Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 36
„Láttu ekki svona, Þetta er allt í
lagi ennþá, ég er enn bara sextíu og
níu – kona á besta aldri. Þetta hljóm-
ar eins og verið sé að þýfga hinn
dauðadæmda um seinustu hugsanir
hans, daginn fyrir aftökuna. Er þetta
virkilega svona slæmt?“ segir Brynd-
ís Schram í léttum tóni um þau tíma-
mót sem nú nálgast í lífi hennar. Hún
er að verða sjötug.
„Fer ekki heilsufarið batnandi
og lífslíkurnar hækkandi hjá minni
kynslóð? Því er spáð að fólk á mín-
um aldri, ekki síst við konur, getum
enn átt framhaldslíf fyrir höndum.
Hagfræðingar og pólitíkusar tala um
þetta sem meiriháttar vandamál. Nú
orðið hef ég allt mitt vit úr El Pais –
þessari spænsku þjóðarsál, sem er
komin í staðinn fyrir Moggann eftir
að Styrmir fór, og hvað stendur þar
í dag? Það þarf fimmtíu milljónir
innflytjenda til Evrópu fram að 2060
til að vinna fyrir gamla fólkinu að
óbreyttu. Mér þætti voða leiðinlegt,
ef það þyrfti svona marga til að vinna
fyrir mér. Hingað til hef ég unnið fyrir
mér sjálf. Ég hef komið fjórum börn-
um til manns og alltaf borgað mína
skatta með ánægju. Hvað er vanda-
málið?“
Baby görl
Bryndís er þekkt fyrir jákvætt við-
horf sitt til lífsins og mikla útgeislun
en hvert er viðhorf hennar til ald-
ursins? Finnur hún fyrir ótta við að
eldast? „Allavega ekki hér á Spáni,
þar sem enginn veit hvað ég er göm-
ul. Þér að segja eru kallarnir enn að
gefa mér auga hér á ströndinni. Alla-
vega voru dætur mínar að stríða mér
á því, þegar þær voru hérna hjá mér
seinast. En ef það kynni nú að leyn-
ast með mér einhver ótti – innst inni,
læknaðist ég af því á Washington-ár-
unum. Höfuðborg heimsins, Wash-
ington DC, er satt að segja stjórnað af
kellingum á níræðis- og tíræðisaldri.
Þær sjá um fjáröflunina í menning-
una og pólitíkina. Án þeirra væri
þessi höfuðborg eins og hvert annað
útkjálkaþorp þar sem ekkert gerist.
Allir sem vildu koma sér áfram urðu
að koma sér í mjúkinn hjá þeim. Þær
sögðust vera konur á besta aldri og
kölluðu mig bara beibí görl. Þá vissi
ég að þetta var allt í lagi.“
Sjaldan liðið betur
Spurð um líðan sína í dag stend-
ur ekki á svörum Bryndísar. „Ég vona
að ég veki ekki öfund neinna þótt ég
segi að mér hafi sjaldan liðið bet-
ur. Hvernig ætti annað að vera? Ég
sit hérna við hvíta strönd og blátt
haf. Það er hlýtt – en svalur andvari
af hafi. Ensalada tropical á borð-
um – ananas, jarðarber, avókadó,
mangó, epli, kirsuber og kíví – skol-
að niður með andalúsísku hvítvíni
úr hæðunum hérna fyrir ofan, þar
sem blasa við hin hvítu fjöll sjálfrar
Nevada. Hvar viltu hafa það betra?“
Það er ekki laust við að blaðamaður
öfundi Bryndísi af þessum lúxus en
þar sem Bryndís er þekkt fyrir iðju-
semi sína efast hann um að þetta sé
lýsing á venjulegum degi í lífi henn-
ar. „Biddu fyrir þér – þetta er nú bara
á síestunni. Ég vaknaði í morgun við
sólarupprás og fyrsta hanagal eins og
venjulega. Ég steypti einhverju yfir
