Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 38
föstudagur 4. júlí 200838 Sport DV Sport Lampard fær Launahækkun Chelsea hefur boðið frank lamp-ard væna launahækkun í von um að hann framlengi samning sinn við félagið. jose Mourinho hefur gefið það út að hann ætli sér að fá lampard í það minnsta fyrir næsta tímabil. lampard hefur verið í samningaviðræðum við Chelsea sem hafa ekki gengið nægilega vel en þegar sögurnar af Inter fóru að berast hækkaði tilboðið til muna. Honum hafa verið boðin 140.000 pund á viku eða því sem nemur 22 milljónum króna. Það myndi gera hann að hæst launaða knattspyrnumanni á Bretlandseyjum. BALLACKSHAUSV ERKUR Ferill Michaels Ballack er klárlega nokkuð til að stæra sig af. Hann endaði á sínum níu árum í þýsku deildinni aldrei neðar en í 5. sæti. Hann endaði einu sinni í fjórða en ann- ars vann hann í deildinni eða fékk hið geð- þekka silfur sem hann er orðinn frægur fyrir. Það er ekkert óeðlilegt að leikmaður á hans mælikvarða státi af mörgum silfurpeningum enda alltaf verið í góðum liðum og í baráttu í öllum keppnum. Ballack sjálfur vildi þó ef- laust hafa hlutfallið milli gull- og silfurverð- launa aðeins meira í áttina að gulli. Ballack kom eins og stormsveipur inn í þýsku deildina og vann hana með Kaisers- lautern árið 1998. Árið eftir gekk ekki eins vel en Klaus Toppmoeller, þjálfari Bayern Lev- erkusen, vissi alveg hvernig leikmaður væri þarna á ferð og lokkaði hann yfir. Fyrsta árið var engin sprengja fyrir Leverkusen-menn sem mynduðu þó flott lið í kringum Ballack með menn eins og Lucio, Ze Roberto og Dim- itar Berbatov innanborðs. SiLfurþrennan Tímabilið 2001/2002 verður Michael Ball- ack og öllum stuðningsmönnum Bayern Lev- erkusen afar minnisstætt. Það muna allir eft- ir hinni mögnuðu þrennu sem Manchester United náði tímabilið 1998/99 þegar félag- ið sigraði í ensku deildinni, enska bikarnum og meistaradeild Evrópu. Leverkusen var að- eins hársbreidd frá því að gera það sama en stóðu uppi með þrjú silfur á milli handanna. Leverkusen var í bullandi baráttu í deildinni þar sem það reyndi að verja titilinn sem það hafði unnið árið áður. Borussia Dortmund michael Ballack hefur verið iðinn við kolann í gegn- um tíðina að vinna til silfurverðlauna. Þótt hann hafi hlotið fjölda gullverðlauna með félagsliðum og önnur einstaklingsverðlaun eru öll þessi silfur klárlega nokkuð sem hann klórar sér í hausnum yfir. DV fer hér lauslega yfir feril þessa ágæta Þjóðverja og tekur saman titla hans í því sem má kalla alvörumótum. var þeirra helsti andstæðingur og Bayern München var ekki langt undan. Leverkusen gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í undanúrslitum meist- aradeildarinnar og lék til úrslita gegn Real Madrid. Fyrir framan 52.000 æsta áhorfend- ur á blautum Hampden Park-vellinum í Skot- landi þurfti Leverkusen að sætta sig við 2–1 tap fyrir Spánarmeisturunum. Real komst yfir snemma leiks en Leverkusen jafnaði strax með marki varnarmannsins Lucios. Zinedine Zidane tók þá til sinna ráða og skoraði eitt fallegasta mark sem sést hefur í úrslitaleik meistaradeildinnar og þó víðar væri leitað. Þarna stóðu Leverkusen-menn uppi með sitt þriðja silfur á tímabilinu því fjórum dög- um áður hafði það annað komið með tapi í þýska bikarnum gegn Schalke, 4–2. Ekki einu sinni náðu greyin í Leverkusen að bjarga deildartitlinum því gulir og glaðir Dort- mund-menn hirtu af þeim kórónuna á loka- degi móts. þrjár tvennur Það voru betri tímar fram undan því Ott- mar Hitzfeld fékk Ballack til liðs