Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.06.2015, Page 30

Fréttatíminn - 05.06.2015, Page 30
Þegar ég sótti við- burð hjá samtökum um al- þjóðlegt tengslanet kvenna fyrst fyrir nokkrum árum var ég eina íslenska konan en nú erum við fjórar að fara á viðburð hjá þeim í júlí. Framtíðin er í skýjunum Hulda Guðmundsdóttir starfar hjá IceDistribution sem er nýstofnað fyrirtæki í hugbúnaðargeiranum og byggir á nýrri hugmyndafræði varðandi nálgun á markaði. Hulda er viðskipta- fræðimenntuð en hefur verið hluti af tækniheiminum í mörg ár þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Hún segir að ennþá halli á konur í sínu vinnuumhverfi og því þurfi að breyta, skref fyrir skref. H ulda Guðmundsdóttir hefur starfað í tæknigeiranum í 8 ár, lengst af sem sölustjóri millistórra og smærri fyrirtækja hjá Microsoft. Í upphafi árs tók hún við starfi viðskiptaþróunarstjóra hjá IceDistribution, sem er nýstofnað fyrirtæki í hugbúnaðargeiranum á Íslandi, og segir hún það vera afar spennandi verkefni. Hulda er auk þess meðlimur í Partner Area Lead, sem er alþjóðleg nefnd og rýnihópur á vegum Microsoft. „Ég var valin af Microsoft Corporation í Seattle fyrir hönd Skandinavíu og er að sjálfsögðu mjög ánægð með að vera hluti af nefndinni enda alls- konar tækifæri sem fylgja tilnefn- ingu sem þessari.“ Nefndarsetan nýtist í starfi henn- ar hjá IceDistribution en Hulda tek- ur þátt í alþjóðlegu kynning- arstarfi sem hjálpar til við að kynna IceD- istribution erlend- is. „Þessu fylgir líka ákveðin samfélags- þjónusta þar sem ég styð við sam- starfs- aðila á Norðurlöndunum sem er vísað til mín. Þessi nefnd er einnig rýni- hópur þar sem Microsoft Corp í Seattle prufukeyrir efni á okkur sem er ekki búið að opinbera. Ég fæ því tækifæri til að fá upplýsing- ar á undan öðrum í geiranum og er eins konar rödd samstarfsaðilanna á þessu svæði sem er mjög mikil- vægt fyrir okkur hjá IceDistribu- tion.“ Kona í karlaheimi Hulda er eina konan í nefndinni og segir það geta verið afar sérstakt, en hún sé hins vegar vön því að vera hluti af þessum karlaheimi. „Ég hef farið á margar stórar ráðstefnur í tengslum við störf mín og þar eru til dæmis einu staðirnir þar sem ég hef gengið beint inn á kvennaklósettið á meðan það var löng röð á karlaklósettið,“ segir hún og hlær. Hulda segist þó finna mun á kynja- hlutfallinu eftir umfjöll- unarefni ráðstefn- anna. „Ef efnið er meira við- skiptatengt en tæknitengt þá er mun jafnara kynjahlutfall. Ég er viðskiptafræðimenntuð en þrífst vel í þessum tækniheimi. Konum er vissulega að fjölga í þessum heimi en það hallar ennþá á okkur í þessu vinnuumhverfi og því þarf að breyta og tel ég að við stefnum í áttina að því.“ Hún nefnir í því samhengi samtök um alþjóðlegt tengslanet kvenna: IAMPC. „Þegar ég sótti alþjóðlegan viðburð hjá þeim fyrst fyrir nokkrum árum var ég eina ís- lenska konan en nú erum við fjórar að fara á viðburð hjá þeim í júlí.“ Nýstárleg framsetning á þjónustu IceDistribution er aðeins hálfs árs gamalt fyrirtæki en hefur náð mik- illi útbreiðslu á evrópskum mark- aði. „Starfsemi okkar byggir á nýrri hugmyndafræði í dreifingu á hug- búnaði. IceDistribution er í eigu Crayon Holding í Noregi og er ann- að fyrirtækið sem þeir stofna hér á landi. Hjá Crayon starfa yfir 700 manns og er fyrirtækið hluti af framsæknustu fyrir- tækjum í heiminum hvað varðar hugbúnaðarráðgjöf og bestun.