Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 12
föstudagur 4. júlí 200812 Helgarblað DV STJÓRNVÖLD HRASA UM KYNLÍFSHNEYKSLI Sunnudagskvöldið 17. desember kom hópur vistmanna í Byrginu sér fyrir í setustofu og beið eftir sýningu á fréttaskýringaþættinum Kompási. Kvisast hafði út í hópn- um að þátturinn yrði afhjúpandi um Guðmund Jónsson, forstöðu- mann Byrgisins, mann sem flest- ir á staðnum höfðu reitt sig á í til- raunum til þess að sigrast á erfiðri áfengis- og vímuefnafíkn. Enginn á staðnum hafði þó gert sér í hug- arlund hvað næstu dagar myndu bera í skauti sér. „Það sem tók við var hreint og klárt sturlunarástand, eins og í furðulegri kvikmynd,“ segir Jenný Gísladóttir, sem var í Byrginu við Efri-Brú í Grímsnesi þetta kvöld. Guðmundur Jónsson var strax sett- ur af sem forstöðumaður. Enginn kom í staðinn. „Daginn eftir fóru einhverjir í ríkið á Selfossi og svo var dottið í það,“ segir Jenný, sem bendir á að fæstir vistmannanna hefðu ráðið við áfallið. „Fólk í þessu ástandi kann bara eina lausn.“ Almenningur heltekinn Almenningur var heltekinn af ítarlegum kynlífslýsingum úr Byrg- inu og myndband með kynlífsat- höfnum gekk eins og eldur í sinu um samfélagið. „Á meðan á þessu gekk tóku litlir hópar sig saman fyr- ir austan og pöntuðu sér leigubíla til Reykjavíkur. Flestir fóru beint á götuna,“ segir Jenný. Á sama tíma gustaði um þáver- andi félagsmálaráðherra, Magnús Stefánsson, og aðra stjórnmála- menn sem höfðu beitt sér fyrir því að veita fé til starfseminnar, jafn- vel þótt landlækni og öðrum í heil- brigðiskerfinu hefðu borist skýrar vísbendingar um að ekki væri allt með felldu í Byrginu. „Viðbrögð ráðherrans voru einfaldlega að loka sjoppunni. Þetta voru stærstu mis- tökin,“ segir Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Örfáir vistmenn fengu inni á meðferðarheimilinu Hlaðgerðar- koti. Samhjálp veitti einhverjum þeirra aðstoð, en mikill meirihluti fjörutíu manna hóps fór beint á götuna, í harða neyslu, ofbeldis- verk og afbrot. Vandamálið stækk- aði að umfangi. Að engu að hverfa „Ég náði sjálf að halda mér edrú fram á vorið,“ segir Jenný, sem fann sér húsnæði á Selfossi. Hún hafði dvalið í Byrginu í fimmtán mánuði og var í starfsþjálfun þar. „Ég var búin að berjast fyrir því í nokkra mánuði að fá tíu ára gamla dótt- ur mína til mín. Barnaverndaryf- irvöld voru búin að samþykkja að hún kæmi til min aftur, en nú voru þessi áform í algjörri upplausn,“ segir Jenný. Mæðgurnar bjuggu á Selfossi fram á vorið ásamt sambýlismanni Jennýjar. Fjölmiðlaumfjöllun um málið var viðstöðulítil og þegar leið nær sumri þoldi Jenný ekki meira. „Viðnámið gegn sjúkdómn- um er ekki alltaf mikið hjá manni og ég féll,“ segir Jenný. Hún missti dóttur sína frá sér á nýjan leik og var komin á götuna, húsnæðislaus í stífri neyslu á stuttum tíma. Hún segir að fæstir vistmenn í Byrginu hafi náð að fóta sig eftir áfallið. Eft- ir sýningu þáttarins um Byrgið hafi aldrei sést til fagfólks úr heilbrigð- is- eða félagsmálageiranum í Byrg- inu og aðeins þeim konum sem urðu fyrir kynferðislegri misnotkun á staðnum hafi verið boðin aðstoð á geðdeild. „Við vorum hins vegar margar þarna sem urðum ekki fyrir neinni misnotkun og töldum okk- ur vera á batavegi. Við höfðum að engu að hverfa.“ Fimmtán eru látnir Jenný er ennþá í viðjum fíkn- arinnar en hefur tekið þá ákvörð- un að tala opinskátt um aðstæður þessa hóps, því ekkert virðist bóla á úrræðum. „Við erum að tala um fólk sem er raunverulegir sjúkling- ar og þurfa á bráðri aðstoð fagfólks að halda. Þarna voru Íslandsmeist- ararnir í vímuefnaneyslu og glæp- um,“ segir hún. Hún furðar sig á því að hægt sé að leggja niður jafnumfangsmikla starfsemi eftir sýningu á einum sjónvarpsþætti. Aldrei hefði ból- að á neinum vilja til þess að halda starfseminni áfram með nýjum stjórnendum á meðan farið var í saumana á máli Guðmundar Jóns- sonar. „Hvers vegna þurfti að loka Byrginu?“ spyr Jenný. Hún bendir á að vandamál Byrgisfólksins hafi aðeins versnað og undið upp á sig. „Vandamál þessa hóps smita út í samfélag- ið. Sumir fremja ofbeldisverk og önnur af- brot. Það er áreiðanlegt að álag á lögregluna jókst eftir að Byrginu var lokað og marg- ir ein- stakling- ar þoldu ekki áfall- ið og hafa látið lífið. Sjálf veit ég um tíu ein- staklinga úr þessum hópi sem hafa látið lífið á síð- ustu sex mánuðum.“ Af samræðum við fleiri fyrrver- andi vist- menn og Guðmund Jónsson sjálfan má ætla að tölur yfir hina látnu séu varlega áætlaðar. Ábyrgðarlausir ráðamenn Sveinn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, seg- ir ábyrgð samfélagsins á örlögum þessa hóps vera mikla. „Það heyrist hvorki hósti né stuna frá þeim um- boðsmönnum sem við höfum kos- ið til þess að sjá um þessi mál,“ segir Sveinn. Hann segir að stærstu mis- tökin hafa legið í því að loka Byrg- inu, jafnskjótt og fréttist af vanda- málum. „Það þurfti að finna nýtt fólk í brúna.“ Sveinn bendir á að viðbörgð stjórnmálamanna, þegar málið kom upp, hafi fyrst og fremst ver- ið þau að bera hönd fyrir höfuð sér. „Menn reyndu bara að Sigtryggur Ari jóhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Stærstu mistökin í öllu Byrgismálinu voru að leggja starfsemina formálalaust niður, segir Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann gagnrýnir yfirvöld harðlega fyrir framkvæmdaleysi og segir að á meðan Byrgisfólkið deyi á götunni heyrist hvorki hósti né stuna frá ráðamönnum. jenný gísladóttir, fyrrverandi vistmaður í Byrginu, segir hér söguna frá kvöldinu sem Kompásþátturinn var sýndur og glundroðanum sem fylgdi í kjölfarið. Áfallið var mikið jenný gísladóttir var vistmaður í Byrginu þegar starfsemin lognaðist út af. Hún telur að stjórnvöld hljóti að hafa viljað fá fíklana á götur reykjavíkur. dV-MYNd sIgtrYggur Forstöðumaðurinn guðmundur jónsson hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingum sínum. Hann áfrýjar til Hæstaréttar. dV-MYNd gúNdI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.