Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Blaðsíða 52
miðvikudagur 25. júní 200852 FERÐIR DV xxxxxxxxxxx xxxxxxxxxx Keilir að kvöldi Keilir er eitt af fallegustu fjöllum lands- ins og sérstakt fjall að labba á. Gangan að fjallinu tekur lengri tíma en gangan sjálf upp fjallið. Það þarf að fara fyrst yfir hraunbreiðu sem ekki er auðveld yfirferð- ar. Keilir sést vel frá Reykjavík og hafa ef- laust margir horft á fjallið og hugsað með sér hvernig væri að fara upp á það. Það virðist svo stórt í fjarlægð. Raunin er sú að fjallið er rúmir 300 metrar á hæð og vel bratt. Það er sérstök upplifun að ganga á Keili því það krefst fyrirhafnar að komast að fjallinu en þegar upp er komið er eft- irsjáin engin. Möl er í fjallinu svo það er mjög laust í sér sem veldur því að erfitt er að komast upp. Það er því gott að vera vel útbúinn í góðum skóm og með göngustafi. Á toppnum er hægt að sjá vel yfir borgina og upp á Akranes. Vegur liggur frá Reykja- nesbraut og er vel merktur. Þá tekur malar- vegur við sem liggur að námu. Stuttu áður en að námunni er komið er beygt til hægri og verður að segjast að margir hafa villst á leið sinni að fjallinu. Vegurinn er brös- óttur og erfiður. Aksturinn tekur töluverð- an tíma en það fer ekki framhjá neinum þegar komið er að bílastæðinu. Reikna má með því að ferðin öll fram og til baka frá Reykjavík taki um þrjá klukkutíma. Um að gera að skella sér í skó og drífa sig af stað suður með sjó. Það er þess virði. Keilir er eitt falleg- asta fjall landsins: Keilir Eitt fallegasta fjall landsins. Gömlu góðu tjöldin virðast smátt og smátt vera að hverfa af tjaldsvæð- um landsins og þess í stað má sjá stór- fjölskyldur í lúxushjólhýsum njóta allra helstu nútímaþæginda í íslenskri náttúru. Þrúðmar Karlsson, eigandi Ferða- vals, hefur frá árinu 2002 sérhæft sig í sölu á lúxushjólhýsum, fellihýsum, húsbílum og breyttum pallbílum og pallhýsum. Hann segir fólk sækjast eftir sem mestum þægindum í úti- legum í dag. „Lúxus og þægindi eru það sem fólk vill í dag. Nú er þetta allt spurning um sem minnsta fyrirhöfn en mesta ánægju. Ekkert blaktandi í rokinu heldur bara inni í hlýjunni.“ Þrúðmar segist sjálfur hafa ver- ið duglegur að ferðast innanlands í gegnum tíðina. „Við fjölskyldan vor- um mest fimmtíu og fjórar nætur í fellihýsi eitt sumarið. Það var æðis- lega gaman á þeim tíma.“ Hjólhýsi með örbylgjuofni En hver skyldi nú munurinn vera á öllum þessum útileguhíbýlum ef svo má að orði komast? „Fellihýsi er, eins og nafnið gefur til kynna, fellan- legt með dúk milli topps og kerrunn- ar sjálfrar. Fyrir vikið sér fólk yfir felli- hýsið þegar verið er að draga það svo það er mjög sniðugt að því leytinu til, auk þess sem það tekur minni vind á sig og þess háttar. Í hjólhýsunum færðu einangraða veggi og tvöfalda plexíglugga. Húsið heldur náttúrlega miklu betur hita og er fyrir vikið mun betur hljóðeinangrað. Öxullinn undir hjólhýsinu er und- ir miðju húsi svo það liggur ekki nærri því eins þungt á bílinn eins og fellihýs- in svo að mörgu leyti er betra að draga hjólhýsi en fellihýsi,“ segir Þrúðmar. Aðspurður hvað geri hjólhýsi að lúxushjólhýsi svarar Þrúðmar: „Lúx- ushjólhýsi inniheldur þessi þægindi sem við höfum heima í stofu. Hlýtt, huggulegt, kósí, eldavél, ísskáp- ur, bakaraofn, örbylgjuofn, salerni, sturta og svo eru sjónvarp og loftnet orðin staðalbúnaður hjá fólki í dag og sumir eru með afruglarann með sér. Þú kemur náttúrlega ekki þreyttur heim eftir útilegu í viku í hjólhýsi sem inniheldur allan þennan lúxus sem þú gerir ef þú ert með tjald.“ Sífellt yngri fjárfesta í hjólhýsi Þrúðmar segist finna fyrir því að sífellt yngra fólk fjárfesti í hjólhýsum. „Aldurinn hefur færst alveg gríðar- lega niður síðastliðin þrjú ár og svo verður maður var við það með arftaka fellihýsanna að það er yngra fólk sem vill ekki fara í fellihýsi, það fer í arftak- ana. Það eru ferköntuð hjólhýsi sem vigta 833 kíló svipað og fellihýsin. Það er hægt að breyta kojunum í hjóla- geymslu, fella niður efri kojuna svo að myndist setbekkur og þetta er mjög sniðugt hús fyrir fjögurra manna fjöl- skyldur.“ Að lokum segir Þrúðmar mikil- vægt að fólk velji sér hjólhýsi sem það ráði við að aka með. „Það eru þrjár breiddir í gangi. Þótt það sé kannski skemmtilegra að gista í breiðu hús- unum er ekki jafnþægilegt að ferðast með þau.“ krista@dv.is LítIL FyRIRhöFn en ikil ánægja Þrúðmar Karlsson inni í lúxushjólhýsi sem er sérhannað að innan eftir ítalskan arkitekt. Lúxusinn er svo sannarlega til staðar Ef þú heldur í útileguna á hjólhýsi eða húsbíl. Sífellt færri sjást með gömlu góðu tjöldin á tjaldsvæðum landsins. Þess í stað er farið að færast í aukana að sjá allt að sex manna fjölskyldur hafa það huggulegt í hjólhýsi eða húsbíl þar sem jafnvel er hægt að fara í sturtu, horfa á sjónvarpið og poppa í örbylgjuofni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.