við Bayern München. München hefur verið þekkt fyrir það að kaupa allt gott á tveimur fótum sem þýskt er og var Ballack þar engin undantekn- ing. Með Bayern vann Ballack til sjö gullverð- launa þar af þrisvar sinnum vann hann í deild og bikar með liðinu. Aldrei komst hann í úr- slit meistaradeildarinnar aftur og leitaði því á ný mið til að sækjast eftir þeim titli. Fyrir valinu varð Chelsea sem bauð hon- um lúxussamning og loforð um að allt yrði gert til að vinna meistaradeildina en það er helsti draumur eigandans Romans Abramov- ich. Ballack átti meira en erfitt uppdráttar á fyrsta tímabili sínu þar sem liðið tapaði í und- anúrslitum meistaradeildarinnar. SiLfurferna Í ár gekk Ballack mun betur með Chelsea og lék oft á tíðum skínandi vel. Hann var kom- inn í sitt besta hlutverk framar á vellinum þótt það skyggði eilítið á Frank Lampard. Í deild- inni virtust Chelsea-menn aldrei líklegir en læddust upp að Manchester United á toppn- um og jafnaði það þegar tvær umferðir lifðu móts. Aftur þurfti Chelsea að sætta sig við silf- ur í deildinni en fyrr á tímabilinu hafði annar silfurpeningur komið í hús í deildarbikarnum þar sem liðið tapaði fyrir Tottenham. Chelsea tókst þó loks að komast í úrslit meistaradeildinnar og gat bjargað tímabilinu og Ballack loks unnið í þessari merku deild. Þegar John Terry steig á vítapunktinn virtist draumur blárra vera að rætast en skot hans í stöngina varð til þess að Manchester Unit- ed hampaði titilinum. Því var Ballack kom- inn með þrjú silfur nú þegar á tímabilinu en var ekki hættur. Á sunnudaginn síðasta bætti hann því fjórða á árinu við þegar Spánn lagði Þýskaland í úrslitaleik Evrópukeppninnar. Ballack er þó hvergi hættur aðeins 31 árs og hefur heitið því að vinna meistaradeildina áður en hann hættir. Allavega virðast silf- urpeningarnir ekki hægja á honum og sá hlær best sem síðast hlær. tomas@dv.is Michael Ballack þjóðerni: Þýskur (austur-Þjóðverji) aldur: 31 félag: Chelsea fyrri félög: Kaiserslautern, Bayern leverkusen og Bayern München. Gull í úrslitaleikjum: 6 Silfur í úrslitaleikjum: 7 Gull í úrslitaleikjum að undanskildum þýska bikarnum: 3 Silfur í úrslitaleikjum að undanskildum þýska bikarnum: 6 Gull í alvörumótum: 10 Silfur í alvörumótum: 12 TíMaBil Félag DeilD Bikar cl D.Bikar hM eM 1997/98 kaiserslautern gull - - - - - 1998/99 kaiserslautern 5. - - - - - 1999/00 Bayern Leverkusen silfur - - - - - 2000/01 Bayern Leverkusen 4. - - - - - 2001/02 Bayern Leverkusen silfur silfur silfur - silfur - 2002/03 Bayern münchen gull gull - - - - 2003/04 Bayern münchen silfur - - gull - - 2004/05 Bayern münchen gull gull - - - - 2005/06 Bayern münchen gull gull - silfur - - 2006/07 Chelsea silfur gull - gull - - 2007/08 Chelsea silfur - - silfur - silfur þriðja SiLfrið 2002 aftur gengur hann framhjá bikar. Nú meistaradeildarbik- arnum eftir tap gegn real Madrid. Ballack hefur aldrei hampað þessum merka titli. fyrSta SiLfrið 2002 Ballack trúir ekki að þýski titillinn hafi runnið honum úr greipum á lokadegi móts. annað SiLfrið 2002 Ballack gengur framhjá þýska bikarnum hnípinn eftir 4-2 tap í úrslitaleik. SiLfurkanSLarinn Ballack sá á eftir Evrópubikarnum með Þýskalandi á sunnudaginn eftir tap gegn spáni. Súr í moSkvu aftur þurfti Ballack að sjá á eftir meistaradeild- arbikarnum. Nú til Manchester. eina SiLfrið með Bayern Ballack grípur um andlit sér og trúir ekki að möguleikinn á deildartitlinum sé farinn. Ballack vann í deildinni þrisvar með Bayern.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.