Listin að lifa - 01.12.2004, Side 53

Listin að lifa - 01.12.2004, Side 53
Eggið setur mikinn svip á setustofuna í Gljúfrasteini. Arinhornið er hlýlegur setkrókur eins og annað í húsinu. Segðu okkur aðeins frá málverk- unum. „Á Gljúfrasteini er mikið af stór- kostlegum listaverkum eftir okkar fremstu málara: Svavar Guðnason, Kjarval, Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur og fleiri. Það má því segja að Gljúfra- steinn sé líka eins konar listasafn. Þessir listamenn voru vinir Halldórs og Auðar á sinum tíma, þannig að sumt fengu þau gefins, en annað keyptu þau af listamönn- unum sjálfum. Auður sjálf var mikil listakona og annáluð handavinnukona. Púðar og veggteppi eftir hana bera þess merki að hún hafði listrænt auga. í stofunni er teppið sem Auður kepptist við að klára áður en að Halldór kom heim með Nóbels- verðlaunin. Eftir að hann fékk verðlaunin afhent í Svíþjóð fór Auður strax heim en Halldór fór til Italíu. Þegar Auður kom heim á Gljúfrastein kepptist hún við að klára teppið, það vildi hún hafa tilbúið þegar Halldór kæmi heim. Þetta teppi hangir í stofunni núna.“ Á hvaða tíma er húsið byggt? „Gljúfra- steinn var byggður 1945. Auður vélritaði kaupsaming 17. júní 1945. í lok desember sama ár voru þau flutt inn. Ágúst Pálsson arkitekt teiknaði Gljúfrastein, en þess má í vinnuherbergi Halldórs má sjá að hann notaði skrifpúlt við vinnuna. Á hliðarborði er gamla ritvélin sem Auður notaði, en hún vélritaði fýrir skáldið. geta að hann mun einnig hafa teiknað Neskirkju. Auður segir frá því í bókinni Á Gljúfrasteini, sem Edda Andrésdóttir skrifaði, að hún hafi í raun stýrt öllum framkvæmdunum í tengslum við byggingu hússins. Halldór sá bara um að borga. Á þessum árum var erfitt að fá bygg- ingarefni, einfaldlega ekki framboð á eins góðum efnum og í dag. Farið var í miklar endurbætur, áður en húsinu var breytt í safn, án þess þó að breyta neinu. Fyrir vikið getur húsið nú þjónað hlutverki sínu betur. Auður hefur sagt frá því, að þegar hún fann gler sem hægt var að nota í ljósakrónu, hafi faðir hennar, Sveinn Guðmundsson, smíðað utan um þau. Birta Fróðadóttir hannaði innréttingarnar í vinnuherbergi Halldórs. Hún var mjög góð vinkona Auðar og aðstoðaði hana við að velja liti á veggi og húsgögn. Birta var danskmenntaður arkitekt og bjó í Mos- fellsdalnum. Hún flutti inn húsgögn frá Danmörku sem Auður keypti af henni. Húsgögnin á Gljúfrasteini eru látlaus, en um leið klassísk. Þegar Gljúfrasteinn var byggður 1945 var ekki mikill gróður umhverfis húsið. Eins og konan sem arf- leiddi Halldór að silfurskálinni tók rétti- lega eftir, fannst þar vart stingandi strá.“ Garðurinn og sundlaugin: „Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt teiknaði garðinn umhverfis Gljúfrastein 1956. Hann var þá ungur maður í fríi frá ark- itektanámi í Danmörku. Reynir hafði unnið með Theódóri Halldórssyni, frænda Auðar, í Gróðrarstöðinni Alaska, en Theódór lagði til að Reynir yrði fenginn í verkið. Teikningin var tilbúin vorið 1956 eftir fundi með Auði og Halldóri. Reynir var svo aftur fenginn í að hanna hlaðið á Gljúfrasteini, þegar húsinu var breytt í safn. Aðgengi að húsinu varð að vera sem allra best, svo að t.d. fólk í hjólastólum kæmist inn. Nú er móttökuhús þar sem áður var bílskúrinn á Gljúfrasteini, aðkoman að húsinu er því talsvert breytt.“ Sjón er sögu ríkari. Gljúfrasteinn gefur innsýn í hugarheim skáldsins - sýnir vinnustað og heimili hans sem skrifaði þessi stórbrotnu ritverk. O.Sv.B. Safnið er opið alla daga kl. 10.00-17.00 nema á mánudögum.

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.