Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 53

Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 53
Eggið setur mikinn svip á setustofuna í Gljúfrasteini. Arinhornið er hlýlegur setkrókur eins og annað í húsinu. Segðu okkur aðeins frá málverk- unum. „Á Gljúfrasteini er mikið af stór- kostlegum listaverkum eftir okkar fremstu málara: Svavar Guðnason, Kjarval, Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur og fleiri. Það má því segja að Gljúfra- steinn sé líka eins konar listasafn. Þessir listamenn voru vinir Halldórs og Auðar á sinum tíma, þannig að sumt fengu þau gefins, en annað keyptu þau af listamönn- unum sjálfum. Auður sjálf var mikil listakona og annáluð handavinnukona. Púðar og veggteppi eftir hana bera þess merki að hún hafði listrænt auga. í stofunni er teppið sem Auður kepptist við að klára áður en að Halldór kom heim með Nóbels- verðlaunin. Eftir að hann fékk verðlaunin afhent í Svíþjóð fór Auður strax heim en Halldór fór til Italíu. Þegar Auður kom heim á Gljúfrastein kepptist hún við að klára teppið, það vildi hún hafa tilbúið þegar Halldór kæmi heim. Þetta teppi hangir í stofunni núna.“ Á hvaða tíma er húsið byggt? „Gljúfra- steinn var byggður 1945. Auður vélritaði kaupsaming 17. júní 1945. í lok desember sama ár voru þau flutt inn. Ágúst Pálsson arkitekt teiknaði Gljúfrastein, en þess má í vinnuherbergi Halldórs má sjá að hann notaði skrifpúlt við vinnuna. Á hliðarborði er gamla ritvélin sem Auður notaði, en hún vélritaði fýrir skáldið. geta að hann mun einnig hafa teiknað Neskirkju. Auður segir frá því í bókinni Á Gljúfrasteini, sem Edda Andrésdóttir skrifaði, að hún hafi í raun stýrt öllum framkvæmdunum í tengslum við byggingu hússins. Halldór sá bara um að borga. Á þessum árum var erfitt að fá bygg- ingarefni, einfaldlega ekki framboð á eins góðum efnum og í dag. Farið var í miklar endurbætur, áður en húsinu var breytt í safn, án þess þó að breyta neinu. Fyrir vikið getur húsið nú þjónað hlutverki sínu betur. Auður hefur sagt frá því, að þegar hún fann gler sem hægt var að nota í ljósakrónu, hafi faðir hennar, Sveinn Guðmundsson, smíðað utan um þau. Birta Fróðadóttir hannaði innréttingarnar í vinnuherbergi Halldórs. Hún var mjög góð vinkona Auðar og aðstoðaði hana við að velja liti á veggi og húsgögn. Birta var danskmenntaður arkitekt og bjó í Mos- fellsdalnum. Hún flutti inn húsgögn frá Danmörku sem Auður keypti af henni. Húsgögnin á Gljúfrasteini eru látlaus, en um leið klassísk. Þegar Gljúfrasteinn var byggður 1945 var ekki mikill gróður umhverfis húsið. Eins og konan sem arf- leiddi Halldór að silfurskálinni tók rétti- lega eftir, fannst þar vart stingandi strá.“ Garðurinn og sundlaugin: „Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt teiknaði garðinn umhverfis Gljúfrastein 1956. Hann var þá ungur maður í fríi frá ark- itektanámi í Danmörku. Reynir hafði unnið með Theódóri Halldórssyni, frænda Auðar, í Gróðrarstöðinni Alaska, en Theódór lagði til að Reynir yrði fenginn í verkið. Teikningin var tilbúin vorið 1956 eftir fundi með Auði og Halldóri. Reynir var svo aftur fenginn í að hanna hlaðið á Gljúfrasteini, þegar húsinu var breytt í safn. Aðgengi að húsinu varð að vera sem allra best, svo að t.d. fólk í hjólastólum kæmist inn. Nú er móttökuhús þar sem áður var bílskúrinn á Gljúfrasteini, aðkoman að húsinu er því talsvert breytt.“ Sjón er sögu ríkari. Gljúfrasteinn gefur innsýn í hugarheim skáldsins - sýnir vinnustað og heimili hans sem skrifaði þessi stórbrotnu ritverk. O.Sv.B. Safnið er opið alla daga kl. 10.00-17.00 nema á mánudögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.