Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 44
föstudagur 4. júlí 200844 Helgarblað DV
Draumurinn um að verða ríkur varð
ekki að veruleika nema hjá fámenn-
um hópi fólks, á meðan aðrir strituðu
árangurslaust og sneru heim fátæk-
ari en þeir höfðu verið við komuna til
Dawson. Aðrir stöldruðu við og smám
saman byggðist staðurinn upp.
Landnemabyggðir blómstra
Þegar nautgripasala og námu-
gröftur blómstraði spruttu land-
nemabyggðir næstum eins og gor-
kúlur. Þetta voru svokallaðir „boom
towns“, staðir af þeirri gerð sem
frægir eru úr vestrunum: fyrst risu
trékofar og smám saman stærri hús
úr múrsteini sem byggð voru sam-
kvæmt bæjarplani.
Á þessum stöðum fór fram ýmiss
konar iðja á borð við fjárhættuspil
og vændi. Þar voru sjónhverfinga-
menn, svindlarar, lögmenn, skó-
pússarar, kráareigendur og útfarar-
stjórar. Tveir frægustu staðirnir af
þessu tagi voru Dodge City í Kans-
as og Tombstone í Arizona. Dodge
City var upphaflega gripasölubær
og var við Santa Fe-leiðina sem var
mikilvæg verslunarleið fyrir lagn-
ingu járnbrautanna. Tombstone
byggðist upp í kringum silfurnámu
og er frægastur fyrir að áðurnefnd-
ur skotbardagi átti sér stað þar við
OK-réttina.
Í dag eru þessir staðir mjög smá-
ir en laða til sín mikinn fjölda ferða-
fólks. Ekki síst Tombstone og kirkju-
garður staðarins, Boot Hill, þar sem
sagan segir að margar hetjur kú-
rekasagnanna séu grafnar.
Vopnin hluti menningarinnar
Alls staðar voru til skammbyssur
og riflar. Allir sem bjuggu einir eða
á eyðilegum stöðum voru vopnaðir.
Það var til þess að veiða og verja sig
gegn öllum hættum, allt frá fjand-
samlegum indíánum til ræningja
og gripaþjófa.
Vopnin voru einnig mikilvæg-
ur hluti menningarinnar, rétt eins
stundum voru átök stríðandi fylkinga
svo alvarleg að bardagar blossuðu upp
hvað eftir annað. Hið þekktasta var
stríðið í lincoln-sýslu í Nýju-Mexíkó
árið 1878.
Þegar búgarðseigandinn john
tunstall var myrtur, stofnuðu
kúrekar hans gengið the reg-
ulators og leituðu hefnda. Eftir
margra vikna átök, skotárásir
og morð náði stríðið hápunkti
sínum þegar the regulators
komu sér fyrir í lincoln-sýslu
og hófu mikla skothríð gegn
óvinum sínum og líkt og um
bandaríska herinn væri að ræða. Áhrifamesti
meðlimur gengisins kallaði sig jafnan William
Bonney en hét í raun Henry McCarthy, en er
langfrægastur undir nafninu Billi barnungi
(Billy the Kid). Honum tókst að flýja úr lincoln-
sýslu árið 1881, en var skotinn til bana
sama ár af hinum
forna vini sínum, sýslu-
manninum Pat garret.
goðsögnin hermir
að Billi barnungi hafi
drepið 21 mann – einn
fyrir hvert ár sem
hann lifði. sú tala er þó
líklega mjög ýkt.
Myrti einn fyrir hVert ár seM hann Lifði harðjaxLinn frá OK-réttinni
Wyatt Earp var ein frægasta og goðsagnakenndasta
persónan á ófriðartímunum í Villta vestrinu og hefur
persóna hans verið túlkuð í óteljandi kvikmyndum.
Það er enginn vafi á því að hann var harðjaxl og
fólki fannst að heyra mætti saumnál detta þegar
hann var á svæðinu. sagan segir að hann hafi átt
það til að berja menn í höfuðið með byssuskaftinu
hraðar en að hóta þeim með byssunni sjálfri. En líf
hans var þyrnum stráð og hann missteig sitt oft á
leiðinni. Hann aflaði sér lífsviðurværis með kráarrekstri
og fjárhættuspilum og sem sýslumaður og lífvörður.
Hann er þekktastur fyrir þátttöku sína í skotbardaganum við OK-réttina
(sjá meginmál). Það var þó aðeins upphaf hefndastríðs þar sem margir
féllu í valinn, þar á meðal Morgan Earp. Wyatt Earp flýði til vesturs með
morðákæru á bakinu og settist loks að í Kaliforníu.