Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 2
„Þetta er stórt skref,“ segir Birta Rán Björgvinsdóttir um sína fyrstu ljós- myndasýningu sem nú hefur ver- ið sett upp í Safnahúsi Borgarfjarð- ar. Birta er fædd árið 1992 og er því aðeins sextán ára. Hún kláraði grunnskólanám í byrjun sumars frá Grunnskólanum í Borgarnesi. Birta er því með yngstu ljósmynd- urum sem hafa haldið sýningu og hefur sjálf ekki heyrt af neinum þeim ljósmyndara sem hefur haldið ljós- myndasýningu svona ungur. Sýning- in ber heitið Sjálfsmynd unglings. Birta hefur lagt stund á ljós- myndun í fimm ár. Hún byrjaði að taka myndir eftir að pabbi hennar gaf henni litla stafræna myndavél sem Birta notaði mjög mikið. „Pabbi keypti litla stafræna vél og ég byrjaði að nota hana öllum stundum, svo fékk ég aðra vél í fermingargjöf og svo fékk ég þriðju vélina þegar ég fór til New York,“ segir Birta. Sjálfsmyndir og myndir af vinum Alls eru 128 ljósmyndir á sýning- unni sem hefur þegar vakið mikla athygli gesta. Myndirnar eru flestar sjálfsmyndir af Birtu en sumar eru af vinum hennar og fjölskyldu. „Mér finnst mikið skemmtilegra að taka myndir af fólki en landslagi, það er eitthvað svo meira lifandi,“ segir Birta. Ljósmyndasýning Birtu er hald- in að frumkvæði sýningarstjóra sem bauð henni að halda sýninguna. Hún fékk að auki styrk úr Menningarsjóði Borgarbyggðar til að halda sýning- una. Sýningin hefur verið vel sótt og samkvæmt dagbók sýningarinnar hafa 200 manns skráð nöfn sín. Sæv- ar Ingi Jónsson héraðsbókavörður segir þó að ekki skrifi allir gestir sýn- ingarinnar nafn sitt í gestabókina. Myndar áfram Birta er hvergi nærri hætt ljós- myndun. Hún ætlar að leggja hana fyrir sig og hefur innritað sig í ljós- myndanám í Tækniskólanum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Birta tek- ið myndir fyrir marga. Þannig hef- ur hún tekið myndir fyrir auglýsing- ar og má þar nefna Tónlistarhátíð Borgarfjarðar, auk þess sem hún hef- ur mundað myndavélina fyrir blaða- útgefendur og á böllum fyrir félags- miðstöðina Óðal í Borgarnesi. Birta er bjartsýn á framtíðina og vonast eftir að halda fleiri og stærri sýningar þar sem ljósmyndun er stórtáhugamál hjá henni. „Ég tók ljósmyndir stanslaust í 365 daga eða reyndi það allavega og það gekk mjög vel,“ segir Birta. Hún er mjög ánægð með afraksturinn og segir mjög marga standa við bakið á sér þar sem hún er hvött áfram af fólkinu í kringum hana. Það er mjög áhugasamt og tekur vel í það sem Birta er að gera. Birta á sér enga uppáhaldsmynd þar sem hún gerir ekki upp á milli þeirra en henni finnst skemmtileg- ast að taka myndir af vinum og öðru fólki. Þetta helst föstudagur 4. júlí 20082 Fréttir DV - þessar fréttir bar hæst í vikunni „Það er horft á okkur sem úrhrök. Einfaldast er að láta okkur deyja hjálpar- laust af völdum sjúkdóms- ins,“ sagði Jenný Gísladóttir í viðtali við DV. Jenný er ein þeirra áfengissjúklinga og vímuefnafíkla sem leituðu sér aðstoðar í Byrginu. Eftir að meðferðarheimilið leystist upp í kjölfar uppljóstrana um fjár- málamisferli og kynferðisbrot for- stöðumannsins mættu vistmenn hins vegar afgangi. Bæði Jenný og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, þekkja fjölda fólks sem látið