Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 37
DV Helgarblað föstudagur 4. júlí 2008 37 lega allt öðruvísi amma. Ég er sjálf á ferð og flugi, ekkert síður en barna- börnin mín. Engu að síður eru það sælustundir þegar ég fæ að hafa þau í kringum mig heima á Krosshóli í Reykjadal. Það er eins konar unaðs- reitur sem tengir saman kynslóð- irnar. Þetta var sumarhús foreldra minna, þar sem þau áttu ófá handtök við að græða uppblásna mela og að rækta nýjan skóg. Þetta var sælureit- ur barnanna minna. Þar komum við saman núna, börnin mín og barna- börnin, og njótum góðra stunda. Ég er að vona, að hvíta klettaþorpið við þetta bláa haf verði annar slíkur sælureitur frá amstri hversdagsins, en jafnframt vinnustaður okkar Jóns Baldvins.“ Stolt Bryndís er auðheyrilega stolt af sínum. Aðspurð hvað hlýi henni sér- staklega um hjartarætur úr fortíð- inni segist hún hafa upplifað marg- ar stundir, sem hafa fengið hana til að gráta af gleði. „Allar konur þekkja þá sælustund þegar nýfætt barn er lagt við brjóst þeirra. Allir áfangar í lífi barna og barnabarna vekja okk- ur sem foreldrum og afa og ömmu gleðitilfinningar - einhvers konar sambland umhyggju og stolts. Ég hef líka upplifað slíkar stund- ir í mínu eigin starfi: sem dansari við Þjóðleikhúsið, sem leikkona að lokinni vel heppnaðri leiksýningu, sem skólameistari við útskrift stúd- entanna minna, sem ritstjóri, þegar fyrsta tölublaðið var loksins kom- ið úr pressunni eftir mikið amstur og þungar áhyggjur - eða bara við að heyra hlýleg orð þakklátra hlust- enda eftir vel heppnaðan sjónvarps- þátt. Samt er eins og stóru stundirn- ar tengist sameiginlegri tilveru okkar Jóns Baldvins.“ Stóru stundirnar með Jóni Baldvini „Ég gleymi því ekki hvað ég var stolt þegar minn maður var kosinn formaður Alþýðuflokksins í fyrsta sinn haustið 1984. Á þeirri stundu höfðu draumar ræst. Jón Baldvin var auðvitað að taka við þýðingarmiklu hlutverki sem frændi hans Jón Bald- vinsson hafði gegnt í upphafi, sem og faðir hans Hannibal. Móður- fólkið mitt var líka nátengt Alþýðu- flokknum. Móðurbræður mínir áttu ófáar vinnustundir sem sjálfboða- liðar við að byggja Alþýðuhúsið í Reykjavík. Einn þeirra lagði fram krafta sína til að verja heimili Ólafs Friðrikssonar, þegar íhaldið sótti að honum með rangsleitni. Þegar hann var yfirheyrður af lögreglunni um það, hvort móðir hans hefði vitað af framferði hans, var svarið þetta: hún mamma – hún sendi mig. Við vorum þess vegna öll stolt á þess- sari stundu. Stóru stundirnar í lífi Jón Bald- vins, sem ég hef auðvitað deilt með honum – undirritun EES-samnings- ins í Portúgal, heiðurborgaratil- nefningin í Vilníus eða þegar vinur okkar, Lennart Meri, forseti Eist- lands, sæmdi hann heiðursmerki í þakklætis skyni fyrir bróðurlegan stuðning á erfiðum tímum, ekkert af þessu hefði gerst nema af því að örlögin höguðu því svo að Jón Bald- vin tók við forystu íslenskra jafnað- armanna, sem hann gegndi í tólf ár. Það var hans þýðingarmesta hlut- verk. Í Alþýðuflokknum var okkar fólk,“ segir Bryndís stolt. Eftirsjá Bryndís Schram hefur miklu að deila með blaðamanni sem gæti spjallað við þessa lífsreyndu og já- kvæðu konu mun lengur en þörf er á fyrir þetta viðtal. Eftir glæstan fer- il, sorg og sigra er Bryndís beðin um að hugsa hvort hún hefði viljað fara öðruvísi að í lífinu. „Auðvitað er það ótal margt því að svo lengi lærir sem lifir. Ég er ör- lynd að eðlisfari og mér hættir til að vera fljótfær. Auðvitað hefði ég iðulega mátt hugsa mitt ráð bet- ur. Margt af þessu skiptir svo sem litlu máli þegar það er skoðað í fjar- lægð tímans. En eitt situr eftir og víkur ekki úr huga mér. Ég var ung og skelfilega lítið lífsreynd þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn, dóttur mína Aldísi. Við Jón Baldvin vorum fátækir stúdentar og stóðum frammi fyrir vali. Átti hann að hætta námi og fara að vinna fyrir fjölskyldu sem mundi kúldrast í kjallara í Reykjavík við brostnar vonir hugsjónamanns- ins um nám í útlöndum? Eða áttum við að skilja? Ég var auðvitað full- fær um að ala önn fyrir mínu barni og að vinna fyrir okkur báðum. Við vorum ráðvillt. Móðir mín tók af skarið. Hún átti sjö börn og sagði að sig munaði lítið um að bæta við sig einu í viðbót. Hún sagði mér að fylgja mínum manni. Við fórum að hennar ráðum. Í sjö mánuði var ég viðskila við dóttur mína þá á fyrsta árinu. Þetta er það sem ég sé mest eftir í lífinu.“ Framtíðin „Í enskri tungu leynist sú hugsun að aðeins tvennt sé þess virði að fyrir því sé haft: teaching and scribbling. Að kenna er nefnilega að læra og að skrifa er að kenna. Þetta er nú eig- inlega það sem við höfum verið að gera allt okkar líf. Ætli við höldum því ekki bara áfram,“ segir Bryndís um framtíðina og þau verkefni sem fram undan eru. „Að vísu hef ég nú ekki hugsað lengra fram í tímann en til haustsins, en þá er ég ákveðin í að fara á flamengónámskeið í Granada. Mig dreymdi um það þegar ég var átján. Ætli ég láti ekki bara verða af því núna,“ segir Bryndís að lokum og kveður frá draumaveröld sinni í And- alúsíu. Ástfangin Bryndís og jón Baldvin, eða jB eins og hún kallar hann, eru óneitanlega flott par og hafa greinilega verið dugleg að rækta garðinn sinn. Bjartsýn á framtíð kvenna „fer ekki heilsufarið batnandi og lífslíkurnar hækkandi hjá minni kynslóð? Því er spáð að fólk á mínum aldri, ekki síst við konur, getum enn átt framhaldslíf fyrir höndum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.