Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 68
föstudagur 4. júlí 200868 Fólkið DV Þeir eru fáir leikararnir sem lifa einungis á tekj- um sínum af leiklistinni. Það eru ekki borguð Hollywood-laun fyrir íslenskar kvikmyndir. Það er ekki auðvelt að vera leikari á Íslandi og hafa þeir í gegnum tíðina þurft að taka að sér auka- vinnu til að raka inn meiri peningum. Gunnar Hansson, leikari og maðurinn á bak við Frímann úr Sigtinu, flytur inn ítalskar vespur og selur þær í Saltfélaginu. Vespubransinn virð- ist ganga vel þessa dagana þar sem hækkandi bensínverð er að fara með landann. Spaugstofuleikarinn Pálmi Gestsson vinnur sem hafnarstjóri í Bolungavík. Það fljúga án efa brandararnir á þeim vinnustað. Hin gullfallega Maríanna Clara Lúthersdóttir sem leikið hefur mikið með Leikfélagi Akureyr- ar vinnur í Eymundsson í Austurstræti og tekur sig vel út innan um alla bækurnar. Hilmir Snær Guðnason leikari vinnur sem smiður í frítíma sínum. Það yrði án efa ekki leiðinlegt að fá hann heim til sín að smíða. Leikarinn Ívar Örn Sverr- isson, sem stjórnaði Stundinni okkar, flytur inn sérhönnuð barnahjól Guðlaug Elísabet Ólafs- dóttir er ein af fyndustu konum landsins. Gulla sló í gegn bæði í Svínasúpunni og Stelpunum. Þess á milli sem hún kemur Íslendingum til að hlæja vinnur hún sem verkefnastjóri í Viðey. hanna@dv.is LeikaraLaunin hrökkva skammt: Ólafur Casa- nova Í nýjasta hefti tímaritsins Skakka turnsins má sjá Ólaf F. Magnússon borgarstjóra klædd- an sem ofurelskhuginn Casa- nova. Þegar nánar er litið má sjá að myndin er samsett og stendur með myndinni „... þá mundi hann óviðeigandi og óviðeig- andi. En hinsvegar væri hann óviðeigandi“. Í janúar er Ólafur tók við embætti borgarstjóra var hann spurður út í veikindi sín og svaraði Ólafur þá: „Mér finnst þetta óviðeigandi spurning.“ Myndina af borgarstjóranum má finna á síðustu blaðsíðu tíma- ritsins og heitir þessi efnisþáttur Í fullkomnum heimi. Hrafninn flýgur, Í skugga hrafnsins og Embla eftir Hrafn Gunnlaugsson eru fáanlegar á netinu: selur víkingamyndirnar á faCebook sigur- gangan heldur áfram Stuttmyndin Smáfuglar eða 2 Birds eftir Rúnar Rúnarsson heldur áfram að sópa að sér verðlaunum á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum. Nýjustu verðlaunin hreppti myndin á al- þjóðlegu Capalbio-kvikmyndahá- tíðinni á Ítalíu. Þar fékk hún þrenn verðlaun en skömmu áður hafði Smáfuglar unnið til verðlauna á Edinborgarhátíðinni sem besta evr- ópska stuttmyndin. Ekki nóg með það heldur vann myndin einnig til verðlauna á Canal+-verðlaununum á Spáni sem og aðalverðlaunin á Al- þjóðlegu stuttmyndahátíðinni í St. Pétursborg. Íslendingar er vanir því að sjá þjóðþekkt andlit afgreiða sig á barnum eða vinna á hinum ýmsu stöð- um í bænum. Margir ís- lenskir leikarar taka að sér aukavinnu til að næla sér í aukapeninga. DV tók saman nokkra þjóðþekkta leikara í aukavinnu. Kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Gunn- laugsson notar sér nýjustu tækni og selur vík- ingamyndirnar svokölluðu í gegnum sam- skiptavefinn facebook.com. Vefurinn er ekki ósvipaður Myspace en honum hefur vaxið ás- megin á skömmum tíma og eru vinsældir hans nú orðnar gríðarlegar um allan heim. Hægt er að kaupa myndirnar Hrafninn flýg- ur, frá árinu 1984, Í skugga hrafnsins, frá ár- inu 1988, og Embla: Valkyrja hvíta víkingsins, sem er endurklippt útgáfa af Hvíta víkingnum og kom út í fyrra. Hægt er að ná í fríar stiklur af myndunum á vefsíðunni til þess að kanna gæð- in en slóðin er facebook.com/pages/The-Vik- ing-Trilogy/9155248917. Myndirnar eru seldar í gegnum nýja tækni á Facebook sem kallast staf- ræni sjálfsalinn en það gerir notendum kleift að mæla með myndunum við vini sína. Seljist myndirnar síðan í gegnum þessar ábendingar fær fólk 10% af hverri sölu, samkvæmt vefnum primenewswire.com. asgeir@dv.is leikarar í aukavinnu Flytur inn barnahjól ívar örn sverrisson, fyrrverandi umsjónarmað- ur stundarinn- ar okkar, flytur inn þýsk barnahjól úr krossviði. Mikið að gera gunnar Hansson leikari selur ítalskar vespur í tonnatali nú þegar bensínverðið er komið upp úr öllu valdi. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir Er verkefnastjóri í Viðey. Það er örugglega fjör á þeim vinnustað, en gulla er ein af fyndustu leikkonum íslands. Fyndinn hafnarstjóri Pálmi gestsson, leikari í spaugstofunni, vinnur sem hafnarstjóri í Bolungarvík. Hilmir Snær Guðnason leikari og smiður. Hrafn Gunnlaugsson Er með puttann á púls inum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.