hefur lífið á því eina og hálfa ári sem liðið er frá því Byrginu var lokað. Enn er ekki búið að tryggja úrræði fyrir alla þá sem voru í Byrginu eða hefðu farið þangað væri það enn opið. byrgisfólkið lætur lífið látnir F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.isbesta rannsóknarblaðamennska ársins Þunglyndið vék fyrir markaregni í vesturbænum fimmtudagur 3. júlí 2008 dagblaðið vísir 119 tbl. – 98. árg. – verð kr. 295 byrgisfólk deyr á vergangi „Horft á okkur sem úrHrök“ ef þeir vilja stríð fá þeir stríð Leif ivar Kristiansen, Leiðtogi norsKra vítisengLa, segir ísLendinga eKKi þurfa að ótt-ast vítisengLa en ef yfirvöLd viLji stríð geti vítisengLar mætt þeim af fuLLri hörKu. emiLíana torrini vinnur hörðum höndum að nýrri pLötu og bíður óþoLinmóð eftir að KLára hana. Óþolinmóð Emilíana BÍLARF I M M T U D A G U R 3 . J Ú L Í 2 0 0 8 UMsJón: ÁsGeIR Jónsson DoDge RAm3500 á 54“ bílablað fólk fréttir fimmtán vistmenn byrgið LoKað í eitt og háLft ár: Félagar í mótor- hjóla- klúbbn- um Fáfni tengjast Vítisenglum sífellt sterkari böndum. Lögregluyfirvöld eru uggandi af þessum sökum og telja samskiptin vera ógn við öryggi Íslands. Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði tíð- indin óhugnanleg, reglan hjá Hells Angels væri sú að ef menn vilji klifra upp metorðastigann þurfi þeir að fremja alvarlega glæpi. Toppnum er náð með morði. Leif Ivar Kristianssen, foringi norskra Vítisengla, segir Íslendinga ekkert hafa að óttast af hálfu samtak- anna. Hann er ósáttur við hvernig íslensk yfirvöld hafa tekið á heimsóknum Vítisengla hingað. „Ef þeir vilja stríð getum við mætt þeim af fullri hörku.“ vítisenglarnir koma 2 Íslenskir neyt- endur búa við þriðju mestu álögur allra Evrópu- búa þegar kemur að háu matvælaverði. Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar- innar, OECD, leiðir í ljós að íslensk- ir neytendur verða að greiða meira en 50 prósentum meira fyrir helstu landbúnaðarafurðir vegna verndar- tolla og ríkisstyrkja til landbúnaðar. Íslenskir bændur græða svo allra bænda mest á landbúnaðarkerfum OECD. Þeir fá stærstan hluta tekna sinna í formi beingreiðslna úr ríkissjóði og hærra matvælaverðs vegna þeirrar tollaverndar sem bændur njóta. mestu álögur í evrópu 3 Ljósmyndasýning Birtu Ránar Björgvinsdóttur í Safnahúsi Borgarfjarðar hefur vakið nokkra athygli. Aldur ljós- myndarans vekur ekki minni athygli því Birta Rán er aðeins sex- tán ára og útskrifaðist úr grunnskóla síðasta vor. Birta hefur mundað myndavélina í nokkur ár og stefnir að fleiri og stærri ljósmyndasýningum í framtíðinni. hitt málið Sextán ára með einkaSýningu Birta Rán Björgvinsdóttir Einn yngsti ljósmyndari íslands sýnir nú myndir sínar. Súperstelpan Þarna er Birta búin að setja hárið á sér í lokk eins og súperman. Ragdoll Birta er hugmyndarík stúlka eins og sést greinilega á þessari mynd. Karítas Þessi mynd er af Karítas Óðinsdóttur. óli valuR pétuRSSon blaðamaður skrifar olivalur@dv.is þriðjudagur 1. júlí 20088 Fréttir DV Þriðja árið í röð stendur Ís- land uppi sem það ríki sem trygg- ir bændum sínum hæsta ríkisstyrki með hliðsjón af tekjum þeirra. Sam- kvæmt nýbirtri rannsókn Efnahags- og framfarastofnunar fá íslenskir bændur 61 prósent af tekjum