Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2008, Side 56
miðvikudagur 25. júní 200856 FERÐIR DV Boðið verður upp á tónleika og námskeið á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. Ókeypis er fyrir þau börn sem eru með foreldrum sínum á hátíðinni. Handavinna og íslensk glíma er meðal þess sem hægt er að nema á námskeiðunum. Útilegukort og veiðikort Það eru eflaust fjölmargir sem ætla að skella sér í útilegu í sumar. Það er svo sannarlega ekki ókeypis að fara í ferðalag með stóra fjölskyldu og því er vert að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi. Í sumar er í annað sinn boðið upp á útilegukortið og í fjórða sinn upp á veiðikortið. Veiði- kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í yfir 30 vötn á Ís- landi þar sem hægt er að veiða urriða, bleikju, sjóbirting og lax. Kortið kostar 5.000 krónur og gæti sannarlega verið þess virði ef fengurinn er góður. Hægt er að panta kortið inn á www.veidi- kortid.is. Ef fjölskyldan ætlar í langt tjald- ferðalag gæti borgað sig að kíkja á úti- legukortið sem gildir fyrir fjölskylduna á 33 tjaldsvæði víðs vegar um landið í allt sumar. Yf- irleitt rukka tjaldsvæðin fyrir fjölda í tjaldi en úti- legukortið sem kostar 12.900 krónur gildir fyrir alla fjölskylduna í allt sumar og gæti því sparað barn- mörgum fjölskyldum nokkra aura á þessum síðustu og verstu. Nánari upplýsingar er að finna inn á www. utilegukortid.is. Útivera Það er gaman að renna fyrir fisk á góðviðrisdögum. Þjóðlagahátíðin verður haldin í áttunda sinn 2.-6. júlí á Siglufirði. Hátíðin var fyrst haldin árið 2000 og hefur verið á dagskrá öll sumur síðan þá. Tónlistarmennirnir koma jafnan víða að og í þetta skiptið koma þeir meðal annars frá Egyptalandi, Nor- egi, Austurríki og Ástralíu. Þekktir ís- lenskir tónlistarmenn verða líka með tónleika; Ragnheiður Gröndal, Guð- mundur Pétursson og Benni Hemm Hemm koma fram. Námskeiðin mikilvæg Að þessu sinni verður hátíðin tileinkuð tónlist fjallaþjóða en auk tónlistarinnar eru námskeiðin stór hluti af hátíðinni. Á námskeiðun- um er hægt að læra að jóðla, dansa þjóðdansa, raddspuna, rímna- kveðskap sem Steindór Andersen kennir, austrænan trommuleik, íslenska glímu, blómstursaum og ullarþæfingu. Ókeypis er fyrir börn þátttakenda á námskeiðun- um. Börnin geta líka farið á leik- listarnámskeið fyrir 6-12 ára eða á tónlistarnámskeið fyrir 6-9 ára. Listamennirnir sem halda nám- skeiðin koma líka fram á tónleik- um á hátíðinni. Einnig er ókeypis fyrir börnin á alla tónleika hátíð- arinnar. Fjölskylduhátíð Gunnsteinn Ólafsson tónlistar- maður er forsprakki hátíðarinnar og hefur hann skipulagt hana frá grunni öll árin. „Við höfum alltaf haft íslensk- an vinkil á hátíðinni. En hátíðin hefur þróast þannig að við höfum haft hana opna fyrir öllum stílbrigðum og er ætlunin er sú að allir geti fundið eitt- hvað við sitt hæfi.“ Gunnsteinn bendir á að áherslan hafi ekki einungis verið bundin við þjóðlagatónlist heldur hafi ný verk verið frumflutt. Að auki kem- ur fram sinfóníuhljómsveit, flutt verð- ur tónlist frá Egyptalandi og trúbador- ar frá Ástralíu flytja sína eigin músík. „Þjóðlögin eru ákveðinn grunnur að hátíðinni, og svo getur fólk nálgast músíkina á sínum eigin forsendum. Þannig myndast skemmtilegt konsept að hátíð sem hefur hentað fjölskyldu- fólki mjög vel. Við leggjum áherslu á að börnin séu velkomin og þau eigi ekki að vera þröskuldur þess að fólk komi á hátíðina.“ Eitthvað fyrir alla Aðspurður hvers vegna hátíðin sé haldin á Siglufirði stendur ekki á svari hjá Gunnsteini. „Ástæða þess að Þjóðlagahátíðin er haldin á Siglu- firði er sú að sr. Bjarni Þorsteins- son tónskáld safnaði íslensku þjóð- lögunum á Siglufirði á sínum tíma þannig að Siglufjörður er heimabær íslenskra þjóðlaga.“ Á Þjóðlagasetr- inu á Siglufirði er hægt að fræðast meira um sr. Bjarna og þjóðlaga- söfnun hans. „Ég er líka fæddur á Sigló og ólst þar upp á sumrin hjá ömmu minni. Hátíðin er mjög gott tækifæri fyrir fjölskylduna til að vera saman, allir sinna áhugamálum sín- um á daginn á námskeiðunum og svo hægt að fara á tónleika saman á kvöldin. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi líka,“ sagði Gunnsteinn að lokum. Hægt er að fá allar upplýsingar um hátíðina á siglo.is, þar er hægt að skrá sig og fá upplýsingar um gististaði. FjallaþjóÐIR í Fjallabyggð Norrænir strengir Syðrifjalla balalæku-hljómsveitin, Stokkhólmi. voces spontane koma frá austurríki. Stórhljómsveitin Benni Hemm Hemm spilar á hátíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.