Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 05.06.2015, Qupperneq 2
VW Up! frá aðeins: 1.790.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Rjúpu fjölgar um 8 prósent  Vinnumarkaður kynferðisleg áreitni í þjónustustörfum algeng Önnur hver kona í þjónustu- störfum áreitt kynferðislega Tæplega helmingur kvenna sem hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað segir áreitnina hafa mikil áhrif á öryggistilfinningu sína í vinnunni. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rann- sóknar sem Starfsgreinasambandið lét gera á kynferðislegri áreitni fólks í þjónustustörfum. Um 41% fólks í þessum störfum hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni, þar af önnur hver kona og fjórði hver karlmaður. r annsóknin sýnir, svo ekki verður um villst að, vandinn er mikill hér á landi eins og annars staðar og hefur áhrif á líðan og öryggi fólks á vinnustöð- um,“ segir Drífa Snædal, framkvæmda- stjóri Starfsgreinasambandins, um niður- stöður nýrrar rannsóknar sem sýna að um 41% fólks í þjónustustörfum hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Konur verða hlutfallslega oftar fyrir kyn- ferðislegri áreitni en karlar, en um það bil önnur hver kona og fjórði hver karlmaður í þjónustustörfum hefur orðið fyrir áreitni samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar sem Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræð- um við Háskóla Íslands vann að beiðni Starfsgreinasambandsins á kynferðislegri áreitni gagnvart starfsfólki sem hefur unnið innan hótel-, veitinga- og ferðaþjón- ustunnar síðastliðin 10 ár. Þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi og verða niðurstöðurnar birtar í heild sinni í skýrslu sem kemur út á mánudag. Þá fer jafnframt fram samnorræn ráðstefna á Hótel Nordica sem Starfsgreinasambandið stendur fyrir gegn staðalmyndum og kyn- ferðislegri áreitni í þjónustustörfum. Umræðan um kynferðislega áreitni fólks í þjónustustörfum varð mjög hávær innan verkalýðsfélga víða um heim eftir að Dominic Strauss-Kahn, þáverandi for- stjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, áreitti herbergisþernu á hóteli árið 2011. Rann- sókn Starfsgreinasambandsins er innlegg í þessa umræðu en sambærilegar rann- sóknir hafa verið gerðar nýverið á hinum Norðurlöndunum. Þegar svör þátttakenda í rannsókninni eru greind eftir aldri kemur í ljós að 67,8% þeirra sem höfðu orðið fyrir kynferðis- legri áreitni voru yngri en 25 ára þegar alvarlegasta tilvikið átti sér stað. Þannig voru 55,8% þolenda á aldrinum 18-24 ára en 11,6% yngri en 18 ára. „Þessi ungi aldur þolenda er áhugaverður í ljósi fræðilegrar umræðu um að kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi snúist um vald. Ungt fólk hefur oft minna vald en það sem eldra er, vegna reynslu- og áhrifaleysis sem helst í hendur við ungan aldur þeirra,“ segir í skýrslunni sem er unnin af Steinunni Rögnvaldsdóttur, félags- og kynjafræðingi. Þátttakendur voru einnig spurðir um áhrif áreitninnar á öryggistilfinningu sína á vinnustað og sögðu 43,4% kvenna að áreitnin hefði mjög mikil eða frekar mikil áhrif á öryggistilfinninguna en enginn karlmaður svaraði því til að áreitnin hefði mikil áhrif á hann. „Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnu- grein og okkur ber skylda til að huga að öryggi starfsfólks þar alveg eins og öryggi starfsfólks í byggingarvinnu eða sjó- mennsku. Rannsóknin er bara upphafið að norrænni samvinnu á þessu sviði og við munum halda verkefninu áfram,“ segir Drífa. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is KynfERðislEg áREitni EftiR staRfsstað – Hlutfall svarenda í rannsókn Starfsgreinasambandsins HótEl KaffiHús sKyndibitastaðuR VEitingaHús fERðaþjónusta annað 39,5% 56,8% 42,2% 60,0% 28,2% 53,3% Þegar svör þátttakenda í rannsókninni eru greind eftir aldri kemur í ljós að 67,8% þeirra sem höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni voru yngri en 25 ára þegar alvarlegasta tilvikið átti sér stað. Mynd úr safni/Hari 199. gr. almennra hegning- arlaga Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðis- leg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta. Náttúrustofnun Íslands hefur lokið við að telja rjúpu þetta vorið og samandregið fyrir öll talningasvæði var meðalfjölgun rjúpna 8% á milli áranna 2014 og 2015. Talningar gengu treglega þetta árið vegna tíðarfars en rjúpur voru taldar á 36 svæðum í öllum landshlutum. Alls sáust 1284 karrar sem er um 1% af áætluðum fjölda í landinu. Greinileg fækkun á stofninum var á 16 talningasvæðum, kyrrstaða var á 8 svæðum og aukning var á 12 svæðum. Rjúpum fækkaði á Suðvesturlandi, Vesturlandi, Vest- Fréttatíminn hefur flutt aðsetur sitt frá Sætúni 8 í Skeifuna 17 í Reykjavík. Blaðið er nú á þriðju hæð þar sem Sena er einnig til húsa og Suzuki-bílaumboðið er á jarðhæð. Vel fer um ritstjórn og auglýsingadeild Frétta- tímans á hinum nýja stað, miðsvæðis í borginni, þar sem auðvelt að fá bílastæði fyrir þá sem eiga erindi til blaðsins. Fréttatíminn fluttur í Skeifuna fjörðum og Austurlandi, kyrrstaða var á Suðausturlandi en áberandi aukning var á Norðausturlandi og Suðurlandi. Í sögulega samhengi er stofninn ekki stór og aðeins á Norðausturlandi og Austurlandi er hann yfir meðallagi í stærð. Lítil trú á Alþingi Einungis 15% aðspurðra telja að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings, að því er fram kemur í könnun MMR. Þá sögðust 65,4% frekar eða mjög sammála því að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu. Þeir sem tilheyrðu tekjuhæsta hópnum, með milljón á mánuði í heimilistekjur eða meira, voru líklegri en þeir sem hafa lægri tekjur til að telja að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings. Þeir sem tilheyrðu yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára, voru líklegri til að vera sammála því en hinir eldri að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin. Hátíð hafsins um helgina Hafnarsvæðið mun iða af lífi um helgina þegar Hátíð hafsins verður haldin með pompi og prakt. Að hátíðinni standa Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð en hún er í raun sameining tveggja hátíða, á Hafnardeginum sem er á laugardag og Sjómannadeginum sem er á sunnudag. Þetta er fjölskylduhátíð þar sem áhersla er lögð á fróðleik um hafið og dagskráin í ár er fjölbreytt eins og endranær. Sjóræningjaföndur, bryggjusprell, leiksýningar og tónleikar munu gleðja gesti og gangandi en auk þess munu þeir fjölmörgu veitinga- staðir sem eru nú við hafnarsvæðið bjóða upp á spennandi veitingar. Hægt er að skoða dagskrána á vefsíðunni hatidhafsins.is  lögreglumál tVö fjárkúgunarmál tengd systrunum malín Brand og Hlín einarsdóttur Segir Hlín hafa tekið við miskabótum gegn því að kæra ekki nauðgun „Mér þykir óskaplega leitt að hafa valdið þessu fólki skaða,“ segir í yfir- lýsingu sem Malín Brand, blaðakona á Morgunblaðinu, sendi frá sér í gær. Malín og systir hennar, Hlín Einars- dóttir fjölmiðlakona, hafa verið til umfjöllunar í vikunni eftir að upplýst var að Hlín reyndi að kúga fé út úr forsætisráðherra og fjölskyldu hans. Bæði Hlín og Malín hafa játað þátt sinn í því máli. Síðar í vikunni kærði Helgi Jean Claessen, ritstjóri Menn.is, þær fyrir fjárkúgun en hann mun hafa greitt þeim 700 þúsund krónur gegn því að hann yrði ekki kærður fyrir nauðgun. Í yfirlýsingu Malínar segir: „Á þriðju- deginum bað Hlín mig að keyra sig á bráðamóttöku fyrir þolendur kyn- ferðisofbeldis þar sem hún fékk að- hlynningu og skoðun. Ástand hennar að mati starfsfólks þar benti til að hún hefði orðið fyrir nauðgun. Maðurinn lagði áherslu á að mannorðs síns vegna myndi nauðgunarkæra, hvort sem hún leiddi til ákæru og sakfellingar eða ekki, valda sér miklum hnekki. Systir mín féllst á þessi sjónarmið og úr varð sátt með greiðslu miskabóta.“ Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að Hlín hyggist kæra téðan Helga fyrir nauðgun. Systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir reyndu að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. L jó sm yn d/ H ar i 2 fréttir Helgin 5.-7. júní 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.