Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 12
föstudagur 4. júlí 200812 Helgarblað DV
STJÓRNVÖLD HRASA
UM KYNLÍFSHNEYKSLI
Sunnudagskvöldið 17. desember
kom hópur vistmanna í Byrginu
sér fyrir í setustofu og beið eftir
sýningu á fréttaskýringaþættinum
Kompási. Kvisast hafði út í hópn-
um að þátturinn yrði afhjúpandi
um Guðmund Jónsson, forstöðu-
mann Byrgisins, mann sem flest-
ir á staðnum höfðu reitt sig á í til-
raunum til þess að sigrast á erfiðri
áfengis- og vímuefnafíkn. Enginn
á staðnum hafði þó gert sér í hug-
arlund hvað næstu dagar myndu
bera í skauti sér.
„Það sem tók við var hreint og
klárt sturlunarástand, eins og í
furðulegri kvikmynd,“ segir Jenný
Gísladóttir, sem var í Byrginu við
Efri-Brú í Grímsnesi þetta kvöld.
Guðmundur Jónsson var strax sett-
ur af sem forstöðumaður. Enginn
kom í staðinn. „Daginn eftir fóru
einhverjir í ríkið á Selfossi og svo
var dottið í það,“ segir Jenný, sem
bendir á að fæstir vistmannanna
hefðu ráðið við áfallið. „Fólk í þessu
ástandi kann bara eina lausn.“
Almenningur heltekinn
Almenningur var heltekinn af
ítarlegum kynlífslýsingum úr Byrg-
inu og myndband með kynlífsat-
höfnum gekk eins og eldur í sinu
um samfélagið. „Á meðan á þessu
gekk tóku litlir hópar sig saman fyr-
ir austan og pöntuðu sér leigubíla
til Reykjavíkur. Flestir fóru beint á
götuna,“ segir Jenný.
Á sama tíma gustaði um þáver-
andi félagsmálaráðherra, Magnús
Stefánsson, og aðra stjórnmála-
menn sem höfðu beitt sér fyrir því
að veita fé til starfseminnar, jafn-
vel þótt landlækni og öðrum í heil-
brigðiskerfinu hefðu borist skýrar
vísbendingar um að ekki væri allt
með felldu í Byrginu. „Viðbrögð
ráðherrans voru einfaldlega að loka
sjoppunni. Þetta voru stærstu mis-
tökin,“ segir Sveinn Magnússon,
framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Örfáir vistmenn fengu inni á
meðferðarheimilinu Hlaðgerðar-
koti. Samhjálp veitti einhverjum
þeirra aðstoð, en mikill meirihluti
fjörutíu manna hóps fór beint á
götuna, í harða neyslu, ofbeldis-
verk og afbrot. Vandamálið stækk-
aði að umfangi.
Að engu að hverfa
„Ég náði sjálf að halda mér edrú
fram á vorið,“ segir Jenný, sem fann
sér húsnæði á Selfossi. Hún hafði
dvalið í Byrginu í fimmtán mánuði
og var í starfsþjálfun þar. „Ég var
búin að berjast fyrir því í nokkra
mánuði að fá tíu ára gamla dótt-
ur mína til mín. Barnaverndaryf-
irvöld voru búin að samþykkja að
hún kæmi til min aftur, en nú voru
þessi áform í algjörri upplausn,“
segir Jenný.
