Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 42
föstudagur 4. júlí 200842 Helgarblað DV Hetjur og skúrkar Villta Vestursins Klukkan er 3 síðdegis í Tomb- stone, Arizona, þann 26. októ­ber árið 1881. Fjó­rir vígalegir menn ganga upp Freemont-stræti: bræð- urnir Virgil, Morgan og Wyatt Earp ásamt bandamanni þeirra Doc Holliday. Það er komið að því; uppgjör- ið við ó­vini þeirra í Clanton-geng- inu er í þann mund að hefjast. Þeir standa á litlum bletti nálægt OK- hestaréttinni. Örfáum augnablikum seinna standa níu menn – að minnsta kosti sjö vopnaðir – steinsnar frá þeim. – „Throw your hands up, I want your guns!“ („Upp með hendur, ég vil fá byssurnar ykkar!“) hró­par Virg- il Earp. Litlu seinna fer allt í háa loft þegar skothríðin hefst. Kúlnaregnið stend- ur í hálfa mínútu og síðan liggja þrír í valnum í reyk og ringulreið, tveir eru flúnir og þrír liggja særðir eftir. Sá eini sem eftir stendur ó­særður er Wyatt Earp. Þessi bardagi er frægur í sögunni sem „Byssubardaginn við OK-rétt- ina“. Þetta var uppgjör tveggja stríð- andi glæpafylkinga þar sem annað liðið taldi sig hafa lögin sín megin. Sumir sagnfræðingar telja þenn- an atburð nauða ó­merkilegan en hann hefur þó­ skotið föstum ró­tum í amerískri þjó­ðarsál. Í þessum þrjátíu sekúndum eru fó­lgnar margar algengustu goðsagnir Villta vestursins: harð- ákveðnir menn í banvænu byss- ueinvígi, syndabælið Tombstone á landnemasvæði, Earp-bræður sem sjálfskipaðir laganna verðir og skúrkarnir í Clanton-genginu. Þrælastríðinu var lokið Til þess að skilja hvers konar að- stæður urðu til þess að þetta tíma- bil varð svona eldfimt verðum við að skoða upphafið: Appomattox í Virginíu þann 9. apríl árið 1865. Lee, hershöfðingi Suðurríkjanna, gafst upp fyrir Grant, hershöfðingja Norð- urríkjanna, og endir var bundinn á Þrælastríðið. Hið sundurleita ríki var alvarlegasta innanríkisvanda- mál Bandaríkjanna og í mörg ár átti hatrið á milli norðurs og suðurs eftir að blossa upp. En það kom þó­ ekki í veg fyrir að bjartsýni vaknaði á meðal fó­lks- ins. Iðnaðurinn í austri stó­ð á há- tindi sínum, innflytjendum fjölgaði og þúsundir manna só­ttu í vesturátt – í hin nýju lönd vestan Mississippi. Skinnaveiðimenn, gullgrafarar, vís- undabanar, kúrekar, bændur, hand- verksmenn, kaupmenn og embætt- ismenn flykktust til eyðilandanna í vestri – „The Frontier“. En á meðan margir, sérstaklega hvítir, högnuðust við stækkun landsins hafði efnahags- uppgangur Bandaríkjanna í för með sér hræðilegar afleiðingar fyrir frum- byggja landsins. Brottflutningur indí- ánanna og stríðið sem fylgdi honum er svartur kafli í sögu Bandaríkjanna. Nýju járnbrautirnar sem lagðar voru yfir landið juku samgöngur og vöruflutninga, ekki síst á milli aust- urs og vesturs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.