Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Side 68
föstudagur 4. júlí 200868 Fólkið DV
Þeir eru fáir leikararnir sem lifa einungis á tekj-
um sínum af leiklistinni. Það eru ekki borguð
Hollywood-laun fyrir íslenskar kvikmyndir. Það
er ekki auðvelt að vera leikari á Íslandi og hafa
þeir í gegnum tíðina þurft að taka að sér auka-
vinnu til að raka inn meiri peningum.
Gunnar Hansson, leikari og maðurinn á bak
við Frímann úr Sigtinu, flytur inn ítalskar vespur
og selur þær í Saltfélaginu. Vespubransinn virð-
ist ganga vel þessa dagana þar sem hækkandi
bensínverð er að fara með landann.
Spaugstofuleikarinn Pálmi Gestsson vinnur
sem hafnarstjóri í Bolungavík. Það fljúga án efa
brandararnir á þeim vinnustað.
Hin gullfallega Maríanna Clara Lúthersdóttir
sem leikið hefur mikið með Leikfélagi Akureyr-
ar vinnur í Eymundsson í Austurstræti og tekur
sig vel út innan um alla bækurnar. Hilmir Snær
Guðnason leikari vinnur sem smiður í frítíma
sínum. Það yrði án efa ekki leiðinlegt að fá hann
heim til sín að smíða. Leikarinn Ívar Örn Sverr-
isson, sem stjórnaði Stundinni okkar, flytur inn
sérhönnuð barnahjól Guðlaug Elísabet Ólafs-
dóttir er ein af fyndustu konum landsins. Gulla
sló í gegn bæði í Svínasúpunni og Stelpunum.
Þess á milli sem hún kemur Íslendingum til
að hlæja vinnur hún sem verkefnastjóri í
Viðey. hanna@dv.is
LeikaraLaunin hrökkva skammt:
Ólafur
Casa-
nova
Í nýjasta hefti tímaritsins
Skakka turnsins má sjá Ólaf F.
Magnússon borgarstjóra klædd-
an sem ofurelskhuginn Casa-
nova. Þegar nánar er litið má sjá
að myndin er samsett og stendur
með myndinni „... þá mundi
hann óviðeigandi og óviðeig-
andi. En hinsvegar væri hann
óviðeigandi“. Í janúar er Ólafur
tók við embætti borgarstjóra var
hann spurður út í veikindi sín og
svaraði Ólafur þá: „Mér finnst
þetta óviðeigandi spurning.“
Myndina af borgarstjóranum má
finna á síðustu blaðsíðu tíma-
ritsins og heitir þessi efnisþáttur
Í fullkomnum heimi.
Hrafninn flýgur, Í skugga hrafnsins og Embla eftir Hrafn Gunnlaugsson eru fáanlegar á netinu:
selur víkingamyndirnar
á faCebook
sigur-
gangan
heldur
áfram
Stuttmyndin Smáfuglar eða 2 Birds
eftir Rúnar Rúnarsson heldur áfram
að sópa að sér verðlaunum á hinum
ýmsu kvikmyndahátíðum. Nýjustu
verðlaunin hreppti myndin á al-
þjóðlegu Capalbio-kvikmyndahá-
tíðinni á Ítalíu. Þar fékk hún þrenn
verðlaun en skömmu áður hafði
Smáfuglar unnið til verðlauna á
Edinborgarhátíðinni sem besta evr-
ópska stuttmyndin. Ekki nóg með
það heldur vann myndin einnig til
verðlauna á Canal+-verðlaununum
á Spáni sem og aðalverðlaunin á Al-
þjóðlegu stuttmyndahátíðinni í St.
Pétursborg.
Íslendingar er vanir því
að sjá þjóðþekkt andlit
afgreiða sig á barnum eða
vinna á hinum ýmsu stöð-
um í bænum. Margir ís-
lenskir leikarar taka að
sér aukavinnu til að næla
sér í aukapeninga. DV tók
saman nokkra þjóðþekkta
leikara í aukavinnu.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Gunn-
laugsson notar sér nýjustu tækni og selur vík-
ingamyndirnar svokölluðu í gegnum sam-
skiptavefinn facebook.com. Vefurinn er ekki
ósvipaður Myspace en honum hefur vaxið ás-
megin á skömmum tíma og eru vinsældir hans
nú orðnar gríðarlegar um allan heim.
Hægt er að kaupa myndirnar Hrafninn flýg-
ur, frá árinu 1984, Í skugga hrafnsins, frá ár-
inu 1988, og Embla: Valkyrja hvíta víkingsins,
sem er endurklippt útgáfa af Hvíta víkingnum
og kom út í fyrra. Hægt er að ná í fríar stiklur af
myndunum á vefsíðunni til þess að kanna gæð-
in en slóðin er facebook.com/pages/The-Vik-
ing-Trilogy/9155248917. Myndirnar eru seldar í
gegnum nýja tækni á Facebook sem kallast staf-
ræni sjálfsalinn en það gerir notendum kleift
að mæla með myndunum við vini sína. Seljist
myndirnar síðan í gegnum þessar ábendingar
fær fólk 10% af hverri sölu, samkvæmt vefnum
primenewswire.com. asgeir@dv.is
leikarar
í aukavinnu
Flytur inn
barnahjól ívar örn sverrisson, fyrrverandi
umsjónarmað-
ur stundarinn-
ar okkar, flytur
inn þýsk
barnahjól úr
krossviði.
Mikið að
gera gunnar
Hansson
leikari selur
ítalskar vespur í tonnatali nú
þegar
bensínverðið
er komið upp
úr öllu valdi.
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir Er verkefnastjóri í Viðey. Það er
örugglega fjör á þeim vinnustað, en gulla er ein af
fyndustu
leikkonum íslands.
Fyndinn hafnarstjóri Pálmi gestsson, leikari í spaugstofunni, vinnur sem hafnarstjóri í Bolungarvík.
Hilmir
Snær
Guðnason
leikari og
smiður.
Hrafn Gunnlaugsson Er með puttann á púls
inum.