Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 4
föstudagur 4. júlí 20084 Fréttir DV Sandkorn n Kreppan kemur víða við. Líka í fótbolta. Þróunin hefur verið sú að leikmenn fúlsi jafnvel við boði um 350 þúsund krónur á mánuði og þeir best settu séu á launum í kringum milljón á mánuði. Yfir sumartím- ann. Það var samið við alla þessa leikmenn í viðskiptalegri hagsæld. Nú er hins vegar kreppa. Þá þarf að spara. Leikmenn í Kópavogi eru orðnir langþreyttir á því að fá að- eins hluta launa sinna borgaðan og leikmenn í Vesturbænum hafa einnig kvartað og kveinað á bör- um landsins. Líður því væntan- lega ekki á löngu þar til fyrsta verk- fall íslenskra knattspyrnumanna lítur dagsins ljós. n Og meira að erfiðleikum í rekstri knattspyrnu- félaga. Skagamenn spenntu bog- ann mjög hátt í sumar. Hafa sex leikmenn á fullum at- vinnumanna- launum og dýrasta þjálfara landsins. Nú er svo komið að reksturinn gengur afar illa. Reikningar hrannast upp og æðstu mönnum ÍA óraði ekki fyrir að fá þriggja milljóna króna reikning frá Akureyri um mánaða- mótin. ÍA fór í æfingarferð til Ak- ureyrar sem kostaði félagið tvær milljónir og þar voru keypt fæðu- bótarefni fyrir milljón. Þegar svo leikmenn vildu fá bensínkostnað- inn greiddan var fokið í flest skjól. Þrjár milljónir eru ekki lengur til og óttast Akurnesingar að félagið stefni í gjaldþrot enda á bærinn allar eignir félagsins. n Aðeins meira ofan af Skipa- skaga. Mikið hef- ur verið rætt og ritað um leik KR og ÍA sem fram fór síð- astliðinn mánudag. Dómari leiksins, Garðar Örn Hinriksson, hefur verið gerður að blóra- böggli hjá ÍA og hann sakaður um að hata ÍA. Margir hafa hins vegar bent Skagamönnum á að líta fyrst í eigin barm. Þannig hefur lítið verið fjallað um að Guðjón Þórðarson var ekki með liðið vik- una áður en leikurinn fór fram. Hann var erlendis á þjálfaranám- skeiði. Mætti svo daginn fyrir leik og tilkynnti byrjunarliðið. Þar var Þórður Guðjónsson þrátt fyrir að vera tæpur á meiðslum. Þórð- ur þurfti að fara af leikvelli áður en fjórar mínútur voru komnar á klukkuna. n Fylkismenn eru komnir áfram í átta liða úrslit VISA-bikarsins í fótbolta. Þeir eru hins vegar að ströggla í deildinni. Stuðningsmenn eru ósáttir við gengi liðsins, finnst það móðgun ef uppalinn Fylkis- maður er tekinn út af fyrir aðkomu- mann og telja að tími Leifs Garðarssonar með liðið sé liðinn. Nú ber- ast þær fréttir að stjórnin sé sama sinnis. Vinni Fylkir ekki Breiða- blik á mánudaginn verður Leifi sagt upp störfum. Bensínþjófnaður frá bensínstöðvunum hefur aukist mikið hér á landi í takt við hækkandi olíuverð. Þrjótarnir ýta einfaldlega á takkann „Greiðið inni“ og bruna síðan burt. Lög- reglan hefur þó ráð undir rifi hverju og hefur uppi á þjófunum með sínum aðferðum. Keyra burt án þess að borga „Bensínþjófnaður? Já, við fáum fullt af þeim,“ segir Ólafur Emils- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Töluvert hefur færst í aukana að fólk borgi ekki fyrir bensín sem það tekur á bensínstöðvum stóru olíufélaganna. Takki sem stend- ur á „Greiðið inni“ hjálpar til við þjófnaðinn. Þjófarnir ýta einfald- lega á takkann, taka bensín og keyra síðan burt án þess að borga inni. Lögreglan nýtir sér þó tækn- ina og hefur uppi á þjófunum inn- an skamms. Stela öðrum númerum Ólafur segir að lögreglan nái flestum þjófunum innan skamms. Þó séu alltaf einhverjir sem sleppa. Undirritaður var að taka bensín ekki alls fyrir löngu þar sem núm- erslaus bíll renndi í hlað, dældi á og keyrði í burtu. „Sumir gera þetta og svo eru aðrir sem stela einfald- lega númerunum af öðrum bílum og setja á sína. Skila númerunum bara aftur þegar þeir eru búnir að dæla.