sínum gegnum beingreiðslur úr ríkissjóði og í formi hærra matvælaverðs vegna verndartolla. Íslendingar veita bændum litlu meiri stuðning en suður-kóresk stjórnvöld og öllu meiri stuðning en Norðmenn, Svisslendingar og Japan- ar. Evrópusambandið hefur löngum verið gagnrýnt fyrir mikinn stuðn- ing við bændur. Íslensk stjórn- völd veita sínum bændum þó meira en tvöfalt meiri stuðning en Evrópu- sambandið veitir sínum bændum. Íslenskir bænd- ur hafa sem fyrr segir 61 prósent af sínum tekjum í formi beinna og óbeinna ríkisstyrkja. Sambærileg tala hjá bændum Evrópu- sambandsins er 26 prósent. Svíður staða neytenda „Þetta segir okk- ur í hvers konar óefni þessi mál eru komin og hversu brýn þörf er að taka á þessum vanda,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um rannsóknina. „Það vekur athygli að við skulum vera þarna með hæsta hlutfallið í Evrópu. Við sláum bæði Sviss og Noregi við, sem hafa varið sinn landbúnað með kjafti og klóm. Íslenskum stjórnvöldum hefur tekist betur.“ Jóhannes segir illa farið með ís- lenska neytendur. „Að sjálfsögðu svíður manni oft staða neytenda þegar kemur að verði landbúnað- arvara,“ segir Jóhannes enn fremur. „Við borgum hæsta verð fyrir land- búnaðarvörur um leið og styrkir eru þeir hæstu í allri Evrópu. Neytendur eru einn- ig skattgreiðendur og þessi stuðningur er jú fenginn með sköttum.“ Þjóðin stendur með sínum Talsmenn bænda eru á önd- verðri skoð- un við Jóhannes Gunnarsson, for- mann Neytendasamtakanna. „Það er vitað að íslenska þjóðin vill standa með sínum landbúnaði,“ segir Eiríkur Blöndal, framkvæmda- stjóri Bændasamtakanna, um skýrsl- una. Eiríkur segir umhverfi landbún- aðar þó taka breytingum um þessar mundir. „Nú eru menn farnir að hafa meiri áhyggjur af matvælaöryggi og heilnæmi matvæla og þá kann að vera að það komi okkur til góða að hafa stutt vel við eigin landbúnað. Það skilar sér fyrir rest.“ Eiríkur segir stöðugleika ekki síð- ur mikilvægan í landbúnaði. Honum yrði stefnt í voða með lækkun tolla á erlendar landbúnaðarvörur. „Flest- ar þjóðir standa vörð um eigin land- búnað og við verðum að gera það líka.“ Eiríkur segir hagræðingu í rekstri sífellt aukast, til dæmis með stækk- andi búum. „Sú þróun er að minnsta kosti nógu hröð,“ segir Eiríkur. Heimsmarkaðsverð hefur áhrif Stuðningur við bændur, sem hluti af tekjum þeirra, hefur minnkað síðustu ár. Þetta á við í öllum þeim ríkjum sem eiga aðild að Efnahags- og framfarastofn- uninni. Reyndar er svo komið að stuðningur við bændur hefur ekki mælst minni síðan mælingar hófust árið 1986. Ástæðan er þó ekki nema að litlu leyti sú að ríkin hafi sjálf dreg- ið úr stuðningi við bændur. Helsta ástæðan er sú að heimsmarkaðsverð hefur hækkað mikið undanfarin ár, reyndar svo mjög að víða hefur kom- ið til uppþota vegna hækkandi mat- vælaverðs í fátækari ríkjum heims á undanförnum mánuðum. Þessi hækkun á heimsmarkaðs- verði hefur orðið til þess að munur- inn á því og matvælaverði í einstök- um löndum hefur minnkað. Þar af leiðandi minnkar hagur fólks af því að kaupa matvæli á frjálsum mark- aði í stað núverandi fyrirkomulags þar sem verndartollar á margvísleg- ar landbúnaðarafurðir verða til þess að matvælaverð er hærra en ella. Enn munar þó