Fréttatíminn - 05.06.2015, Page 25
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
var bjöllufarandsali að störfum og
ég vissi að menn væru harðir sölu-
menn í Austurlöndum nær þannig
að ég brá á það ráð að leggjast í jörð-
ina og ausa yfir mig sandi. Kallinn
varð svo hissa og ekki meiri sölu-
maður en það að hann gaf mér bjöll-
una. En talandi um bókmenntir þá
er Borgarbókasafnið ekki langt
undan og ég sæki mikið þangað.
Ég er dálítið upptekinn af gömlum
ævisögum og les eiginlega lítið
annað. Steinunn skammar mig fyrir
að vera að bera þessar bækur hér
heim, segir að þetta séu neftóbaks-
bókmenntir, og tilfellið er að það
eru raunverulega neftóbaksblettir
í sumum þessara bóka.“
Nakinn á hjóli að næturþeli
Þýðir þetta að starfslokin nú séu
fyrirboði þess að þú setjist niður og
skrifir eigin ævisögu?
„Nei, ég hef reyndar hugsað um
það, en ég held að ævisaga mín sé
ekki prenthæf, það eru svo mörg
strákapör í henni sem eiga ekki er-
indi fyrir almenningssjónir. Ég hef
alltaf verið grallari og haft gaman af
því að brjóta reglurnar. Sem dæmi
get ég nefnt að ég var um tíma í hópi
sem hafði afskaplega gaman af því
að hjóla naktinn um bæinn að næt-
urlagi og við lentum í alls kyns æv-
intýrum í þeim ferðum. Það ber þó
að hafa í huga að við vorum hippar
og það var verið að stríka um allar
jarðir á þessum tíma. Reyndar var
ég aldrei almennilegur hippi, en
hugsjónirnar voru flottar og höfðu
auðvitað áhrif á alla lífssýn manns.
Við vildum byggja upp betra samfé-
lag og það tókst að hluta til, þótt enn
sé auðvitað margt sem betur mætti
fara. Ég kyngi nú stundum þegar
ég lít yfir farinn veg og sé hversu
margt ég hefði getað gert betur, ég
er ófullkominn eins og Job, en hef
sem betur fer sloppið við stóráföll.“
Jón Ársæll verður 65 ára 16. sept-
ember í haust, er fæddur sama dag
og Jesús Kristur og Ómar Ragnars-
son segir hann, er hann ekkert að
hugsa um að setjast í helgan stein?
„Nei, en auðvitað hefur maður líka
velt því fyrir sér. Ég gæti farið á lífeyri
í haust og þegar þau tímamót nálgast
fer maður að velta því fyrir sér hversu
illa þetta samfélag fer með ellilífeyris-
þega. Fólkið sem reisti þetta samfé-
lag. Það er svartur blettur á íslensku
samfélagi finnst mér.“
Lax sem sækir í strauminn
Ferill Jóns Ársæls í fjölmiðlum
spannar þrjá áratugi sem hann seg-
ir hafa verið endalaust ævintýri og
hann hafi aldrei séð eftir því að hafa
gefið sálarfræðina upp á bátinn. „Ég
sé ekki eftir neinu, þótt ég sakni sál-
arfræðinnar stundum, og hef líka
bent á það að þótt menn mennti sig í
einhverju fagi þýðir það ekki að þeir
þurfi að stunda það alla sína ævi.
Ég þótti reyndar líka dálítið skrít-
inn sálfræðingur. Á þeim tíma fór
ég þrisvar til fjórum sinnum á dag
í sjóðheitt bað í vinnunni. Fólki brá
óneitanlega stundum í brún þegar
ég mætti með handklæðið utan um
mig til að taka á móti því í viðtöl.
Það þótti ekki alveg við hæfi.“
Það er ekki hægt að taka viðtal við
manninn sem óspart skellir spurn-
ingunni: Hver ertu? á viðmælendur
sína án þess að spyrja hann hins
sama: Hver er Jón Ársæll? „Æ, ég
veit það ekki. Ég er búinn að vera svo
margt um ævina og er bara það sem
ég er hverju sinni. Innst inni er ég
viðkvæmur maður, ég er duglegur
maður og ef það segir eitthvað um
mig þá var fyrsta tímaritið sem ég
var áskrifandi að Dýraverndarinn.
Ég var farinn að gefa út eigin blöð
tólf ára gamall og fékkst líka töluvert
við alls kyns vísindatilraunir, safnaði
dýrabeinum og fornminjum og hef
alltaf verið dálítið veikur fyrir öllu
sem er ryðgað. En í alvöru þá veit ég
ekki hver ég er, við erum öllum svo
margt. Hvaða stefnu líf okkar tekur
markast oft af tilviljunum en svo er
auðvitað flest sem fyrir okkur kemur
alls engin tilviljun. Við erum lax sem
sækir í strauminn og sköpum eigin
stefnu. Nú stend ég á tímamótum,
einu sinni enn, er mjög spenntur fyr-
ir því sem tekur við og opinn fyrir
öllu. Ég er ekkert horfinn af sjónar-
sviðinu. Ég get lofað því.“
Friðrika Benónýsdóttir
ritstjorn@frettatiminn.is
Ég er ekkert horfinn af sjónarsviðinu.
viðtal 25 Helgin 5.-7. júní 2015