Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 46
föstudagur 4. júlí 200846 Ferðir DV Á ferðinni Fyrsta helgin í júlí fyrsta helgin í júlí er ein stærsta ferðahelgin á sumrin. Þegar ákveðið er hvert á að fara, huga margir að hvar besta veðrið sé. Veð- urspáin er fín um helgina, þó best á austur- landi. Munum að pakka í töskur miðað við veður og vinda. gott er að vera búinn að athuga hvort tjaldið eða fellihýsið sé í góðu standi frá því í fyrra. uMsjón: Ásgeir jónsson asgeir@dv.is Ævintýralegt ferðalag Íslenskar ferðaskrifstofur bjóða ekki upp á beint flug til Egyptalands. haukur Árni hjartarson ásamt fimm vinum sínum leitaði til egypskrar ferðaþjónustu til að láta draum sinn rætast. „Það er alveg ólýsanlegt að reyna að segja frá því hvernig var að vera hjá pýramídunum. Þetta hefur verið svo langt í burtu frá manni og svo stendur maður fyr- ir framan þá,“ segir Haukur Árni Hjartarson. „Þeir voru talsvert minni en ég hélt en samt alveg risastórir,“ segir hann ennfremur. Haukur Árni fór ásamt fimm vinum sínum í ævintýralega ferð til Egyptalands í desember á síð- asta ári. Þau pöntuðu ferðina í gegnum egypska ferðaskrifstofu og kostaði hún hundrað og fimm- tíu þúsund krónur á mann. „Það hljómaði mikið í fyrstu en það var allt innifalið í verðinu, flugið, gisting á fimm stjörnu hót- elum og allar ferðir sem við fór- um í,“ segir Haukur „Við settum okkur í samband við ferðaskrif- stofuna og sögðum þeim hvað okkur langaði að skoða og hvað við ætluðum að vera lengi. Síðan fengum við ferðaáætlun sem þau höfðu búið til fyrir okkur.“ Í ferðinni skoðuðu þau margt, líkt og Svingsinn, þjónustugraf- hvelfingar, stífluna í Aswan og Dal konunganna. „Í þjónstugraf- hvelfingunni var þjónustufólk- ið grafið. Það var pínulítið en við gátum samt séð hvernig vinna var lögð í þetta. Það kom mér á óvart hvað Svingsinn var lítil stytta en samt er gaman að geta sagst hafa séð hana. Það var allt einhvern veginn minna en maður var bú- inn að ímynda sér,“ segir Haukur Árni. „Kárahnjúkastífla er pínkulítil miðað við stífluna í Aswan,“ seg- ir Haukur, „en sú stífla er næst- stærsta stífla í heiminum. Stíflan stíflar fljótið Níl.“ Egyptaland er að mörgu leyti frábrugðið Íslandi. „Þegar við komum á flugvöllinn í Kaíró sáum við að það var verið að selja notaða ísskápa í stað sælgætis,“ segir Haukur og hlær, „og um- ferðin er alveg gríðarleg. Það var ekki nægilega mikið pláss fyrir alla bílana á götunni og allir að flauta hver á annan og engin þol- inmæði í fólkinu.“ Í Egyptalandi er allt talsvert ódýrara en á Íslandi og snúast kaup á vörum mikið um að prútta. „All- ar búðirnar seldu eins minjavör- ur. Það tekur mjög langan tíma að versla. Þeir vilja að maður setjist niður og fái sér te og prútti, þótt maður væri bara að kaupa eina styttu,“ segir Haukur Árni. „Ég mæli hiklaust með að fólk fari til Egypta- lands. Þetta var ekkert smá mik- ið ævintýri. Mikið að sjá, mikið að skoða og mikil upplifun,“ segir Haukur Árni. berglindb@dv.is Eftirminnilegt ferðalag til Suðureyrar: á biluðum pallbíl „Við vorum rétt komin frá Hólmavík upp á Steingrímsfjarðarheiði þegar bíllinn gafst upp. Við fundum ekki hvað var að og á þess- um tíma var ekkert GSM-símasamband þarna svo við gátum ekki hringt á hjálp,“ seg- ir söngkonan Heiða sem starfar um þessar mundir í Popplandinu á Rás 2. Hún og félagar hennar keyrðu fyrir nokkr- um árum til Suðureyrar í glampandi sólskini til að leika fyrir dansi. Eins og oft er með tónlistarfólk á Íslandi höfðu þau ekki mik- il fjárráð og fengu því lánaðan pallbíl hjá afa hennar Heiðu á Hólmavík og héldu af stað. „Bíllinn var kannski dálítið þungur því við stöfluðum öllum græjunum á pallinn sem var nú hreint ekki svo lítið,“ segir hún. Þeim tókst að stoppa ferðamenn sem hjálpuðu þeim að komast í símasamband: „Þá loksins náðum við í pabba minn sem hjálpaði okkur að koma bílnum á verkstæði á Hólmavík. Það var risastórt gat undir bílnum