Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2008, Blaðsíða 42
föstudagur 4. júlí 200842 Helgarblað DV
Hetjur og skúrkar
Villta Vestursins
Klukkan er 3 síðdegis í Tomb-
stone, Arizona, þann 26. október
árið 1881. Fjórir vígalegir menn
ganga upp Freemont-stræti: bræð-
urnir Virgil, Morgan og Wyatt Earp
ásamt bandamanni þeirra Doc
Holliday.
Það er komið að því; uppgjör-
ið við óvini þeirra í Clanton-geng-
inu er í þann mund að hefjast. Þeir
standa á litlum bletti nálægt OK-
hestaréttinni.
Örfáum augnablikum seinna
standa níu menn – að minnsta kosti
sjö vopnaðir – steinsnar frá þeim.
– „Throw your hands up, I want
your guns!“ („Upp með hendur, ég
vil fá byssurnar ykkar!“) hrópar Virg-
il Earp.
Litlu seinna fer allt í háa loft þegar
skothríðin hefst. Kúlnaregnið stend-
ur í hálfa mínútu og síðan liggja þrír
í valnum í reyk og ringulreið, tveir
eru flúnir og þrír liggja særðir eftir.
Sá eini sem eftir stendur ósærður er
Wyatt Earp.
Þessi bardagi er frægur í sögunni
sem „Byssubardaginn við OK-rétt-
ina“. Þetta var uppgjör tveggja stríð-
andi glæpafylkinga þar sem annað
liðið taldi sig hafa lögin sín megin.
Sumir sagnfræðingar telja þenn-
an atburð nauða ómerkilegan en
hann hefur þó skotið föstum rótum
í amerískri þjóðarsál.
Í þessum þrjátíu sekúndum
eru fólgnar margar algengustu
goðsagnir Villta vestursins: harð-
ákveðnir menn í banvænu byss-
ueinvígi, syndabælið Tombstone
á landnemasvæði, Earp-bræður
sem sjálfskipaðir laganna verðir og
skúrkarnir í Clanton-genginu.
Þrælastríðinu var lokið
Til þess að skilja hvers konar að-
stæður urðu til þess að þetta tíma-
bil varð svona eldfimt verðum við
að skoða upphafið: Appomattox í
Virginíu þann 9. apríl árið 1865. Lee,
hershöfðingi Suðurríkjanna, gafst
upp fyrir Grant, hershöfðingja Norð-
urríkjanna, og endir var bundinn á
Þrælastríðið. Hið sundurleita ríki
var alvarlegasta innanríkisvanda-
mál Bandaríkjanna og í mörg ár átti
hatrið á milli norðurs og suðurs eftir
að blossa upp.
En það kom þó ekki í veg fyrir
að bjartsýni vaknaði á meðal fólks-
ins. Iðnaðurinn í austri stóð á há-
tindi sínum, innflytjendum fjölgaði
og þúsundir manna sóttu í vesturátt
– í hin nýju lönd vestan Mississippi.
Skinnaveiðimenn, gullgrafarar, vís-
undabanar, kúrekar, bændur, hand-
verksmenn, kaupmenn og embætt-
ismenn flykktust til eyðilandanna í
vestri – „The Frontier“. En á meðan
margir, sérstaklega hvítir, högnuðust
við stækkun landsins hafði efnahags-
uppgangur Bandaríkjanna í för með
sér hræðilegar afleiðingar fyrir frum-
byggja landsins. Brottflutningur indí-
ánanna og stríðið sem fylgdi honum
er svartur kafli í sögu Bandaríkjanna.
Nýju járnbrautirnar sem lagðar
voru yfir landið juku samgöngur og
vöruflutninga, ekki síst á milli aust-
urs og vesturs.