miklu á heimsmark- aðsverði og því verði sem neytend- ur greiða. Þetta á einkum við í Suð- ur-Kóreu, Japan, á Íslandi, í Noregi og Sviss. Neytendur borga meira Stuðningur við bændur er feng- inn úr vasa neytenda og skattgreið- enda. Efnahags- og framfarastofn- uninni reiknast til að 36 prósent af útgjöldum almennings séu til komin vegna verndarkerfis landbúnaðar- Dýrari grillmatur Samkvæmt útreikningum Efnahags- og framfarastofnunarinnar borga landsmenn rúmlega 50 prósent meira fyrir grillsteikina sína en ella, vegna verndartolla og ríkisstyrkja. HÆSTU STYRKIR Varið með kjafti og klóm íslensk stjórnvöld hafa gert enn meira en norsk og svissnesk sem þó verja landbúnað með kjafti og klóm, segir jóhannes gunnars-son, formaður Neytendasamtakanna. Kjúklingurinn verndaður Kjúklingarækt er ein þeirra landbúnaðargreina sem njóta ríkisstuðnings. þó bændur fái ekki beinar fjárgreiðslur verður tollverndin til þess að innfluttir kjúklingar verða mun dýrari en ella. ins. Þetta þýðir að landsmen greiða 57 prósentum meira fyrir landbún- aðarafurðirnar en ef ekki væri fyrir ríkisstyrki og verndartolla. Ef vernd- artollarnir féllu niður gætu kaup- menn boðið vörurnar á lægra verði en ella þar sem verð innanlands er hærra en verð á heimsmarkaði. Álögur á neytendur hafa lækk- að en það er ekki nema að hluta til vegna ákvarðana stjórnvalda. Aðal- ástæðan er hækkandi heimsmark- aðsverð. Þannig gerist það að þó svo matarútgjöld landsmanna hækki Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir leiðina til úrbóta að auka frjálsræði og sam- keppni í landbúnaði. Til dæmis með því að afnema framleiðslukvóta til að ná fram stærðarhagkvæmni og ýta undir samkeppni erlendis frá með lækkun tolla. Þannig verði menn til- neyddir að laga til í rekstri. Háir verndartollar Ein af stoðum íslenska landbún- aðarkerfisins er háir verndartollar á ýmis innflutt matvæli. Þannig leggj- ast allt að 1.482 króna magntoll- ur ofan á hvert kíló af kjötafurðum. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því einnig leggst 30 prósenta verð- tollur á sama kíló, sá tollur reiknast af því verði sem innflytjandi hefur greitt fyrir vöruna. Lægsti magntoll- ur nemur 202 krónum á kílóið. Á móti þessu kemur reyndar að flytja má inn visst magn kjöts tolla- laust. Það er þó ekki gjaldalaust því kvótar fyrir innflutning tollalauss kjöts, og reyndar mjólkurafurða líka, eru boðnir upp. Síðasta uppboð var í síðustu viku. Þá voru meðaltollar á bilinu 20 krónur fyrir svínakjöt til 420 krónur fyrir unnar kjötafurðir. brynjolfur@dv.is hafsteinng@dv.is DV Fréttir þriðjudagur 1. júlí 2008 9 Kýlum eKKi niður tollverndina„Þessar tölur eru út af fyrir sig ekkert nýmæli fyrir okkur. Við vitum að við höfum verið með hlutfalls- lega hvað mestan stuðning við land- búnað undanfarin ár,“ segir Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, um skýrslu Efna- hags- og framfarastofnunarinnar. „Hins vegar er það athyglisvert að sama er að gerast hjá okkur og annars staðar að stuðningur við landbúnað er að minnka,“ segir Ein- ar og bendir á að frá 1986 til síðasta árs hafi stuðningur við landbúnað lækkað úr 76 prósentum af tekjum bænda í 61 prósent. Einar segir að ekki sé grundvall- arbreytinga að