“ IceDistribution kemur nýtt og ferskt inn á ís- lenska markaðinn en býr á sama tíma yfir áratuga mikilli reynslu og sérþekkingu starfsmanna sem eru 5 talsins. Fyrirtækið þjónustar nú fjöldann allan af viðskiptavinum um alla Evrópu og þar af eru flestir á Ís- landi, Noregi, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi. „Höfuðstöðvarnar eru á Íslandi og það skilar viðskipta- vinum á heimamarkaði aukinni færni og okkur sem fyrirtæki lip- urð og hraða sem er nauðsynlegt í síbreytilegu umhverfi okkar.“ segir Hulda. Óáþreifanleg vara er spenn- andi Aðspurð um hvað sé eftirsótt við það að vera dreifingaraðili fyrir hugbúnað segir Hulda að það sé spennandi að byggja upp nýtt fyrir- tæki, vera í miðpunkti framþróunar og eiga við vöru sem er ekki áþreif- anleg. „Lausnin liggur í skýjunum og við byggjum á víðtæku hugbún- aðar- og þekkingarstarfi. Þau fyrir- tæki sem velja að nota skýjalausnir tryggja sér ákveðna hagkvæmni, þar sem aðeins er greitt fyrir það sem þú þarft og nýjasta útgáfan er alltaf í notkun, svo fátt eitt sé nefnt. Ákveðinn sparnaður fylgir einn- ig skýjalausnum og samkeppnis- forskot, þar sem ekki er þörf á fjár- festingu í dýrum búnaði, svo ekki sé minnst á sveigjanleikann, það skiptir ekki máli hvers konar tæki þú ert með eða hvar þú ert, ef þú kemst í netsamband, þá getur þú alltaf nálgast gögnin,“ segir Hulda. Öryggi spilar einnig stóran þátt í skýjalausnunum, en öll geymsla og afritun gagna er tryggð í takt við ströngustu öryggiskröfur. Samstarf í skýjunum IceDistribution er með viðskiptavini um alla Evrópu og gekk nýlega frá samningi um spennandi samstarf við Icelandair. Samningurinn felur í sér að nú geta viðskiptavinir IceD- istribution safnað Vildarpunktum með sölu á Microsoft skýjalausnum í Icelandair Saga Club. „Þetta er ein- stakt hvatakerfi fyrir viðskiptavini IceDistribution. Við erum staðsett á öllum helstu áfangastöðum Ice- landair og viðskiptavinir okkar í upplýsingatækni um alla Evrópu nýta sér okkar lausnir. Í því sam- hengi vaknaði hugmynd um að búa til sérstakt samband sem báðir aðilar myndu njóta góðs af,“ segir Hulda. Vildarpunktarnir geta ver- ið nýttir á margvíslegan hátt. Sem dæmi má nefna með því að bóka flug, kaupa mat eða vörur um borð, kaupa gjafakort hjá Icelandair eða samstarfsaðilum, bóka hótel og bíla- leigubíl eða með því að styrkja gott málefni. Um er að ræða algjöra nýj- ung á markaði sem þessum. „Fljúgum vel af stað“ Aðspurð um framtíðarsýn segir Hulda að stefnan sé sett hátt. „Við erum bara nýfædd og eigum fram- tíðina fyrir okkur, við erum fædd í skýjunum og fögnum sérstaklega samstarfinu við Icelandair sem flýgur vel af stað,“ segir Hulda, sem mun halda áfram að vera mikið á ferðinni. „Það er hins vegar alltaf gott að koma heim og hitta mann- inn minn og börnin, en sem betur fer notast ég sjálf við skýið og get stýrt mínum vinnutíma að hluta til sjálf og get því unnið heima ef svo ber undir, sem er mikill kostur. Fjöl- skyldan mín er frábær og við hjálp- umst að og styðjum hvert annað, sem er ómetanlegt.“ Hulda er á leiðinni á alþjóðlega ráðstefnu í Bandaríkjunum í júlí þar sem hún mun kynna starfsemi IceDistribution. Ævintýrið er því bara rétt að hefjast. Unnið í samstarfi við IceDistribution Hulda og Árni Haukur Árnason ásamt börnum sínum hafa þann sið að senda skemmtilega mynd með jólakortinu. „Okkur fannst fjölskyldumyndatökurnar í grínþáttunum Raising Hope sniðugar og ákváðum að gera eitthvað í þeim dúr. Eftir skemmtilegan fjölskyldufund varð „twenties“ þema fyrir valinu. Það er aldrei að vita hverju við tökum upp á næst,“ segir Hulda. Hulda Guðmundsdóttir starfar sem við- skiptaþróunarstjóri hjá IceDistribu- tion, nýju ís- lensku fyrirtæki í hugbúnaðar- geiranum sem stefnir hátt. 30 tækni Helgin 5.-7. júní 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.