“ Gamla aðferðin á undanhaldi Lítið hefur verið um að fólk steli bensíni með gömlu góðu slöng- unni. Sjúga upp í slöngu, fá slatta af bensíni upp í sig og láta leka í brúsa. Ástæðan er einföld, bíl- ar nútímans eru betur búnir en gömlu bílarnir. Þeir eru varðir fyrir slíkum þjófnaði. Erfitt getur reynst að koma slöngu ofan í bensín- tankinn. „Slíkur þjófnaður heyrir til undantekninga enda bílar í dag orðnir svo fullkomnir.“ Tjón af slík- um þjófnaði getur numið allt að 25 þúsund krónum sé fullur tank- ur tekinn af einum af bandarísku bensínhákunum. Faraldur í Bandaríkjunum Víða erlendis þekkist svona þjófnaður. Bandarísk yfirvöld hafa til dæmis kallað bensínþjófnað far- aldur. „Þetta er allt tekið upp á góð- ar öryggismyndavélar þar sem við sjáum númerin. Svo þekkjum við líka fullt af þessu fólki sem hefur verið að gera þetta. Við náum þeim alltaf á endanum, það er ekki það,“ segir Ólafur. ÞEGNSKYLDA ÞJÓÐARINNAR Skáldið Skrifar Kristján Hreinsson sKáld sKrifar. „Auðvitað eru þeir þó nokkrir sem nú þegar fara á svartan lista yfir hugsanlega skipuleggjendur.“ æja, enn og aftur tekst mér að stuðla titilinn og í þetta skiptið er ég nokkuð sáttur við útkomuna því yfirskriftin er kjarni þess sem mig langar að fjalla um í dag. Að vísu neyðist ég til að setja lykkju á leið mína en það er bara betra. Einhverju sinni var hér á landi fyrirbæri sem kallað var Græni herinn. Þessi her var hugsaður sem miðstöð uppgræðslu og átti að gagnast landi og þjóð. Sá sem þar fór fremst- ur í fylkingu var Jakob Frímann, einn aðal- hljómborðseigandi Stuðmanna. Illar tungur segja mér að þetta hafi allt farið út um þúfur vegna þess að einhverjir óprúttnir einstakl- ingar reyndu að nýta málstaðinn sér og sín- um til hagsbóta. Ekki ætla ég að selja það dýru verði enda greiddi ég ekki eina einustu krónu fyrir orðin. Hvað sem öðru líður, Græni herinn varð að floppi sem flestir vilja gleyma. Og kem ég þá að kjarna málsins. Ég hef núna síðustu vikurnar starfað fyrir samtök sem kallast Gróður fyrir fólk í Land- námi Ingólfs. Samtök þessi sinna því þjóð- þrifaverkefni að græða landið með ýmsum ráðum, og á stundum óhefðbundnum að- ferðum. Yfirleitt er það ætlunin að breyta auðn í vin - örfoka land verður að fífilbrekku á skömmum tíma ef menn halda af kænsku og kunnáttu um hrífuskaft og haka. Ja, það er eiginlega akkúrat núna sem ég kemst að meginmálinu: Ég legg það til að all- ir Íslendingar fái þá þegnskyldu í vöggugjöf að sinna landgræðslu í nokkrar klukkustundir á ári hverju. Hvernig slíkt starf má útfæra í smá- atriðum, veit ég ekki. En segja má að ég treysti nánast hverjum sem er til að kortleggja þann pakka allan. Auðvitað eru þeir þó nokkrir sem nú þeg- ar fara á svartan lista yfir hugsanlega skipu- leggjendur. En ég sé það til dæmis fyrir mér að fangar geti unnið af sér fangavist og ég sé einnig fyrir mér að smákrimmar geti stundað landgræðslu í stað betrunarvistar. Svo fátt eitt sé nú nefnt. Talandi um fanga. Það er hrein tilviljun að vísan sem hér fer á eftir skuli yfir höfuð fá að birtast. En við hlið pistils míns í síðustu viku birtist klausa um Jakob Frímann og sagt var að bolur með mynd hans væri kominn úr prentun frá Kvíabryggju, þar sem fangar prenta í gríð og erg. Og þá datt mér strax í hug: Nú losar borg við hlýja hyggju heimsmynd dökk sem blý og kol því kominn er frá Kvíabryggju Kobbi Magg á nýjum bol. J Benedikt BóaS hinRikSSon blaðamaður skrifar: benni@dv.is dropinn dýr Það getur kostað allt upp í 25 þúsund að fylla á tankinn. Öryggismyndavélar ná þrjótunum Olíufélögin hafa komið sér upp fullkomnum öryggisbúnaði sem nær þjófunum á mynd. allir ósáttir við hátt verð Vörubílstjórar mótmæltu háu verði með misjöfnum árangri þó. lítið hefur til þeirra spurst eftir átökin í Norðlingaholti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.