Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 7

Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 7
Á leiðinni út á Öndverðarnes er tilvalið að skoða Skarðsvík. Það er lítil, falleg vík með ljósum sandi þar sem oft er margmenni á góðum sumardögum. Gestastofa: í byrjun júlí á þessu ári var gestastofa opnuð á Hellnum og var aðsókn að henni góð. í gestastofunni fást upplýsingar um þjóðgarðinn og á sýning- unni er lögð áhersla á náttúrufar svæðisins undir Jökli og lífsskilyrði vermanna áður fyrr. Reynt er að tvinna þessa þætti saman. Áhersla er lögð á að höfða til annarra skilningarvita gesta en sjónar, því að auk þess að lesa og horfa er hægt að þreifa, þefa og reyna. I barnahorni er hægt að skoða smáhluti í víðsjá og úti geta gestir fengið að ganga á hrauni í skinnskóm. Nýjung á sýningunni er að allur texti hennar hefur verið þýddur yfir á blindra- letur. I bókahorni verður hægt að skoða bækur og myndbönd um náttúru landsins og unnið er að gerð gagnvirks efnis sem gestir geta notað til upplýsingaöflunar í gestastofunni. Gönguleiðir: Margar og fjölbreyttar gönguleiðir eru í og við þjóðgarðinn og ættu flestir að geta fundið leið við sitt hæfi. I reglugerð um þjóðgarðinn er lögð áhersla á aðgengi fyrir alla. Unnið verður að því að leggja góða göngustíga sem fólk í hjólastólum getur notað. Hátt hlutfall ferðamanna eru eldri borgarar sem sumir hverjir eiga erfitt með gang. Fyrir þá eru góðir göngustígar afar mikilvægir. Yfir sumarið bjóða landverðir þjóðgarðsins upp á gönguferðir sem flestar taka einn til tvo klukkutíma og eru án endurgjalds. Tilvalið er fyrir einstaklinga og hópa að nýta sér þjónustu þjóðgarðsins og slást i för með landvörðum. Verið velkomin í Þjóðgarðinn Snæfells- jökul. Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður Vitinn á Malarrifi er formfagur, en á Malarrifi var búið fram yfir miðja síðustu öld. Erfitt var um vatnsöflun á Malarrifi eins og víðar undir Jökli og í þurrkatíð sótti heimafólk vatn í hella. Svalþúfa og Þúfubjarg eru úr lagskiptu móbergi og eru talin vera austurbarmur gígs sem líklega hefur gosið i sjó. Lóndrangar eru leifar gígtappa úr sömu eldstöð. Hærri drangurinn er 75 m hár en sá lægri 61 m. Þúfubjarg er aðgengilegt og líflegt fuglabjarg. Þjóðsaga segir frá því að á Þúfubjargi hafi Kolbeinn Jöklaraskáld og Kölski kveðist á undir fullu tungli. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.