Listin að lifa - 01.12.2004, Síða 7

Listin að lifa - 01.12.2004, Síða 7
Á leiðinni út á Öndverðarnes er tilvalið að skoða Skarðsvík. Það er lítil, falleg vík með ljósum sandi þar sem oft er margmenni á góðum sumardögum. Gestastofa: í byrjun júlí á þessu ári var gestastofa opnuð á Hellnum og var aðsókn að henni góð. í gestastofunni fást upplýsingar um þjóðgarðinn og á sýning- unni er lögð áhersla á náttúrufar svæðisins undir Jökli og lífsskilyrði vermanna áður fyrr. Reynt er að tvinna þessa þætti saman. Áhersla er lögð á að höfða til annarra skilningarvita gesta en sjónar, því að auk þess að lesa og horfa er hægt að þreifa, þefa og reyna. I barnahorni er hægt að skoða smáhluti í víðsjá og úti geta gestir fengið að ganga á hrauni í skinnskóm. Nýjung á sýningunni er að allur texti hennar hefur verið þýddur yfir á blindra- letur. I bókahorni verður hægt að skoða bækur og myndbönd um náttúru landsins og unnið er að gerð gagnvirks efnis sem gestir geta notað til upplýsingaöflunar í gestastofunni. Gönguleiðir: Margar og fjölbreyttar gönguleiðir eru í og við þjóðgarðinn og ættu flestir að geta fundið leið við sitt hæfi. I reglugerð um þjóðgarðinn er lögð áhersla á aðgengi fyrir alla. Unnið verður að því að leggja góða göngustíga sem fólk í hjólastólum getur notað. Hátt hlutfall ferðamanna eru eldri borgarar sem sumir hverjir eiga erfitt með gang. Fyrir þá eru góðir göngustígar afar mikilvægir. Yfir sumarið bjóða landverðir þjóðgarðsins upp á gönguferðir sem flestar taka einn til tvo klukkutíma og eru án endurgjalds. Tilvalið er fyrir einstaklinga og hópa að nýta sér þjónustu þjóðgarðsins og slást i för með landvörðum. Verið velkomin í Þjóðgarðinn Snæfells- jökul. Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður Vitinn á Malarrifi er formfagur, en á Malarrifi var búið fram yfir miðja síðustu öld. Erfitt var um vatnsöflun á Malarrifi eins og víðar undir Jökli og í þurrkatíð sótti heimafólk vatn í hella. Svalþúfa og Þúfubjarg eru úr lagskiptu móbergi og eru talin vera austurbarmur gígs sem líklega hefur gosið i sjó. Lóndrangar eru leifar gígtappa úr sömu eldstöð. Hærri drangurinn er 75 m hár en sá lægri 61 m. Þúfubjarg er aðgengilegt og líflegt fuglabjarg. Þjóðsaga segir frá því að á Þúfubjargi hafi Kolbeinn Jöklaraskáld og Kölski kveðist á undir fullu tungli. 7

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.