Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 43
43DV Helgarblað föstudagur 4. júlí 2008
Hetjur og skúrkar
Villta Vestursins
Árið 1869 var járnbrautin sem lá
þvert yfir Bandaríkin á milli austurs
og vesturs tilbúin og batt hún sam-
an þessa fjarlægu landshluta. Hún
var í byggingu í um sex ár og kost-
aði óteljandi mannslíf, ekki síst fyr-
ir kínverska innflytjendur sem strit-
uðu í hræðilegum aðstæðum líkt og
þrælar. Margir sem voru af skandin-
avísku bergi brotnir tóku auk þess
þátt í lagningu járnbrautarinnar.
Þeir voru hærra settir en kínversku
verkamennirnir, en fengu þó léleg
laun þó að þeir væru hvítir innfædd-
ir borgarar.
Þrátt fyrir hinn gífurlega kostn-
að og mannfórnir var járnbrautinni
tekið fagnandi. Í stað hálfs árs langr-
ar ferðar á hestvagni frá New York til
San Francisco tók ferðin nú aðeins
um viku.
Margir gerðust kúrekar
Möguleikar skjótra samgangna
höfðu það einnig í för með sér að
nýir markaðir opnuðust í kúreka-
bransanum í Texas og á suðvestur-
svæðunum þar sem milljónir naut-
gripa reikuðu frjálsar í auðninni.
Eigendur nautgripa sem ráku þá
norður og seldu á gripasölum högn-
uðust gífurlega. Margir ungir menn
voru ráðnir sem kúrekar. Þannig
varð hinn sígildi kúreki til, sem við
könnumst við úr heimi kvikmynd-
anna, sem var bein arfleifð frá hin-
um spænska vaquero.
Í kvikmyndunum frá Hollywood
eru allir kúrekar hvítir, en í raun var
litaraft þeirra mismunandi. Margir
þeirra svörtu sem höfðu verið þræl-
ar áður en Þrælastríðinu lauk fundu
sér nú viðurværi sem kúrekar. Hinn
dæmigerði kúreki gat því verið hvít-
ur eða svartur.
Mikil bylting varð einnig í námu-
greftri. Mikið gull og silfur fannst og
lokkaði til sín gullgrafara og ævin-
týramenn. Hinir miklu gull- og silf-
urfundir í Norður-Ameríku urðu til
þess að heimsframleiðsla gulls og
silfurs tvöfaldaðist á seinni hluta 19.
aldar.
Gullæði í Klondike
Fyrsta stóra gullæðið í Norður-
Ameríku reið yfir strax um 1830 í
Appalasíufjöllum. Gullæðið í Kali-
forníu árið 1848 var einnig mjög
frægt. En allra frægasta æðið í hinn
glóandi málm reið yfir árin 1897–99,
þegar tímabil Villta vestursins var
eiginlega lokið eða að minnsta kosti
þegar það söng sitt síðasta.
Æðið hófst þegar indíáni að nafni
Keish (sem einnig var þekktur undir
nafninu „Skookum“ Jim Mason) ásamt
fylgdarliði fann mikið gull í Kanínu-
vík við ána Klondike í Kanada. Þegar
fréttin barst til Bandaríkjanna ferð-
aðist gífurlegur fjöldi manna þang-
að. Þrjátíu þúsund manns komu til
gullgrafarabæjarins Dawson þar sem
ríkti kaldasti vetur í manna minnum.
Framhald á
næstu opnu
Dó Með tvö pör á henDi
Á krám á vestursvæðunum var boðið upp á hinar
ýmsu gerðir spila: Póker, teningaspil, rúllettu og
endrum og eins hið vinsæla hættuspil faraó. Það var í
pókerspili í slíku andrúmslofti sem byssubófinn Villti
Villi Hickok var skotinn í hnakkann af jack „skakknefi“
McCall. Morðið átti sér stað í deadwood í suður- dakóta
árið 1876. Þetta kvöld hafði Hickok brugðið út af venju sinni að sitja með
bakið upp að veggnum. sagan segir að spilin á hendinni hafi verið tvö pör:
svartir ásar og svartar áttur ásamt tígulgosa. Ætíð síðan kallast þessi hönd
„dead Man‘s Hand“ eða „dauðs manns hönd“.
james Butler „Villti Villi“ Hickok skapaði sér frægð sem harðsvíraður
glæpamaður og tók þátt í fjölmörgum byssubardögum. Hann tók meðal
annars þátt í eina skráða byssubardaganum þar sem tveir menn mættust í
svokölluðu quick draw-einvígi en slíkt höfum við séð í óteljandi bíómyndum.
Þetta einvígi átti sér stað á torgi einu í springfield í Missouri-fylki árið 1865 og
lauk með því að Villti Villi skaut mótherja sinn til bana. í stuttan tíma var hann
meðlimur vina vestrasýningar Vísunda-Villa (Buffalo Bill).
villtasta Kona vestursins
svala sjana, sem hét í raun Martha jane Burke, leitaði
ævintýra á ónumdu svæðunum og vann meðal annars
sem njósnari í hernum í Indíánastríðunum. saga hennar
er blanda raunverulegra atburða og goðsagna, ekki
síst vegna þess að hún átti það til að ýkja stórlega
sögurn- ar af sjálfri sér. Eftir fjörug ár settist hún
að í deadwood í suður-dakóta og
gerðist vændiskona og þúsundþjala-
smiður í fátækt sinni sem stafaði meðal
annars af ofdrykkju. „Calamity“ merkir orðrétt
ógæfa eða hörmung á ensku, sem segir meira en
mörg orð um álit samfélagsins á henni. svala sjana
er ásamt Villta Villa Hickok ein af aðalpersónum
sjónvarpsþáttarins deadwood, sem hefur verið
sýndur í íslensku sjónvarpi. stóra ástin í lífi sjönu
var Villti Villi Hickok og er hún grafin við hans hlið.
Wild Bill hickok
lI
B
r
a
r
y
o
f
C
o
n
g
r
Es
s
villti villi hickok
skotinn til bana við
spilaborðið á krá árið
1876.
villti villi hicKoK (WilD Bill hicKoK) 1837-76
svala sjana (calaMity jane) 1852-1903
calamity
jane