Fréttatíminn - 05.06.2015, Side 37
ferðalög 37Helgin 5.-7. júní 2015
Veiðisumarið hefst um helgina
Veiðimessa Veiðiflugna fer fram um helgina,
6. og 7. júní. Verslunin stendur fyrir fjöl-
breyttri dagskrá ásamt því að góð tilboð
verða á veiðivörum.
V eiðimessa Veiðiflugna er árlegur viðburður þar sem veiðimenn sem vilja fræðast um allt það nýjasta í veiðivörum og fagna komandi
veiðisumri saman,“ segir Oddný Magnadóttir, en hún
rekur verslunina Veiðiflugur ásamt eiginmanni sínum
Hilmari Hanssyni. „Þetta er okkar leið til að koma
veiðisumrinu af stað og fer veiðimessan nú fram í
fimmta skipti.“
Fjölbreytt dagskrá fer fram bæði á laugardag og
sunnudag. „Klaus Frimor, einn frægasti flugukast-
ari heims mun kynna Loop veiðivörur og vera með
kastsýningu. Þar sýnir hann allar útfærslur af köstum
og nokkur kast trikk sem engin má missa af,“ segir
Oddný. „Fjölbreyttar vörukynningar eru einnig á dag-
skránni. Veiðimaðurinn Hákan Norling, sölustjóri
Guideline, mun kynna nýju Lxi stöngina og Fario Crs
stöngina en þær stangir eru að sópa til sín viðurkenn-
ingum. Auk þess verður nýja veiðifatalínan frá Patag-
onia kynnt. Um er að ræða vöðlur og jakka fyrir konur
sem eru hannaðar af einni fremstu veiðikonu heims,
April Vokey. Það má því engin veiðikona láta þessa línu
framhjá sér fara,“ segir Oddný.
Húllumhæ alla helgina
„Við höfum verið fremst í flugum frá því að við byrj-
uðum og í sumar kynnum við fjölmargar nýjar flugur
og leynivopn. Allar flugurnar okkar koma frá hinum ís-
lenska Jóni Inga Ágústssyni sem er einn besti flugu-
hnýtari í heimi. Við leggjum mikinn metnað í flugurnar
okkar enda eru fluguborðin okkar orðin heimsþekkt,“
segir Oddný.
Í tilefni veiðimessunnar verða mörg góð tilboð á
veiðivörum um helgina. „Við verðum með línudaga og
bjóðum 20% afslátt af öllum línum svo nú gefst tæki-
færi til að skipta út gömlu línunni. Bubbi Morthens
hefur undanfarin ár mætt með gítarinn og glatt gesti
og ég reikna með að hann komi ferskur úr Norðurá
með góðar veiðisögur.“
Kaldur í bala og grillað Ribeye
Oddný býst við því að verslunin verði
full af fólki um helgina. „Undanfarin ár
hefur Veiðimessan verið frábært upphaf
á veiðitímabilinu og við tökum á móti
hundruðum gesta og á ég ekki von á
breytingu í ár. Veiðimessan er fyrst og
fremst hugsuð sem tækifæri til að hitta
aðra veiðimenn, leggja línurnar og fagna
veiðisumrinu. Ingvar á American Bar
ætlar að hægelda Ribeye í tæpa 20 tíma
og skella því svo á grillið. Við bjóðum
upp á gos og súkkulaði með og svo verða
kaldir drykkir í bala fyrir þá sem ekki
eru á bíl.“
Veiðiflugur eru til húsa á Langholts-
vegi 11 í Reykjavík og vonast Oddný og
Hilmar til að sjá sem flesta, unga sem
aldna, byrjendur sem lengra komna.
Gleðin hefst klukkan 10 á laugardags-
morgun og stendur til klukkan 17 á
laugardegi og svo aftur á sunnudegi frá
klukkan 12-17.
Unnið í samstarfi við
Veiðiflugur
Oddný Magnadóttir, annar eigandi veiðiverslunarinnar Veiðiflugna, en þar verður nóg um að vera um helgina á árlegri veiðimessu. Tilboð verða á
völdum vörum ásamt skemmtilegum vörukynningum. Auk þess mun Bubbi Morthens taka lagið.