en maðurinn á verkstæðinu hafði ráð við því. Hann lokaði gatinu með risastórri töng sem ótrúlegt en satt hélt alla leiðina,“ segir hún en ferðalag- ið tók dálítið lengri tíma en upphaflega var áætlað. „Það gerði samt ekkert til því við spil- uðum bílaskemmtileik alla leiðina og nutum okkar í botn,“ segir Heiða. heiða fór á biluðum pallbíl til suðureyrar Pýramídar ein af ástæðum þess að fólk fer til egyptalands er að sjá pýramída. Hauki Árna fannst þeir ekki jafnstórir og hann hafði búist við. Hið raunveru- lega útland Það er ekkert í heiminum sem fær mann jafnmikið til að finnast maður vera staddur í útlöndum eins og að standa á ráðhústorginu í Kaup- mannahöfn. Það er ekki vegna þess að Kaupmannahöfn sé neitt sérstaklega fjarlæg eða framandi, reyndar er önnur hver rödd sem maður heyrir hér íslensk. Það er hitt, að það er einmitt hér sem útlönd byrja fyrir íslendingnum. fyrir kynslóð foreldra minna var það yfirleitt hingað sem fólk fór í fyrsta sinn sem það fór til útlanda, fyrir kynslóðina þar á undan jafnvel eina útlandið sem fólk hafði komið til yfir höfuð. ef útland skyldi þá kalla, því sú kynslóð fæddist einmitt í danska konungsríkinu. Það var hingað sem öll rómantísku skáldin komu til að yrkja um íslenska náttúru, fögur er hlíðin jú úr fjarska, eða drekka sig í hel. Það var hér sem jón sigurðsson dvaldi stóran hluta ævinnar og bauð gjarnan íslenskum stúdentum í kaffi á meðan hann messaði yfir þeim um sauðfjárrækt og þjóðernisást. Það var hingað sem stuðmenn fóru til að meika það, í sjálft tívolí í Með allt á hreinu, enn ekki þótti þeim jafnmerkilegt að vera staddir í ósló, þar sem þeir fóru óvart úr flugvélinni í misgripum. sem barn hélt ég alltaf að orðið „tívolí“ væri alþjóðlegt orð yfir skemmtigarða, og brá þegar ég flutti til Bretlands og enginn vissi um hvað var talað. Meira að segja á norðurlöndunum leikur tívoli ekki jafnstórt hlutverk í huga fólks og það gerir á íslandi. tívolí í Kaupmannahöfn er ef til vill elst, en liseberg í gautaborg er stærst. Hér er heimili íslendingsins að heiman, hér er að finna jónshús og njálsgötu og íslandsbryggju. rétt hjá þeim er Klakksvík, nefnd í höfuðið á næststærsta bæ færeyja, annarrar nýlendu stórþjóðarinnar. og Kaupmannahöfn er einn af þeim fáu stöðum þar sem þykir ekki merkilegt að vera íslendingur, sem getur verið mikill léttir þegar maður er vanur því að það sé ávallt litið á mann eins og geimveru. allajafna búa hér líklega fleiri íslendingar en nokkurs staðar annars staðar, ef frá eru talin reykjavík og nágrenni, Keflavík og akureyri. Hér er einnig eini staðurinn í heiminum sem íslendingur getur farið á djammið, keypt bjór á skikkanlegu verði og samt átt von á að hitta einhvern sem hann þekkir. og á einhvern hátt var það stór stund í lífi íslensku þjóðarinnar þegar jón Ásgeir keypti Magasinet. Vissulega gögnuðust þau kaup, eins og iðulega, örfáum. en samt fannst okkur þetta til marks um að við værum ekki lengur aðeins fyrrverandi nýlenda, heldur teldumst nú meðal „alvöru þjóða“. Kaupmannahöfn er kannski ekki lengur sú borg sem íslendingar fara sjálfkrafa til þegar þeir fara til útlanda. en hún er oft fyrsta stopp áður en haldið er lengra. eða þá síðasta stopp á leiðinni heim, staður þar sem maður getur keypt íslensk blöð og sest niður á ráðhústorginu og heyrt óminn af íslendingum á leiðinni í búðirnar eða á barinn. Kaupmannahöfn er í senn alvöru útland og heimili að heiman. Valur gunnarsson skrifar frá Kaupmannahöfn UndUr egyPtalands svingsinn var höggvinn úr kalkklöpp á staðnum. Hann er í líki ljóns með kvenhöfuð. Hann stendur fyrir framan Kafrapýr- amídann. ramses annar Hann var einn mesti faraó egypta. ramses annar komst til valda tuttugu og fjögurra ára og var lengst allra faraóa við völd. Hann var einn af fáum sem fóru í stríð fremstir í flokki. ramses lét fólk búa til líkneski af honum til að tilbiðja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.