekki nema 3000 krónur á alla hátíðina. Þetta er ekki gróðastarfsemi, þetta er aðallega gert af hugsjón,“ segir Stefán. Hægt verður að kaupa miða á staka tón- leika og er miðaverðið 2000 krónur. Hægt er að nálgast miða og nánari upplýsingar um hátíðina á eistna- flug.is. HAM mun enda hátíðina á laugardagskvöldið en þeir hafa ekki spilað í rúmt ár. Mikið er rokkað Á Eistnaflugi á neskaupstað. Staldraðu við á Stokkseyri Gistu á stjörnunni við sröndina Annars eru allar nánari upplýsingar á kvoldstjarnan.com H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.