Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Page 16

Fréttatíminn - 05.06.2015, Page 16
Þel er fimmta plata Láru Rúnarsdóttur. Nýbreytni er að öll lögin eru sungin á íslensku. Ljósmynd/Hari Áframhald á endalausri sjálfsleit L ára Rúnarsdóttir hefur gefið út plötu á þriggja ára fresti frá árinu 2003 og er nýjasta plata hennar, Þel, sú fimmta í röð- inni. Hún segir ferlið vera í kring- um þrjú ár við plöturnar og kann því vel. „Nú er ég bara á rúntinum með plötuna eins og ég geri á þriggja ára fresti,“ segir Lára þegar blaða- maður heyrir í henni. „Þrjú ár virð- ist vera minn sköpunartími, en það er samt alger tilviljun,“ segir hún. „Ég byrjaði að semja á þessa plötu árið 2012, og byrjaði svo í mars í fyrra að taka upp, svo já þetta er svona þriggja ára sköpunarferli. Á þessum tíma er maður líka að safna lögum og svo að vinsa úr þeim fjölda og slíkt, svo þetta er kannski ekki stöðug vinna í þrjú ár. Bara ákveð- ið ferli.“ Íslensk plata í fyrsta sinn Plötur Láru hafa yfirleitt verið á ensku fyrir utan plötuna Þögn, sem kom út árið 2006, en hún var bæði á ensku og íslensku. Á Þel eru öll lögin á íslensku, sem er nýtt fyr- ir hana. „Ég ákvað bara að stíga skrefið,“ segir Lára. „Ég fann það þegar ég fór hringinn í kringum landið með áhöfninni á Húna fyrir tveimur árum, að við náðum betur til fólksins þegar við sungum lögin á íslensku,“ segir hún. „Mér fannst ég tengjast betur og eiga greiðari leið að hjörtum fólks á móðurmál- inu. Svo er ég orðinn mun rólegri í þessari útrás sem ég hef verið í undanfarin ár,“ segir hún. „Ég er orðin smá leið á þessu harki og að eltast við útlönd eins og maður hef- ur gert eitthvað af alveg frá árinu 2009,“ segir hún. „Á ferðalögum vorum við með eldra barnið með okkur,“ segir Lára en hún er gift trommaranum Arnari Gíslasyni og saman eiga þau tvö börn. „Svo kemur bara að þeim tímapunkti í lífinu að löngunin í meiri ró verð- ur sterkari, og minna hark,“ segir Lára. „Ég held líka, burtséð frá börnum, þá hafi fólk bara ákveðna þolinmæði gagnvart svona harki sem þessi bransi er. Það er stund- um mikilvægara að vera bara sam- an við eldhúsborðið að borða kvöld- mat,“ segir Lára. Allar plöturnar sjálfsleit Yrkisefni Láru hefur alltaf verið á persónulegum nótum. Hún er mikil áhugamanneskja um tilfinningar og segir plöturnar hafa verið ákveðna sjálfsleit. „Þetta er nú alltaf bara mitt hugarþel,“ segir Lára. „Ein- Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir gaf út sína fimmtu sólóplötu á dögunum. Á plötunni, sem nefnist Þel, eru öll lögin á íslensku sem er nýbreytni hjá Láru. Hún segir að hún hafi fundið fyrir því á undanförnum árum hafi hún náð meiri tengingu við hlustendur sína á tónleikum þegar hún syngi á íslensku, ásamt því að hún sé farin að taka því mun rólegar þegar tal um heimsfrægð bankar upp á. Lára segir plötuna vera sjálfsleit eins og allar hinar, og hún er á góðri leið með að finna sjálfa sig, þó það sé eilífðarleit. hverjar tilfinningaólgur og vanga- veltur. Stefið í gegnum plöturnar hefur alltaf einkennst af ákveðinni sjálfsleit,“ segir hún. „Finna hvar maður á heima og hvar maður á að vera í þessu lífi og hvað maður á að vera að gera. Svo er þetta líka um samskipti við fólk og hvernig mað- ur viðheldur þeim, hvernig maður viðheldur tengingum og ástinni og segir skilið við fólk sem tekur meira en það gefur.