Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 15
DV Helgarblað föstudagur 4. júlí 2008 15 Kynferðisglæpum gagnvart börn- um sem eiga upptök sín á netinu fer stöðugt fjölgandi. Fórnarlömb í slík- um málum sem komu til Barnahúss fjölgaði ferfalt milli áranna 2006 og 2007. Lögreglan og aðrir sem vinna að heill barna telja netglæpaölduna gegn börnum enn í vexti. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðu- maður Barnahúss, segir börn allt niður í átta ára aldur hafa verið tæld af netníðingum. Hún segir níð- ingunum einkum takast að glepja einmana börn. Hlíf Böðvarsdóttir, verkefnisstjóri vakningarátaksins Samfélag, fjölskylda og tækni, seg- ir á ábyrgð foreldranna að kenna börnum sínum umgengnisreglur á netinu. Ómælanlegar þjáningar Netglæpir gagnvart börnum geta verið margs konar. Líkt og DV hefur áður greint frá er algengt að íslensk- ir netníðingar skiptist á óviður- kvæmilegum myndum af ólögráða stúlkum á þar til gerðum vefsíð- um. Stúlkurnar hafa jafn vel verið neyddar til að afklæðast fyrir fram- an myndavél er þær voru í annar- legu ástandi. Petrína Ásgeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaheilla, segir að samtökunum berist að meðaltali 53 ábendingar um óviðeigandi myndir af börnum á netinu mánaðarlega. Í um þriðjungi tilfella er um ólöglegt efni að ræða. Hún segir ómælanleg- ar þjáningar liggja að baki myndun- um. „Þessar myndir geta farið út um allan heim,“ segir Björgvin Björg- vinsson, yfirmaður kynferðisbrota- deildar lögreglunnar, og bend- ir á nýlegt mál á borði lögreglu því til sönnunar. Þar höfðu ólögráða stúlkur samþykkt að afklæðast fyrir framan myndavél, en áhorfandinn var staddur í Tyrklandi. Átta ára börn tæld Ólöf Ásta segir þess dæmi að börn niður í átta ára aldur hafi ver- ið tæld til að sýna á sér kynfærin í vefmyndavél. „Börnin eru komin með svo mikla þekkingu. Átta til níu ára börn eru farin að nota vef- myndavélar og spreyta sig á MSN. Við höfum fengið nokkur brot til okkar þar sem um mjög ung börn er að ræða. Fórnarlömbin eru samt ef- laust miklu fleiri úti í samfélaginu. Þau vantar skilning á persónuleg- um mörkum og skynja ekki hvað er að gerast.“ Ólöf bendir á að gerendur jafnt sem þolendur geri sér ekki alltaf grein fyrir alvarleika brotsins þegar bein snerting á sér ekki stað. „Það er náttúrlega spurning hvort börn- in átti sig sjálf á því að þetta sé kyn- ferðisleg misnotkun,“ segir Ólöf. „Kynferðisleg misnotkun hefur verið mikið í umræðunni í samfé- laginu sem einhvers konar snert- ing. Ég held að börnin átti sig ekki á því, og jafnvel ekki fullorðna fólk- ið heldur, að það er kynferðisleg misnotkun þegar barn er misnot- að í kynferðislegum tilgangi,“ segir Ólöf og bendir á að netið sé notað til þess í síauknum mæli. „Þannig er verið að setja börnin í heim sem þau eiga ekki að þekkja.“ Mikill andlegur skaði Ólöf segir börnin geta orðið fyr- ir miklum andlegum skaða eftir að hafa sýnt sig í vefmyndavélum. Skaðinn komi oft ekki í ljós fyrr en að nokkrum tíma liðnum. „Öll van- líðanin kemur eftir á. Börnin fara að hugsa: Hver var að horfa? Var þetta skólafélagi minn eða einhver sem ég mæti út í búð? Hvert fara mynd- irnar? Börnin geta farið að óttast al- menningsstaði þar sem þau hitta fólk. Þau vita ekki hver var á bak við myndavélina þegar þau sýndu sína persónulegu staði,“ útskýrir Ólöf og bætir við að börnin geti upplif- að alla í kringum sig sem gerendur þegar aðstæður eru þannig. Van- líðanin magnist síðan þegar börnin þegja yfir netmisnotkuninni. Ólöf segir mikilvægt að umræða eigi sér stað svo sem flestir átti sig á þeim leiðum sem netníðingar fara að börnunum, svo og alvarleika brotanna. Villa á sér heimildir Ólöf segir einnig að eldri menn setji sig í samband bæði við unga drengi og stúlkur í gegnum netið og reyni síðan að fá börnin til að hitta sig. Fyrr á árinu var Anthony Lee Bellere, sem hafði ýmist tælt eða viðhaft lostugt athæfi í garð þriggja stúlkna á aldrinum tólf til sextán ára, dæmdur til fjögurra ára fang- elsisvistar. Stúlkunum hafði hann öllum kynnst með hjálp MSN- spjallforritsins og ginnt tvær