vænta á landbúnað- arkerfinu. „Menn vita að það liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra mat- vælalaga sem hefur áhrif á rekstr- arumhverfi landbúnaðarins,“ segir hann og vísar til frumvarps sem ger- ir innflutning frá Evrópusamband- inu auðveldari. Hins vegar stendur ekki til að hreyfa við tollaverndinni „Við erum ekki með nein áform um að kýla niður tollverndina,“ segir Ein- ar. „Íslenskur landbúnað- ar þarf á henni að halda til að lifa af í þessum harða heimi.“ Verndin heldur áfram íslenskur landbúnaður þarf á tollvernd að halda, segir Einar K. guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Nýja-Sjáland 1% Ástralía 6% Bandaríkin 10% Mexíkó 14% Kanada 18% Tyrkland 21% Evrópusambandið 26% japan 45% Sviss 50% Noregur 53% Suður-Kórea 60% ísland 61% HEiMild: EfNaHagS- og fraMfaraSTofNuNiN. RíkisstuðninguR Við bænduR- greiðslur úr ríkissjóði og tollavernd sem hluti af heildartekjum bænda ÁlöguR Á almenning – hærra matvælaverð og skattgreiðslur vegna landbúnaðarstyrkja Bandaríkin - 5% Ástralía 2% Nýja-Sjáland 2% Mexíkó 5% Evrópusambandið 10% Kanada 11% Tyrkland 12% Sviss 30% Noregur 33% ísland 36% japan 40% Suður-Kórea 57% Í HEIMI „Þetta segir okkur í hvers konar óefni þessi mál eru komin og hversu brýn þörf er að taka á þessum vanda.“ fimmtudagur 3. júlí 20086 Fréttir DV InnlendarFréttIrritstjorn@dv.is Gott veður um helgina Næstu helgi verður veðrið gott um land allt. Það verður þó hlýjast á suðvesturhluta landsins þar sem hitinn gæti farið eitt- hvað yfir 20 gráður. Fyrir austan verður eitthvað svalara en samt sem áður gæti hiti þar farið upp í 18 gráður. Einhverja þoku gæti gert að næturlagi við fjöll og litlar skúrir gætu orðið inn til landsins. Veðrið lítur mjög vel út um land allt og getur fólk því ferðast hvert á land sem er án þess að hafa áhyggjur af veðri. Vilja bora í Krýsuvík Hitaveita Suðurnesja fer fram á að Hafnarfjarðarbær geri breytingar á aðalskipulagi frá 2005 til 2025 svo hitaveitan geti hafið tilraunaboranir í Krýsuvík. Beiðnin var lögð fyrir skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðar síðastliðinn þriðjudaginn. Hita- veitan lagði fram greinargerð um fyrirhugaða framkvæmd borana en áður hafði skipulags- og bygg- ingaráð óskað eftir því í byrjun júní. Skipulags- og byggingaráð frestaði erindinu á milli funda en sá næsti verður haldinn 22. júlí. Ekki fokið í fólk Haraldur Þórarinsson for- maður Landsambands hesta- mannafélaga, segir að ekki hefði fokið í fólk á hestamannamóti þó svo að vindurinn hefði blásið mikið á þriðjudag. Hann segir ekkert geta toppað óveðrið sem var á Hvolsvelli á þriðjudags- kvöld. Opna þurfti íþróttahúsið svo að fólk kæmist í öruggt skjól og mikið af fólki nýtti sér það. Haraldur er þó bjartsýnn á veðrið það sem eftir lifir móts. „Veðrið er orðið gott núna og veðurspáin er fín. Ég hef ekki trú á öðru en að hér verði fjöldi fólks við góðar aðstæður í góðu veðri.