“ Hvernig gengur sjálsfleitin eftir fimm plötur? „Ég finn hana stundum,“ segir Lára. „Ég finn stundum leiðina heim, en svo villist maður af leið og þá leitar maður. Annars er þetta ei- lífðarverkefni,“ segir hún. „Þetta heldur líklega áfram á næstu fimm plötum.“ Vínylmorgnar á heimilinu Lára og Arnar eru bæði tónlistar- fólk og lifa og hrærast í þeim heimi. Arnar spilar á nýjustu plötu Láru eins og að undanförnu og segir hún að tónlist sé oft rædd við eldhús- borðið, þrátt fyrir að þau séu með ólíkan tónlistarsmekk. „Það sem sameinar okkur, fyrir utan allt ann- að, er þessi ástríða á tónlist,“ segir Lára. „Við tölum þó meira um hvað við erum að hugsa í tónlist frekar en tónlist almennt,“ segir hún. „Við erum með ólíkan smekk en við erum byrjuð að taka vínylmorgna eins og við köllum það. Þá hlustum við á vínylplötur áður en dagurinn hefst, og veljum til skiptis hvað við hlustum á.“ Tilfinningar eru áhugamálið Um leið og Lára er í óðaönn að fylgja eftir plötunni sinni er hún að útskrifast með meistaragráðu í kynjafræði frá Háskóla Íslands nú í júní. Hún hefur brennandi áhuga á mannskepnunni og hugarástandi hennar. Hún óttast ekki krufningu tilfinninga eins og hún orðar það sjálf. „Ég hef brennandi áhuga á til- finningum, bæði mínum eigin sem og annarra,“ segir Lára. „Það er eitt af áhugamálum mínum, hvað fólk er að hugsa. Svo hef ég mikinn áhuga á femínisma og jafnréttismálum,“ segir hún. „Það er kannski það sem mig langar mest að vinna að fyrir utan tónlistina, og eða með henni. Ég hef síðustu ár barist fyrir auknu jafnrétti innan tónlistariðnaðarins,“ segir Lára sem fyrir þremur árum stofnaði félag kvenna í tónlist, eða KÍTÓN ásamt starfssystrum sínum. „Við ákváðum að stofna félagið aðallega til þess að efla tengslanet milli kvenna í tónlist, og til að skoða iðnaðinn í þaula,“ segir Lára. „Á þessum tíma sem við höfum starf- að þá hefur félagið vaxið mjög og í dag er leitað mikið til okkar eftir áliti og ábendingum hvað margt varðar innan þessa bransa,“ segir hún. „Menningin innan tónlistar- iðnaðarins er það sem þarf helst að breytast svo hún henti öllum,“ segir Lára en meistararitgerð hennar inn- an kynjafræðinnar var einmitt um þetta ákveðna málefni, umhverfi og upplifun tónlistarmanna á Íslandi. „Draumurinn er að geta starfað við þetta og núna er ég bara að líta í kringum mig eftir nám og athuga hvort einhverjir vilji ekki ráða frá- bæran kynjafræðing til vinnu. Ann- að hvort það eða halda út í doktors- nám,“ segir hún. Tónleikahald fram undan í sumar Fram undan hjá Láru er að kynna plötuna af miklum móð í sumar eins og vaninn er, þegar ný plata kemur út. „Við vorum með útgáfutónleika í gær (fimmtudag) í Fríkirkjunni og í kvöld verðum við með tónleika á Græna hattinum á Akureyri. Á morgun, laugardag, munum við svo halda tónleika í gömlu hlöðunni við Hótel Reynihlíð á Mývatni,“ segir Lára. „Svo verðum við á Gærunni á Sauðárkróki og Bræðslunni að Borgarfirði eystri í lok júlí. Við erum einnig að undirbúa smá tón- leikaferð um landið í júlí, svo það er margt í pípunum. Ég er með sama fólk í kringum mig og ég hef verið með undanfarin ár sem mér þykir mjög vænt um og það er svo gaman að vera saman, svo við ætlum að reyna að spila sem mest,“ segir tón- listarkonan Lára Rúnarsdóttir. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 16 viðtal Helgin 5.-7. júní 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.