mig og gerði æfingarnar mínar úti
á verönd um leið og fuglar himins-
ins voru komnir á stjá. Ég er að láta
drauma rætast. Þegar ég lærði lat-
ínu í MR í gamla daga kviknaði þessi
óslökkvandi löngun til að kynnast
veröld Miðjarðarhafsins. Mér tókst
að vísu ekki að verða latínudúx á
stúdentsprófinu – en næstum því.“
Spænski draumurinn
Bryndís segir drauminn alltaf hafa
verið að læra spænsku. „Afi minn
sigldi með baccalau til Bilbao, pabbi
minn stundaði viðskipti við Spán-
verja í Valencia. Dóttir mín, Snæ-
fríður, bjó um tíma í Mexíkó. Þegar
ég bjó hjá henni kviknaði löngunin
til að læra spænsku á ný. Nú er ég að
láta þennan draum rætast í réttu um-
hverfi. Svo sit ég – þér að segja – dag
hvern hérna á terrasinu með þetta
stórkostlega útsýni á alla vegu og
skrifa mig frá fortíðinni um leið og ég
nýt fegurðarinnar. En þetta er leynd-
armál, sem ég segi bara þér einni.“
Líf Bryndísar í dag er draumi líkast
miðað við lýsingarnar. Hún segir þó
lífið ekki alltaf hafa verið leikur einn.
„Sú var tíð að líf mitt, og okkar var
barátta upp á líf og dauða. Það skipt-
ast á skin og skúrir, við erum ýmist í
sól eða skugga. Nú er sólin hátt á lofti
og ósvikin gleði í hjartastað. Þær eru
nýfarnar frá okkur, Snæfríður dótt-
ir mín, Marta dóttir hennar og hún
Magdalena dóttir hennar Kolfinnu
– hver annarri glæsilegri. Meðan þær
voru hjá okkur voru allir dagar hátíð-
isdagar.“
Fjölskylda Bryndísar dreifir sér
um víða veröld. Sonur hennar Glúm-
ur er í þessum töluðu orðum stadd-
ur í Afríku. „Ég ætla að halda upp
á afmælið á laun hjá syni mínum,
Glúmi, sem er að reyna að láta gott af
sér leiða í Malaví. Þá vita það allir hér
með, ekki satt?“
Ég er viðhaldið
„Ég man satt að segja ekki upp á
hár, hvenær þetta tággranna eða á ég
að segja þvengmjóa gáfnaljós varð
fyrst á vegi mínum. Enda er þetta allt
mjög á huldu,“ segir Bryndís aðspurð
hvenær hún kynntist Jóni Baldvini.
„Hann segist ekki hafa þorað fyrir sitt
litla líf að renna til mín auga fyrstu
árin. Það sem ég komst ekki hjá að
taka eftir voru þessu bláu augu undir
ljósum lokkum og svo þessi ástríðu-
heita mælska. Það var nú meira hvað
drengurinn gat talað, og um allt
milli himins og jarðar. Hann þóttist
vita allt – frá bíblíunni til Boccacc-
io. Áhuginn á lífinu var svo heitur
að það mætti kannski kalla það lífs-
þorsta. Þetta getur verið bráðsmit-
andi. Og sannleikurinn er sá að þetta
hefur ekkert breyst. Að vísu hefur
lokkunum fækkað og hann er orð-
inn aðeins þéttari að taka utan um.“
Það er óneitanlega gaman að heyra
Bryndísi tala um manninn sem hef-
ur fylgt henni í gegnum lífið en hvað
gera þau hjónin til að viðhalda kær-
leikanum og ástinni í hjónaband-
inu? „Við höldum honum ekki neitt
við. Ég er viðhaldið og hann heldur
við mig. Punktur.“
Á móti hjónabandi
Skilnaðartíðni fer ört hækkandi
og spyr blaðamaður Bryndísi hvort
hún telji hugmyndina á bak við
hjónabandið hafa breyst eða hvort
hún lumi á góum ráðum fyrir ung og
nýgift hjón.