Mæðgurnar bjuggu á Selfossi
fram á vorið ásamt sambýlismanni
Jennýjar. Fjölmiðlaumfjöllun um
málið var viðstöðulítil og þegar
leið nær sumri þoldi Jenný ekki
meira. „Viðnámið gegn sjúkdómn-
um er ekki alltaf mikið hjá manni
og ég féll,“ segir Jenný. Hún missti
dóttur sína frá sér á nýjan leik og
var komin á götuna, húsnæðislaus
í stífri neyslu á stuttum tíma. Hún
segir að fæstir vistmenn í Byrginu
hafi náð að fóta sig eftir áfallið. Eft-
ir sýningu þáttarins um Byrgið hafi
aldrei sést til fagfólks úr heilbrigð-
is- eða félagsmálageiranum í Byrg-
inu og aðeins þeim konum sem
urðu fyrir kynferðislegri misnotkun
á staðnum hafi verið boðin aðstoð
á geðdeild. „Við vorum hins vegar
margar þarna sem urðum ekki fyrir
neinni misnotkun og töldum okk-
ur vera á batavegi. Við höfðum að
engu að hverfa.“
Fimmtán eru látnir
Jenný er ennþá í viðjum fíkn-
arinnar en hefur tekið þá ákvörð-
un að tala opinskátt um aðstæður
þessa hóps, því ekkert virðist bóla
á úrræðum. „Við erum að tala um
fólk sem er raunverulegir sjúkling-
ar og þurfa á bráðri aðstoð fagfólks
að halda. Þarna voru Íslandsmeist-
ararnir í vímuefnaneyslu og glæp-
um,“ segir hún.
Hún furðar sig á því að hægt sé
að leggja niður jafnumfangsmikla
starfsemi eftir sýningu á einum
sjónvarpsþætti. Aldrei hefði ból-
að á neinum vilja til þess að halda
starfseminni áfram með nýjum
stjórnendum á meðan farið var í
saumana á máli Guðmundar Jóns-
sonar. „Hvers vegna þurfti að loka
Byrginu?“ spyr Jenný.
Hún bendir á að vandamál
Byrgisfólksins hafi aðeins versnað
og undið upp á sig. „Vandamál
þessa hóps smita út í samfélag-
ið. Sumir fremja ofbeldisverk
og önnur af-
brot. Það er
áreiðanlegt
að álag á
lögregluna
jókst eftir
að Byrginu
var lokað
og marg-
ir ein-
stakling-
ar þoldu
ekki áfall-
ið og hafa
látið lífið.
Sjálf veit ég
um tíu ein-
staklinga úr
þessum hópi sem
hafa látið lífið á síð-
ustu sex mánuðum.“
Af samræðum við
fleiri fyrrver-
andi vist-
menn
og
Guðmund Jónsson sjálfan má ætla
að tölur yfir hina látnu séu varlega
áætlaðar.
Ábyrgðarlausir ráðamenn
Sveinn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Geðhjálpar, seg-
ir ábyrgð samfélagsins á örlögum
þessa hóps vera mikla. „Það heyrist
hvorki hósti né stuna frá þeim um-
boðsmönnum sem við höfum kos-
ið til þess að sjá um þessi mál,“ segir
Sveinn. Hann segir að stærstu mis-
tökin hafa legið í því að loka Byrg-
inu, jafnskjótt og fréttist af vanda-
málum. „Það þurfti að finna nýtt
fólk í brúna.“
Sveinn bendir á að viðbörgð
stjórnmálamanna, þegar málið
kom upp, hafi fyrst og fremst ver-
ið þau að bera hönd fyrir höfuð sér.
„Menn reyndu
bara að
Sigtryggur Ari jóhAnnSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
Stærstu mistökin í öllu Byrgismálinu voru að leggja starfsemina formálalaust niður, segir Sveinn
Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann gagnrýnir yfirvöld harðlega fyrir framkvæmdaleysi
og segir að á meðan Byrgisfólkið deyi á götunni heyrist hvorki hósti né stuna frá ráðamönnum. jenný
gísladóttir, fyrrverandi vistmaður í Byrginu, segir hér söguna frá kvöldinu sem Kompásþátturinn var
sýndur og glundroðanum sem fylgdi í kjölfarið.
Áfallið var mikið jenný gísladóttir var
vistmaður í Byrginu þegar starfsemin
lognaðist út af. Hún telur að stjórnvöld
hljóti að hafa viljað fá fíklana á götur
reykjavíkur. dV-MYNd sIgtrYggur
Forstöðumaðurinn guðmundur jónsson hefur verið
dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingum sínum.
Hann áfrýjar til Hæstaréttar. dV-MYNd gúNdI