“ Sunnlenskir sveitarstjórnarmenn eru ósáttir við að stjórnvöld leggi auk- in verkefni á Heilbrigðiseftirlit Suður- lands án þess að því fylgi nokkur fjár- veiting úr ríkissjóði. Samkvæmt nýrri reglugerð verð- ur eftirlit við verndarsvæði Þingvalla- vatns aukið og hefur það í för með sér aukakostnað fyrir Heilbrigðiseftir- lit Suðurlands. Nýja reglugerðin hef- ur ekki bara áhrif á Heilbrigðiseftirlit Suðurlands heldur veldur hún einn- ig auknum koastnaðarútgjöldum fyr- ir sumarbústaðaeigendur á svæðinu. Það er vegna þess að sumarbústaða- eigendur verða að endurnýja fráveitu sína til að draga úr köfnunarefnis- mengun við Þingvallavatn. „Reglugerðin var sett án þess að nokkurt fjármagn fylgdi henni,“ seg- ir Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. „Við erum ánægð með reglugerð- ina þar sem tilgangur hennar er að vernda Þingvallavatn sem er stórkost- legt vatn, það vantar bara fjármagn- ið til útfærslu á reglugerðinni,“ seg- ir Elsa. Reglugerðin mun auka álag á Heilbrigðiseftirlit Suðurlands sem hefur eftirlit með framkvæmd reglu- gerðarinnar enda er þetta nýtt verk- efni sem ekki er borið uppi af eftir- litsgjöldum eins og venja er með aðra eftirlitsskylda aðila. Samband sunn- lenskra sveitafélaga hefur beðið um fund með Þórunni Sveinbjarnardótt- ur umhverfisráðherra ásamt Heil- brigðiseftirliti Suðurlands en ekki hefur fengist svar frá ráðherra. Málið er af þeim sökum í biðstöðu þangað til svar frá ráðherra fæst. olivalur@dv.is Fá ekki fé til verksins Við Þingvelli Þórunn Sveinbjarnar- dóttir hefur ekki veitt svar um fund. „Íslensk stjórnvöld þurfa ekki að óttast okkur,“ segir Leif Ivar Kristi- ansen, leiðtogi Hells Angels í Nor- egi, í samtali við DV. Samkvæmt hættumati greiningardeildar rík- islögreglustjórans er litið á tengsl vélhjólaklúbbsins Fáfnis MC við Vítisenglana í Noregi sem ógn við Ísland. Í greinargerð sem var kynnt fjölmiðlum á mánudaginn sagði orðrétt: Íslenski vélhjólaklúbbur- inn Fafner MC Iceland hefur nú gerst stuðningsklúbbur Hells Ang- els. Þar með hefur hópur manna, sem ítrekað hefur komist í kast við lögin hér á landi, stofnað til form- legra tengsla við skipulögð, alþjóð- leg glæpasamtök. Leif segir sam- tökin tilbúin í stríð vilji stjórnvöld stríð. Sannið misferli „Ég er mjög hissa á að íslensk stjórnvöld skuli segja þetta,“ segir Leif og varar enn fremur stjórnvöld hér á landi við því að hræra upp í ótta almennings gagnvart samtök- unum. Hann segir það grundvall- arforsendu að sanna glæpi á menn eða samtök áður en farið er að saka þau um að vera alþjóðleg glæpa- samtök. Þá bendir Leif á að það sé misjafn sauður í mörgu fé, auðvitað hafi menn innan samtakanna gerst brotlegir við lög, en það ætti ekki að kasta rýrð á samtökin í heild sinni frekar en menn dæmi heila þjóð vegna verknaða einstakra manna sem tilheyra henni. „Þið verðið hreinlega að sanna það,“ áréttar Leif um ásakanir grein- ingardeildar ríkislögreglustjórans. Mætum þeim af hörku „Mér þykir reyndar leitt að þeir skuli vera hræddir við okkur, við erum kurteisir menn og viljum bara ferðast um á mótorhjólunum okk- ar,“ segir Leif en hann er stofnandi Hells Angels í Noregi og forsprakki samtakanna í því landi. Leif gengst þó ekki við því að hann sé for- ingi þeirra þegar blaðamaður spyr hann, en neitar því ekki heldur. „Ef þeir vilja stríð getum við mætt þeim af fullri hörku,“ seg- ir Leif um hörku stjórnvalda í garð samtakanna hér á landi en bendir jafnframt á að það sé þó ekki vilji norsku Vítisenglanna. Aðspurður um Fáfnismenn