„Ég veit ekki betur en að við höf-
um alla tíð verið á móti hjónaband-
inu. Jón Baldvin þverneitaði statt og
stöðugt að kasta eign sinni á mig.
Ætli það hafi ekki verið af því að
hann var á móti einkaeignarrétt-
inum? Það breyttist ekki þótt hann
breyttist úr kommúnista í sósíal-
demókrat. Það var eiginlega pabbi
sem harðbannaði Jóni að hlaupast á
brott með mig úr landinu, fyrr en við
værum gift. Ætli Jón hafi ekki bara
neyðst til að giftast mér? Allavega
var hann undir lögaldri til að fastna
sér konu og þurfti að fá undanþágu
frá Bjarna Ben til þess arna. Hann
þurfti að borga hundrað kall og mér
skilst að honum hafi vaxið það mjög
í augum. Samt hafði hann lengi vel
uppi á vegg hjá sér innrammað vott-
orð frá dómsmálaráðuneytinu, þar
sem stóð: „Dómsmálaráðherra gerir
kunnugt: Yngissveininum Jóni Bald-
vini Hannibalssyni er hér með leyft
að ganga að eiga heitmey sína – það
var ég – enda greiði hann þegar í stað
krónur 100.“ Þetta er vottað af Baldri
Möller ráðuneytisstjóra. Við vissum
ekki þá að þeir félagar, Bjarni Ben og
Baldur, höfðu skipað fyrir um hler-
anir á æskuheimili Jóns Baldvins.
Þeim hlýtur því að hafa verið ljóst að
þetta var hættulegur maður.
En þú ert auðvitað að slægjast eft-
ir haldgóðum ráðum handa æskunni
frá þessu lífsreynda fólki. Ég get þess
vegna svo sem sagt þér sannleikann:
Ástin er eins og gott vín – það dýpkar
og verður æ höfugra með aldrinum.
Galdurinn er bara sá að velja réttar
þrúgur og að hlúa að trénu nærfærn-
um höndum. Þetta er allt og sumt.
Veskú.“
Getum lært margt
Eftir margra ára starf á erlendri
grund og mikið heimshornaflakk
spyr blaðamaður Bryndísi hvað
hún telji Íslendinga mega taka sér
til fyrirmyndar frá öðrum þjóðum.
„Spurningin minnir á hryllings-
mynd sem andstæðingar Evrópu-
sambandsins draga stundum upp
af samstarfi Evrópuþjóða. Þá er því
þannig lýst að Bretar eigi að sjá um
matseldina, Frakkar um löggæsluna,
Ítalir um réttarfarið, Spánverjar um
tæknina, Þjóðverjar um húmorinn
og Svisslendingar um ástina. Get-
urðu hugsað þér eitthvað verra en
svona kokkteil? Auðvitað getum við
lært margt og mikið af öðrum þjóð-
um. Sannleikurinn er sá að það fara
tiltölulega fleiri ungir Íslendingar til
náms og starfa með öðrum þjóðum
en gengur og gerist með ungt fólk
annars staðar. Þetta unga fólk snýr
heim, talandi framandi tungumál
og með hugmyndir og vinnubrögð
annarra þjóða í farteskinu. Þetta er
það besta við Ísland nútímans. Þetta
hefur forðað okkur frá einangrun og
forpokun eyjarskeggja úr alfaraleið.
Reyndar skiptir líka máli, hvort við
höfum eitthvað fram að færa sem
aðrar þjóðir geta lært af okkur. Og
víst er það svo, ef við bara vissum
það sjálf. Sagan af því hvernig Íslend-
ingar brutust úr örbirgð til bjargálna
gæti komið mörgum fátækum þjóð-
um í dag að góðu gagni – ef við kynn-
um sjálf að segja þessa sögu eins og
hún raunverulega var.
Sjálf hef ég mestar áhyggjur af því
að við séum, vitandi eða óvitandi
– að verða eins og hálfgerð skrípa-
mynd af ameríska bófakapítalism-
anum. Stóra málið í íslenskri pólitík
í dag er að verja norræna velferðar-
ríkið, sem fátæku fólki á öldinni sem
leið tókst þrátt fyrir allt að skapa á Ís-
landi. Og að gera það í samstarfi við
Evrópu,“ segir Bryndís.
