Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 39
DV Sport föstudagur 4. júlí 2008 39
Bretar gráta andy Murray er úr leik á Wimbledon-mót-
inu í tennis en Murray hefur verið kallaður þeirra eina von
á mótinu. langt er síðan heimamaður vann á mótinu og
virðist enn ætla að verða löng bið á því. Murray tapaði sann-
færandi fyrir rafael Nadal sem er talinn næstbestur í heimi
á eftir svisslendingnum roger federer. Miklar vonir voru
bundnar við Murray sem var 12. í styrkleikaröðun mótsins
en hann er sjálfur bestur á grasi. gras aftur á móti er ekki
uppáhaldið hans Nadals. Það sást þó ekki í 8 liða úrslitunum
þegar hann henti Murray úr keppni, 6–4 og 6–3.
aðeins guð stendur í veginum „aðeins guð getur staðið í vegi fyrir því
að heimsmeistarakeppnin verði haldin í suður-afríku,“ segir yfirmaður suðuraf-
ríska knattspyrnusambandsins, danny jordaan, bálreiður í gær. „Ég á einfald-
lega ekki orð yfir þeim fréttir að mótið verði fært eitthvert annað. Blatter hefur
gert mikið til þess að suður-afríka fái að halda HM og því ætti hann að vera
að hugsa eitthvað annað? auðvitað er hann með einhverja varaáætlun skyldu
náttúruhamfarir eða því um líkt verða en annað ekki,“ segir jordaan.
LESTU NÚNA SPORTIÐ Á DV.IS!
HAUSVERKUR
Þegar david Beckham rakaði á sig hanakamb gerðu flestir ungir drengir slíkt hið sama. Þegar hann svo safn-
aði hári komst það einnig um stund í tísku. Knattspyrnumenn á nýafstöðnu EM reyndu sumir að innleiða nýj-
ar greiðslur sem gekk eins og í lygasögu:
(Hár)Toppar
engin BeckHam?
mauro Camoranesi
aldur: 31 árs
Félagslið: juventus
Landslið: ítalía
Camoranesi er einn af þessum fót-
boltamönnum sem eru einhvern veg-
inn aldrei með fallega greiðslu. Greitt
aftur og tekið í tagl virkar ekki lengur.
kevin kurányi
aldur: 26 ára
Félagslið: schalke
Landslið: Þýskaland
Hefur enginn þorað að stoppa
Kuranyi og sagt einfaldlega við
manninn: Veistu, þetta lúkk
er ekki að gera sig? Verður að
komast í hendur Haffa Haff sem
myndi gera hann töff á nóinu.
jens Lehmann
aldur: 38 ára
Félagslið: stuttgart
Landslið: Þýskaland
Lehmann er einn af þessum gæjum sem
kæra sig kollótta um að láta að raka sig sköll-
ótta þótt hann sé kominn langleiðina. Ekki
eru krullurnar að gera neitt sérstakt heldur.
nani
aldur: 22 ára
Félagslið: Manchester united
Landslið: Portúgal
Portúgalarnir sem hafa komið í ensku deildina eru á
stundum ljósárum á eftir í hárfræðunum samanber
soul-greiðslu Nani. Minnir einna helst á þeldökka
leikarann í ER þegar þeir þættir voru sem vinsælastir.
C. ronaLdo
aldur: 23 ára
Félagslið: Manchester
united
Landslið: Portúgal
Nei, nú segjum við
einfaldlega stopp við
þessa menn. Ronaldo
hefur reyndar þrosk-
ast í hárvali en þetta
litla aðeins pínu sítt
að aftan er bara ein-
faldlega ljótt.
wiLLiam gaLLas
aldur: 30 ára
Félagslið: arsenal
Landslið: frakkland
Frakkarnir eiga París, tískuborg
heimsins, en Gallas virðist ekki
fara þangað allt of oft. Hanakamb-
ur hans var í tísku fyrir 10 árum.
Christian FuChs
aldur: 22 ára
Félagslið: Bochum
Landslið: austurríki
Ok, þessi skytturnar þrjár-kleinuhringur er
ekki alveg að gera sig. Gæti helst notað hann
til að skora á einhvern í gamaldags einvígi.
Bastian sChweinsteiger
aldur: 23 ára
Félagslið: Bayern München
Landslið: Þýskaland
Notar væntanlega gel Loga Geirs því hárið hagg-
ast ekki. Jafnvel þótt það sé hellirigning. Aflitun-
in er síðan bara toppurinn á ísjakanum.
werder Bremen
aldur: 24 ára
Félagslið: Werder Bremen
Landslið: Portúgal
Hvað er með þessa Portúgala? Í
alvörunni. Hann mætti gegn Tékk-
landi með einhvern hýjung sem
fermingarbarn gæti verið stolt af.
Petter hansson
aldur: 31 árs
Félagslið: rennes
Landslið: svíþjóð
Hansson virðist ekki gera sér grein fyrir því
að aðeins Ítalir mega vera töff og svalir í
vörninni. Virðist halda að Backstreet Boys-
lúkkið sé enn við lýði en því fer víðs fjarri.