þeirra til að hitta sig. „Það eru frekar börn sem eru einmana sem myndu láta glepjast til að hitta einhvern. Yfirleitt er ver- ið að villa á sér heimildir,“ segir Ólöf, en hún segir gerendurna oft þykjast vera mun yngri en þeir eru. Netníðingarnir komast að sögn Ólafar yfir vefföng barna á heima- síðum þeirra eða á ýmsum spjall- vefjum. Þeir geri sér einnig far um að veiða vefföng vina barna sem þeir eru í samskiptum við upp úr þeim. Ólöf segir börn oft halda að þær upplýsingar sem þau gefi upp á netinu séu innan vinahópsins, en geri sér ekki grein fyrir að upplýs- ingarnar séu fyrir allra augum. Ábyrgðin foreldranna Ein af hættunum er þegar þekk- ing barna á tækninni er orðin meiri en foreldranna. Björgvin legg- ur engu að síður mikla áherslu á ábyrgð foreldra á að gæta að börn- um sínum. „Mér finnst að foreldr- ar eigi að átta sig á að netið er al- heimsmiðill, og vefmyndavél tengd netinu er bara hluti af þeim tækni- búnaði. Ég átta mig ekki á því að foreldrar skuli alltaf skýla sér á bak við vankunnáttu, mér finnst það svolítið ábyrgðarlaust.“ Hlíf Böðvarsdóttir tekur undir að foreldrar séu mikilvægasta for- vörnin. Það sé á ábyrgð foreldranna að kynna sér umhverfi barnanna. „Þegar börnin kunna ekki reglurn- ar, og við kunnum ekki að kenna þeim þær, hvernig eiga þau þá að læra?“ segir Hlíf. Hún bendir til dæmis á að for- eldrar segi oft við börnin að þau eigi ekki að hitta ókunnuga sem þau kynnist á netinu, en átti sig ekki á að börnin hafi kannski verið í sam- skiptum við viðkomandi lengi. „Það er enginn ókunnugur á netinu,“ segir Hlíf og segir heppilegra að nota orðið netvinur. Hlíf vill benda sérstaklega á vefsíðurnar Netsvar.is og SAFT.is, þar sem foreldrar geta kynnt sér netið og aflað sér upp- lýsinga um hvernig sé best að ræða netöryggi við börn. Hlíf segir þó enga þörf á að henda tölvunum út um gluggann, enda séu netglæpir hlutfallslega ótíðir. Hverju tilfelli sé þó ofaukið. hafsteinn gunnar hauksson blaðamaður skrifar: hafsteinng@dv.is „Það eru frekar börn sem eru einmana sem myndu láta glepjast til að hitta einhvern. Yfir- leitt er verið að villa á sér heimildir.“ Yngsta fórnarlambið sem kynferðisbrotamenn hafa fengið til að bera kynfæri sín á netinu var átta ára. Sífellt fleiri kynferðisbrot gegn börnum eiga rætur sínar að rekja til veraldarvefjarins. Fórnarlömbum sem leituðu til Barnahúss vegna slíkra glæpa fjölgaði ferfalt milli áranna 2006 og 2007. Fólk sem vinnur að heill barna telur netglæpaölduna gegn börnum enn í vexti. Kynferðisbrota- ­faraldur­á­netinu Gátlisti samfélaGs, fjölskyldu oG tækni n Ég veiti aldrei persónulegar upplýsingar á spjallrás. n Ég segi fullorðnum frá ef ég finn eitthvað ógeðslegt á netinu. n Ég haga mér alltaf á netinu eins og ég vil láta koma fram við mig. n Ég móðga engan á netinu, jafnvel ekki í gríni. Kannski skilur fólk það ekki þannig. n Ég skemmti mér alltaf á netinu og man að netheimurinn er ekki raunveruleg- ur. n Ég segi öðrum frá reynslu minni á netinu. n Ég sannreyni alltaf efni sem ég finn á netinu. n Ég bið foreldra/forráðamenn um leyfi áður en ég kaupi eitthvað á netinu. n Ég tek mér reglulega hlé frá netinu. n Ég bið ekki aðra um persónulegar upplýsingar. n Ég hef ekki áhuga á efni fyrir fullorðna. Það er fyrir eldra fólk. n afritun af netinu er hugsanlega ólögleg. Ég bið alltaf eiganda vefsíðu um leyfi til að nota efni af netinu. n Ég afrita aldrei efni í stórum stíl af netinu fyrir heimaverkefnin mín. Það er svindl. n Ef einhver sendir mér tölvupóst sem mér líkar illa sendi ég hann aldrei áfram á aðra. samtök heimilis og skóla og saft hvetja foreldra til að fara yfir ofangreindan gátlista ásamt börnum sínum. Ef svar barnsins við öllum spurningum er „já, það er satt“ er netnotkun þess örugg. Nánari upplýsingar er að finna á Netsvar.is og saft.is. Barnaníðingar Nýta sér netið í síauknum mæli til að ná fram vilja sínum. Ólöf Ásta farestveit „Það er verið að setja börnin í heim sem þau eiga ekki að þekkja.“ Mikill andlegur skaði getur komið fram löngu eftir að brotin eiga sér stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.