segir hann þá efni- lega stráka en þeir séu ekki opin- berlega orðnir Vítisenglar þótt þeir eigi góða möguleika á því. Kom til Íslands „Mér líkaði mjög vel við Ísland þegar ég heimsótti landið,“ segir ForinGi HE tilbúinn í stríð Valur grettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Jón trausti lúthersson fáfnismaðurinn og tilvonandi Vítisengillinn jón trausti var hand tekinn þegar Vítisenglar reyndu fyrst að koma hing að til lands. leiðtogi norsku Vítisenglanna segir sa mtökin tilbúin í stríð sé það vilji stjórnvalda. DV Fréttir fimmtudagur 3. júlí 2008 7 g ells Angels Leif sem kom hingað fyrir örfáum árum. Þá var hann ekki stöðvaður þrátt fyrir að lögreglan hafi lagt sig í líma við að snúa meðlimum geng- isins við til síns heima. Hann segir að þvert á móti hafi lögreglan verið mjög vinaleg á meðan hann dvaldi hér á landi. Hann segist hafa not- ið landsins gæða á meðan hann dvaldi hér og hefur ekkert illt um þjóðina að segja. Honum finnst aftur á móti viðbrögð lögreglunnar hafa verið heldur hörð þegar þeir hafa komið í hópum. Eftir að þeim var vísað úr landi í fyrra fóru þeir í mál við ríkið. Fimm sinnum fyrir dóm „Þeir hafa dregið mig fimm sinnum fyrir dóm og alltaf hef ég gengið út sem frjáls maður,“ seg- ir Leif um erfitt líf Vítisengilsins. Ein af alvarlegri ákærunum sem hann fékk var vegna smygls á þrjú hundruð og fimmtíu kílóum af hassi frá Danmörku til Noregs. Þá var efnunum smyglað með húsbíl og eldri hjón óku honum. Landa- mæraverðir náðu efnunum og voru níu einstaklingar ákærðir í kjölfarið. Sjálfur þurfti Leif að dúsa í gæsluvarðhaldi í þrettán mán- uði þar til hann var dæmdur í níu ára fangelsi. Síðan var hann sýknaður af hæsta- rétti Noregs. Hinir átta fengu sam- tals fimmtíu og sjö ára fangelsisdóma vegna glæpsins. Hugsanlega til Íslands „Við erum fjöl- skyldumenn, eigum börn og lifum venjulegu lífi, en ég reyni ekki að ljúga að Íslendingum, sumir Vítis- englar hafa fengið dóma,“ segir Leif og talar ítrekað um Vítisenglana sem stórt bræðralag eða fjölskyldu. Hann bendir jafnframt á að Vítisenglar geri menn ekki að glæpa- mönnum. Það sjá mennirnir sjálfir um. Aðspurður hvort von sé á norskum Vít- isenglum til landsins segir hann aldrei að vita – vistin síðast hafi að minnsta kosti verið notaleg. „Við erum fjölskyldumenn, eigum börn og lifum venjulegu lífi, en ég reyni ekki að ljúga að Íslendingum, sumir Vítisenglar hafa fengið dóma.“ Leif Ivar Kristiansen Leiðtogi Vítisenglanna leif ivar Kristiansen er leiðtogi norsku Vítisengl- anna og leiðbeinir fáfni eftir grýttum slóðanum til fullgildingar samtakanna. mynd tOm E. ØStHuuS Að eiga og elska heimsins versta hund -Mjög fyndin ástarjátning ... Í bókinni Marley og ég er viðfangsefninu lýst af hlýju ... gamansemi og ástúð. New York Times -Fyndin og hjartnæm saga um fimmtíu kílóa Labrador sem var jafn tryggur og elskulegur og hann var óþekkur. People -Hugsanlega hugljúfasta bók ársins. Sannarlega hundavinabók ársins. USA Today MARLEY OG ÉG er bók sem allir hundaáhugamenn verða að lesa - og hinir líka. Marley og ég John Grogan Að eiga og elska heimsins versta hund Á metsölulista New York Times Frum- útgáfa í kilju HÓLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.