Afskiptaleysi hinna góðgjörnu
Fyrir rúmu ári urðu töluverð læti
í fjölmiðlum vegna fyrirhugaðr-
ar tengibrautar í Helgafellshverfi í
Mosfellsbæ. Málefnið skipti Bryndísi
máli enda búsett og uppalin á þess-
um slóðum. Bryndís birtist á forsíðu
dagblaðs hér á landi þar sem hún lá
fyrir jarðýtu til að hindra lagningu
umferðarvegar yfir Álafosskvosina.
Hvers vegna ákvaðst þú að leggja
þessu málefni lið? „Vegna þess að
virðing fyrir menningunni, sögunni
og náttúrunni er frumskilyrði þess
að við getum búið í siðmenntuðu
samfélagi. Það versta sem getur gerst
stafar ekki bara af heimsku hinna ill-
gjörnu heldur af þögn og afskipta-
leysi hinna góðgjörnu.“
Bryndís hefur verið í sviðsljósinu
í tugi ára og vekur athygli hvar sem
hún stígur fæti. Börnin þeirra Jóns
ólust upp við ferðalög og sviðsljós og
segist Bryndís oft hugsa til baka full-
hörð við sjálfa sig. „Þegar þau voru
ung vann ég í mörg sumur á Ítalíu.
Þar voru þau öll undir mínum vernd-
arvæng í umhverfi sem var gerólíkt
Íslandi. Þau hafa öll stundað nám og
dvalist langdvölum í útlöndum. Eftir
langar fjarvistir frá fósturjörðinni fer
ekki hjá því að þú getir átt erfitt með
að skjóta rótum á ný í íslenskri mold.
Stundum álasa ég mér fyrir að hafa
slitið þau of ung úr jarðvegi heima-
haganna. En þegar ég hef sökkt mér
of djúpt í það hugarvíl, kemur Jón
Baldvin og segir „láttu ekki svona,
þú alþjóðavæddir þau bara á undan
samtímanum“. Þetta er forskot á til-
veruna en ekki handikapp. Þá fyrst
kunnum við að meta Ísland þegar
við höfum yfirgefið það.”
Amma á ferð og flugi
Samtal okkar heldur áfram og
við færum okkur yfir í ömmuhlut-
verkið. „Sumar af sælustu stundum
bernsku minnar eru tengdar sam-
vistum við móðurömmu mína, Mar-
gréti Magnúsdóttur. Í návist hennar
upplifði ég kærleika, frið og öryggi –
allt sem eitt lítið barn þarfnast. Hún
var alltaf á sínum stað ef ég þurfti að
leita til hennar. Þetta er liðin tíð sem
kemur aldrei til baka. Ég er áreiðan-
föstudagur 4. júlí 200836 Helgarblað DV
„Ég er örlynd að eðlisfari og mér hættir til að vera
fljótfær. Auðvitað hefði ég iðulega mátt hugsa
mitt ráð betur.“
„Við vorum ráðvillt.
Móðir mín tók af skar-
ið. Hún átti sjö börn og
sagði að sig munaði
lítið um að bæta við
sig einu í viðbót. Hún
sagði mér að fylgja
mínum manni. Við fór-
um að hennar ráðum.
Í sjö mánuði var ég
viðskila við dóttur
mína þá á fyrsta árinu.
Þetta er það sem ég sé
mest eftir í lífinu.“
Féll fyrir bláum augum og ljósum
lokkum „Það sem ég komst ekki hjá að
taka eftir voru þessu bláu augu undir
ljósum lokkum og svo þessi ástríðuheita
mælska. Það var nú meira hvað drengurinn
gat talað, og um allt milli himins og jarðar.
Hann þóttist vita allt - frá bíblíunni til
Boccaccio. Áhuginn á lífinu var svo heitur
að það mætti kannski kalla það lífsþorsta.“